luxatio hugans

awakening

laugardagur, apríl 28, 2007

Já áhugavert

það er búið að vera fróðlegt að lesa (helvítis) moggabloggið eftir viðtal Helga Seljan við Jónínu Bjartmars. Var allt þetta fólk að horfa á sama viðtalið? Ég skil ekki hvernig er hægt að komast að svona mörgum gjörólíkum niðurstöðum. Af því að ég segi nú stundum skoðanir mínar þá ætla ég líka að gera það núna. Í viðtalinu sem ég sá og hlustaði á kom Jónína hryllilega illa út. Mér finnst rosalega ódýrt að grenja pólitískar ofsóknir þegar verið er að kafa ofan í málin, því það ER OG Á AÐ VERA hlutverk fjölmiðla að veita stjórnmálamönnum aðhald. Ef þeir hafa ekkert að fela þá skýra þeir bara mál sitt og allir eru sáttir. Það gerðist bara ekki núna. Jónína skýrði ekki mál sitt, þrátt fyrir að ótalmörgum hafi fundist hún gera það. Það að enginn í allsherjarnefnd hafi vitað af tengslum Jónínu við þessa stúlku er náttúrulega þvæla. Allir sem einhverju sinni hafa unnið á einhverjum vinnustað vita það að allir vita allt um alla. Það er bara þannig. Ég var á einni 8 tíma vakt um daginn með manni sem ég hafði aldrei hitt áður. Eftir vaktina vissi ég að hann á 7 ára gamlan son sem var svo óvær að allt fyrsta árið svaf hann á bringunni á pabba sínum. Og nota bene, ég fór aldrei í kaffi á þessari vakt. En jú...... það er einmitt helvíti líklegt að enginn í allsherjarnefnd hafi vitað að Jónína Bjartmars eigi tengdadóttur frá Guatemala. Right;) Og það er málið í mínum huga. Ekki endilega hvort hún hafi hjálpað tengdadótturinni við umsóknina eða ekki því auðvitað notfærir maður sér þekkingu og reynslu sinna nánustu þegar á þarf að halda. Bara ekki ljúga opinberlega og væla svo undan ofsóknum. Það er ekki smart.

föstudagur, apríl 27, 2007

Voða krúttlegt reyndar

Æi Jón Gunnar er voða krúttlegur. Hann hefur gúgglað einhverja mynd frá Vegas til að setja inn á bloggið sitt. Hérna er myndin sem ég tók af sama stað þegar ég var í Vegas........ jú einmitt bara fyrir nokkrum dögum. Var einmitt á ráðstefnu á París. Já sei sei.

Særindi

ekki í hálsi.
Eflaust mun ég særa einhverja þegar ég segi ykkur að ég þoli ekki þennan knús og kram frasa sem skyndilega tröllríður öllu. Það er svo búið að það sé fínt að sletta á dönsku. Því lauk, held ég, um 1940.

laugardagur, apríl 21, 2007

VEGAS

Okei hvad er haegt ad segja um Vegas? Ekkert. Tad er malid! Vegas er bara rugl! RUGL! Fyrstu dagana var madur agndofa yfir ollu sem fyrir augu bar, en nuna kemur manni ekkert a ovart lengur. Og tetta er svo feik, ad mar er varla neitt imponeradur heldur. Eda jaeja.............. tad er nu ekki algilt. Forum a Mamma Mia og vorum abyggilega oheppin med cast tad kvoldid tvi varla nokkur gat sungid.......... en jesus tonlistin er aedi. Tad er ekki leidinlegt ad vera i States tegar dollarinn stendur i 64 og pinu er mar buin ad kaupa a milli fyrirlestra. Og tad besta natturulega var ad spila Texas hold`em i Casino i Las Vegas. Va mar! Enda erum vid hukkd og erum rett ad byrja a gamblinu. Uff tad er bara gaman ad sitja vid bord med alvoru pro dealer. Og ekkert kjaftaedi takk. Well nettiminn utrunninn. Tad er bytheway rippoff a hotelunum a ollu odru en afengi. Tannig ad eg gaeti verid i meiri plus;)

laugardagur, apríl 14, 2007

Las Vegas BABY!!!


