luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 14, 2007

Pistill Egils

í Silfrinu í dag er svo góður að ég táraðist. En að sama skapi var ég glöð að hafa póstað minni síðustu færslu í gær því annars hefði ég hljómað eins og copycat. Egill segist vona að þjóðin sjái að sér og hætti að borga. Sama og ég sagði í gær. HÆTTUM AÐ BORGA!! Við lítum á það sem veikleikamerki að hafa ekki efni á hlutunum og drögum því kortið með kæruleysissvip upp og rennum því eins og okkur muni ekki um það. Þess vegna kenni ég neytendum um verðlagið að miklu leyti. Auðvitað ganga verslunareigendur eins og langt og þeir geta til að féfletta fíflin. Og við erum fíflin. Við látum bjóða okkur þetta til að þykjast flottræflar. Ég er sjálf engu betri, hingað til. En nú verður breyting á. Hættum að tuða og förum að framkvæma. Skyr og kartöflur í öll mál. Hættum að kaupa húsgögn á Visa rað. Ég er snarhætt við að stækka við mig húsnæði. Ég ætla að þrauka hér á tiltölulega lágum afborgunum þar til ég fer í sérnám. Ætla ekki að gera bankana ríkari með því að spenna mig í hærri afborganir fyrir eitt herbergi í viðbót. Eitt herbergi á 15 milljónir í Hlíðunum. 15 milljónir plús sölulaun plús stimipilgjöld plús lántökukostnaður plús vextir. Kostakjör.
Ég er svo glöð í hjarta mínu að hafa keypt allar jólagjafir í Minneapolis. Þar sem allt var á útsölu, FYRIR jólin. Humm. Sé mest eftir að hafa ekki keypt þennan viðbjóðslega Skelfi í tonnavís og selt í Kolaportinu á 2500 krónur stykkið. Muhahahaha. Sko, það blundar í mér Hrói Höttur.
Er enginn með mér?!

14 Comments:

At 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Allý á Þing - Húrra!!

Kv,

Jón Gunnar Doddafrændi!

 
At 4:08 e.h., Blogger Hadda said...

Gæti ekki verið meira sammála... ég er farin í neysluverkfall líka!

 
At 6:49 e.h., Blogger Ally said...

Þrír eru bylting

 
At 7:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Umh, skyr!!! Ég væri alveg til í skyr. Eða bara mjólkurvöru án 50% viðbæts sykurs, já það væri gott. Sendu mér 1 skyr og ég er game..

 
At 7:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr. Hafragraut á morgnana og hræring á kvöldin.

 
At 8:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hmmmm, eins byltingarsinnuð og ég í eðli mínu er þá er ég á milli steins og sleggju. Var nefninlega að lofa mömmu að koma með henni í fjölskylduferð til Spánar í maí. Flugfarið þarf að panta og verður líklegast notað verkfæri djöfulsins a.k.a visa til að greiða fyrir herlegheitin.
En ef ég lofa að byrja svo í neysluverkfallinu?

K.

 
At 9:19 e.h., Blogger Ally said...

Þú verður þá að versla jólagjafirnar og afmælisgjöfina mína á Spáni á spottprís.

 
At 1:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef maður kæmist utan án þess að fljúga með Icelandair sem hlýtur að vera allra fyrirtækja verst í að svindla á okkur almúganum, þá væri lukka að versla jólagjafir erlendis. Svo mín kæra K. þú verður víst að synda til Spánar með visakortið í kjaftinum ef þú ætlar að halda áfram að berjast í byltingunni.

E.s. Allý ertu búin að kaupa 90.000 króna kjólinn sem við vorum að spá í á föstudaginn? Ég skal lofa að segja engum á blogginu þínu frá ef þú kaupir hann.

Kossar þín B.

 
At 8:25 e.h., Blogger Ally said...

Kæra frú B. Það er mín mesta lukka í lífinu að hafa einmitt ekki keypt 90.000 króna kjólinn, sem ég þráði þó svo mjög.
Og Doddi og Ingvar og Ester, þau eru auðvitað lukka mín í lífinu líka.
LIFI BYLTINGIN.

p.s það var grjónagrautur í matinn á mínu heimili í kvöld.

 
At 11:55 e.h., Blogger Árdis said...

Ég er alltaf til í mótmæli - þú getur treyst því!!

 
At 12:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kjúklingur, ruccula og melóna í matinn hér - allt úr Melabúðinni. Ég er ekki að standa mig í byltingunni.

Svikarakveðja B.

 
At 7:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er hægt að fá skelfirinn í Kolaportinu á 2500 kall??
Verð að drífa mig þangað :)

 
At 12:57 e.h., Blogger Ally said...

Hehe Baddi.
Þú ert nú fyndinn.

 
At 10:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

djöfulsinsdjöf.. þetta verðlag á eyjunni köldu gengur náttúrulega út fyrir öll siðsamleg mörk!
Ég "kaupi" rökin þín köss

 

Skrifa ummæli

<< Home