Pirringur
Einhverra hluta vegna geta sumir hlutir gert mig sjúklega pirraða af ástæðum sem eru hreint ekki augljósar.
Einn af slíkum hlutum eru fréttir af íslenskum íþróttamönnum á alþjóðavettvangi. Björgvin Björgvinsson hafnaði í 52. sæti. Jakob Jóhann Sveinsson varð næst síðasti í sínum riðli en bætti Íslandsmetið um hálft sekúndubrot, Dagný Linda féll í seinni ferðinni. Hinn og þessi sem hafnaði í 48. sæti á norðurlandamótinu og er það besti árangur sem íslenskur íþróttamaður hefur náð frá upphafi. GOD! Ég veit ekki afhverju en það læðist sjúklegur pirringur um allan líkamann á mér. Ég hreinlega þoli ekki að hlusta á þessar fréttir. Einn er hann þó aumingjans íþróttamaðurinn sem veldur sýnu verstu ofnæmisútbrotunum. Það er Birgir Leifur Hafþórsson. Það er bara eitthvað við það.............. þegar röddin í Adólfi Inga Erlingssyni byrjar að segja frá því á hve mörgum höggum yfir pari hann lék seinni daginn á einhverju úrtökumóti............ þá fyllist ég löngun til að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Þetta eru afar sterk en óvenjuleg ofnæmisviðbrögð. Ég óska þess hreinlega að hann Birgir fari að hætta þessu poti.
<< Home