luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, desember 27, 2006

Bloggóeirðir

Ég skammast mín fyrir að kalla mig dægurmálabloggara og vera ekki búin að blogga um Dóminós-sms-ið ógurlega. Hér skal nú sagt frá minni reynslu af því máli.
Á aðfangadag, ég man ekki hvað klukkan var, en það var vel fyrir 6, heyrðist með tilgerðarlegum breskum hreim: "Computer says nooooooooo" frá símanum mínum, en það heyrist einmitt þegar mér berast textaskilaboð í farsímann minn. Ég opnaði skilaboðin full eftirvæntingar enda bjóst ég við því að einhver vinur eða kunningi væri að athuga hvort ég væri laus þá um kvöldið í gott glens. Þegar ég las skilaboðin og sá að þau voru frá Dómínós að óska mér gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða, þá fylltist ég skömm og viðbjóði. Ekki á fyrirtækinu, heldur á sjálfri mér. Ég fylltist skömm að vera svo dyggur viðskiptavinur hjá þessu auma flatbökufyrirtæki að ég fengi frá þeim jólakveðju. Ég valdi því möguleikann eyða skilaboðum og ákvað með sjálfri mér að þessu fengi sko enginn að vita af. En viti menn. Hneykslið skók samfélagið og af einskæru tilfinningarúnki verð ég að láta lesendur mína vita og ég "lenti" líka í þessu. Ég "varð" fyrir Dómínós-sms árásinni 2006.