luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Af póker

Pókerkvöld í gærkvöldi. Við erum búnar að vera ansi stabilar með þennan póker, sem er mjög gott enda er þetta fáránlega gaman. Ekki eru allir á sama máli um gæði þessara pókerstunda. Dóttir Þórhildar og Þórðs hafði komið að máli við Ingvar í skólanum og spurt hann hvort honum þætti það ekki leiðinlegt að mömmur þeirra væru alltaf að spila póker á miðvikudögum;)
Ingvari finnst það ekkert leiðinlegt, hann heldur alltaf í þá von að fá að vera með, sem hann fær aldrei, en hann er samt alltaf jafnspenntur þegar taskan er dregin fram.
Það er hægt að gera margt verra á miðvikudögum en að spila póker.