luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 07, 2007

Þyngdarlögmálið sigrað?

Sprengingarnar í gær á þrettándanum voru Ingvari efniviður í heimspekilegar hugleiðingar. Í þetta sinn um flugelda og eðli þeirra. Gömul aðventugremja gerði vart við sig hjá mér. Djöfulinn á ég að vita um fjárans eðli flugelda? Veit ekkert um málið og hef engan áhuga á því að fræðast um það. Ingvari tókst að vera fyndinn, án þess að ætla sér það. Hann var að furða sig á því hvernig stæði á því að aldrei fengi neinn rakettuprikin í hausinn á gamlárskvöld, en samt væri jörðin þakin slíkum prikum á nýársdag. Eftir vangaveltur um það hve hátt flugeldarnir færu etc. var hann einna helst á því að þyngdarlögmálið væri kannski að verða lélegt. Þess vegna væru prikin svona lengi að svífa til jarðar. Já já. Það er ábyggilega mergurinn málsins. Þyngdaraflið er að gefa sig.