Fékk sms frá Hildi í morgun. 36 klst í Vegas!! Ohh þetta verður ekki eðlilega meiraháttar.

Verðum á ævintýrahótelinu Excalibur Hotel. Það er allt í lagi. Mér hefur tekist að varðveita barnið í mér og er saklaus og einföld svo það er bara við hæfi að ég gisti þar. Reyndar fór ég að grenja þegar ég var að vafra um heimasíðu hótelsins og sá að þeir eru að byggja upp einhvern gríðarlegan sundlaugagarð við hótelið. En hann er ekki tilbúinn. Hrumpf! Ok tanast þá bara í gamla garðinum. Nei ég er að djóka, auðvitað ætla ég f.o.f að fara til Vegas til að auka við menntun mína og skilning á nýjustu tækni í skurðlæknisfræðum. Enda er það rosalega relevant í mínu lífi í dag. Annað, s.s búðir, tan, show og casino verða aukaatriði í ferð þessari. Reyndar ætla ég nú að mæta þegar Hildus gengur að eiga feita, fulla Kanann í The White Wedding Chapel enda á ég að vera brúðarmær. Hildus er meira að segja búin að kaupa á mig bleikan tyggjókúlukjól. Ég er mjög spennt.
Jæja líf og fjör. Er á barnalæknavaktinni en það er ekki mikið fyrir veikum börnum að fara. Sem er gott fyrir öll frísku börnin heima hjá sér en verra fyrir mig sem þarf að ná prófum í vor.
Bið að heilsa í bili.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Old Milos

Í bænum okkar er veitingastaður sem heitir Old Milos sem er farinn í eyði. Það er eins og það hafi verið labbað út eitt kvöldið og staðnum lokað eins og venjulega, skellt í lás en enginn komið til að opna daginn eftir og aldrei framar. Á bar sem er utandyra eru ennþá vínflöskur sem eru orðnar þaktar köngulóarvef. Það var rosalega sérstakt að labba um garðinn og skoða inn um gluggana.
Einnig hangir skilti í garðinum þar sem fram kemur að þetta var 5 stjörnu veitingastaður á sínum tíma. Mjög spes.


Fleiri myndir frá Kýpur


Öll sætu systkini mín að skoða klaustur


Hópurinn á klausturveggnum, í baksýn sést Girne og alveg út á sjó

Appelsínutrén í hverjum garði


Allur hópurinn á kínverskum matsölustað


Ester Helga sætasta ljós


Jóhannes Björnsson í áhættuatriði við að láta kveikja í eyrunum á sér


Björn við grillofninn hans Ozzis


Grillveislan sem Brói hélt fyrir Dalvíkingana

Ingvar, Björn og Valþór með Sabi og þremur öðrum Tyrkjum hverra nöfn ég þekki eigi.

Myndir frá Kýpur


Björn með svakaleg tilþrif

Snígel með sjell

Gyða og Snorri útkljá málin

Ingvar, Björn og Snorri Guðlaugur efst á virkisvegg með fjallgarðinn fyrir ofan bæinn okkar í baksýn.

Besta aprílgabb sögunnar var þegar Snorri Guðlaugur taldi Ingvari trú um að með þetta á höfðinu væri hann ósýnilegur í augum eðlanna og gæti veitt þær. Á sama tíma og ég fann til með Ingvari þá var þetta svo fyndið að ég hélt ég dræpist.

