luxatio hugans

awakening

laugardagur, janúar 13, 2007

Sequence skandall

Reið ekki feitum hesti frá Sequence móti kvöldsins. Mættir voru mágur minn og svilkona. Ég og mágurinn töpuðum úrslita viðureigninni fyrir Dodda og svilkonunni. Því er ég önug núna. Ég er aðallega önug út í Dodda, ég fer ekkert að verða önug út í svilkonuna, til þess er ég of fáguð. En fari Doddi bölvaður, réttast væri að hann svæfi einn. Sjittfokkdem.
Annars er ég ekkert tapsár. Ég er minnst tapsár allra sem ég þekki. Í alvöru!
Annars vil ég fara að hitta Petlerinn minn í Sequence. Það vantar allt trash talk í þetta. Og eins og allir alvöru Sequence spilarar vita þá er trash talkið 60% af leiknum. Það ásamt því að staðsetja sig strategiskt á borðinu, en við Örvar erum einmitt meistarar í strategiskum staðsetningarákvörðunum. Þetta er að verða aðeins of fræðilegt Sequence blogg. Og ég er ennþá önug.