luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, október 02, 2007

Af fingraáverkum Ingvars

Ingvar fékk högg á þumalinn í leikfimi í gær. Hann fann frekar mikið til í fingrinum í gær en meira í dag og er marinn og bólginn. Svo var hann eitthvað að væla í okkur hérna í kvöld og við vorum að skeggræða hvort þyrfti e.t.v að mynda þetta. Þá dró Ingvar í land og sagðist alveg geta hreyft fingurinn. Ég bað hann vinsamlegast að ákveða hvað hann hyggðist hafa mikinn styrkleika á kvörtuninni. Hvort hann gæti harkað af sér eða hvort hann þyrfti mynd? Þá brást Ingvar hinn versti við og sagðist bara vilja fá almennilega lækna til að meta þetta ef við gætum það ekki. Mar þarf kannski bara að kalla á bæklunarkonsult til að halda sjúklingnum góðum. Ætli Hvönnin sé laus?