luxatio hugans

awakening

laugardagur, desember 16, 2006

Blogglífið

Frá því ég byrjaði að blogga hef ég oft staðið mig að því að hugsa líf mitt í bloggfærslum. Ég er kannski að brasa eitthvað og er í leiðinni að semja bloggfærsluna um atvikið í huganum. Í nótt dreymdi mig sérstæðan draum. Mig dreymdi að ég færi á almenningssalerni í skólanum mínum. Á salerninu voru svona skilrúm úr harðplasti sem hvorki ná niður í gólf né upp í loft. Þar sit ég og er að gera númer 2, sem er sérstakt, því slíkt kýs ég að gera ekki á almenningssalernum. En allavega sit ég við þá iðju, þegar allt í einu ryðjast inn nemar úr hagsmunaráði með forsvarsmönnum deildarinnar og eru nemarnir að sýna þeim aðstæðurnar sem þeir kalla hörmulegar. Allt í einu er engin framhlið á skilrúminu mínu og ég sit þarna og hægi mér fyrir framan allt þetta fólk. Sem er svosem alveg nógu vandræðalegt per se, en þá bætast allt í einu í hópinn fulltrúar fjölmiðlanna sem hafa komið að kynna sér þetta hörmulega salernismál læknanema og með þeim í för eru myndatökumenn sjónvarpsins. Þarna sit ég á klósettinu við afar niðurlægjandi aðstæður og hugsa með mér: "Vá hvað þetta er efni í góða bloggfærslu!" Svo þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að þetta var draumur varð ég hálfsvekkt yfir því að eiga ekki í alvörunni efni í góða bloggfærslu. Hálfsvekkt yfir því að hafa ekki í raun og veru setið fyrir framan samnemendur mína, kennara og fjölmiðlamenn við að skíta. ÞVÍ ÞAÐ HEFÐI VERIÐ SVO GÓÐ BLOGGFÆRSLA!!! Já líf mitt er ef til vill orðið full bloggmiðað. Eða ég veit það ekki annars.