Ingvar með rosa tilþrif

In Æsland ðer is nó sjell on snígúls

Þá er Kýpurferðin afstaðin og páskarnir líka. Kýpurferðin var mjög skemmtileg, þrátt fyrir skort á sól, því stórfjölskyldan var samankomin og það gerist í fyrsta lagi ekki oft, og ef það gerist þá er alltaf eitthvað annað í gangi, jól eða brúðkaup með allt í gangi. Þarna höfðum við voða lítinn möguleika á öðru en að eyða tíma saman og það var bara mjög skemmtilegt. Foreldrar mínir eiga semsagt íbúð á Norður Kýpur í litlu ghettói sem mætti kalla Litlu Dalvík. Það var Dalvíkingur búsettur í Bretlandi sem fékk þá hugmynd að fjárfesta í fasteignum á Norður Kýpur, en nokkuð margir Bretar eiga villur þarna og kom heim og seldi Dalvíkingum íbúðirnar. Þeir sem eru vel að sér í mannkynssögu vita að Kýpur er klofið land og Norður Kýpur tilheyrir Tyrklandi og er ekki viðurkennt ríki af neinni annari þjóð í heiminum. Þar er því ekki mikill túrismi og verð á fasteignum brandari. Reyndar var allt verðlag brandari og hreinn unaður að versla og gerðum við systur mikið af því á sólarlausum dögum.
Þetta eru fjögur hús með 6 íbúðum sem eru með sína sundlaug og var aðstaðan fín. Allt í kring eru svo bara venjuleg íbúðarhús með innfæddum. Í hverjum garði eru hanar og hænur og vaknaði maður iðulega við hanagal og mér finnst rosalegur sjarmi yfir því, en einhverjir ættingjar mínir ráðgerðu hins vegar hanadráp á hverjum morgni um 6.30. Í görðunum vaxa svo appelsínutré og sítrónutré og var svo mikið af ávöxtum að þeir féllu til jarðar og engin lét sig það varða. Við erum sérstaklega búin að kynnast einni fjölskyldunni vel. Fjölskyldufaðirinn er Tyrki og heitir Ozzi, kvæntur breskri konu, Liz og eiga þau tvíbura, Elív og Sabi, sem eru einu ári yngri en tvíbbarnir okkar. Björn og Gyða voru allan tímann með þessum krökkum síðast þegar þau fóru til Kýpur en þau tala auðvitað ensku vegna mömmu sinnar og allir íslenskir krakkar tala ensku í dag. Í þessari ferð var svo hrúga af öðrum tyrkneskum krökkum og það er svo skemmtilegt því í öðrum sólarlandaferðum er maður voða lítið að tengjast innfæddum. Ozzi og Liz tína ávexti af sínum trjám og búa til unaðslegt límónaði úr því. Ingvar var í essinu sínu í þessari ferð. Við vissum aldrei af honum, en vissum að sjálfsagt var hann í garðinum hans Ozzi að byggja kofa eða eitthvað álíka. Bærinn sem við vorum í heitir Alsancak og er mjög ósnortinn. Flest húsin frekar hrörleg en samt snyrtileg eins og fólk sé samt að gera sitt besta við það sem það býr við. Að sjálfsögðu var Moska í bænum og nokkrum sinnum á dag glumdi bænahald í hátalarakerfi. Mér fannst það líka æðislegt, rosalega fallegt að hlusta á það.

En þá að titli færslunnar. Ingvar var með krökkunum í garðinum hans Ozzi og þau voru að leika sér þegar Ingvar segir við Sabi með mjög hörðum framburði: In Æsland ðer is nó sjell on snígúls. Sabi hváir eitthvað við og Ingvar endurtekur hægar: IN ÆSLAND ÐER IS NÓ SJELL ON SNÍGÚLS. Sabi lítur á Gyðu og spyr: What is he saying? Gyða spyr þá Ingvar hvað hann sé eiginlega að segja við Sabi og Ingvar svarar frekar hneykslaður á tungumálaleysinu: Að á Íslandi eru ekki skeljar á sniglunum!
Við öskruðum úr hlátri þegar Gyða kom og sagði söguna.
Það er frá ótrúlega mörgu fleiru að segja úr ferðinni sem ég nenni ekki núna, m.a mislukkuðustu skemmtisiglingu mannkynssögunnar frá því Titanic sigldi jómfrúarsiglinguna, tyrnesku baði og slökunarnuddi, alvöru rakaranum sem karlarnir fóru til sem brenndi hárin innan úr eyrum og nösum, klaustrum, kastölum, yfirgefnu draugaveitingahúsi, 40 rétta máltíðinni sem við snæddum á tyrknesku veitingahúsi, grillveislunni hans Bróa, þegar Ozzi grillaði lamb, geitur og kjúklingar inni í leirofni í garðinum ofan í Dalvíkingana, kostakjörum okkar systra á merkjavöru og almennum pirring yfir brúnkuleysi. Set inn myndir næst.