luxatio hugans

awakening

laugardagur, september 29, 2007

Jón Gunnar

frændi okkar, vinur, veislustjóri og veiðifélagi berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Hann er nú þegar búin að hafa betur í erfiðum viðureignum við móður náttúru sem gefur okkur von um að hann gefi ekkert eftir á seinni hlutanum heldur.
Miklar aðgerðir að baki og síðast þegar ég heyrði í Dodda var hann heldur skánandi en hitt. Við fögnum því. Gott að eiga innanbúðarmann á gjörgæslunni núna. Reyndar erum við gríðarlega þakklát öllu því góða fólki sem starfar á gjörgæslunni.
Ég vona bara að Jón Gunnar muni það að Doddi á eftir að vera veislustjóri í hans brúðkaupi, hann fer ekkert að svíkja okkur um það. Eins þykist ég eiga inni hjá honum hreindýrasteik sem ég hef fullan hug á að innheimta.
Koma svo Jón Gunnar!!

5 Comments:

At 1:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Allý, við heimsóttum Jón fyrir hádegið og hann lítur mun betur út í dag, en í gær. Bjúgurinn hefur minnkað mikið og nýrun eru virkari. Læknarnir voru ánægðir með hann eftir skoðun í morgun, öll gildi góð. Hann fær nú bara blóðflögur, ekki blóð, heldur hita á sér sjálfur þannig að það þarf ekki lengur að hita rúmið. Hann er sjálfum sér líkari núna.
Kveðja, BHB

 
At 7:02 e.h., Blogger Ally said...

Takk fyrir það Baldur:)
Hann mun komast yfir þetta.

 
At 11:28 f.h., Blogger Hadda said...

Þetta er hræðilegt að heyra. Vona að allt gangi vel. Baráttukveðjur. Hadda

 
At 12:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Baráttukveðjur

Heiðrún

 
At 2:13 f.h., Blogger Unknown said...

Við sendum baráttukveðjur til Jóns Gunnars!
Habbý, Gummi og Jakob í USA

 

Skrifa ummæli

<< Home