luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, janúar 22, 2014

Häagen-Dazs óhappið

Fór í frystinn rétt áðan og ætlaði að ná mér í Häagen-Dazs ísinn minn sem ég er búin að eiga þar í örugglega hálfan mánuð og var að bíða eftir réttu tilefni til að borða. Rétta tilefnið kom núna áðan. Tilefnið var almenn þreyta og sjálfsvorkun af engri ástæðu. Þegar ég opnaði frystinn greip ég í tómt. "Hver át Häagen-Dazs ísinn minn?!" Neðan úr kjallara heyrðist "ha?" frá þeim frumburði sem heyrði fullvel spurninguna en var að kaupa sér tíma þess seka. En til að ítreka ógnina sem af mér stóð ákvað ég samt að endurtaka spurninguna. "Hver át Häagen-Dazs ísinn minn?!" Sami frumburður svarar aftur, "Uhh það gæti verið að ég hafi gert það óvart" Sonur minn varð semsagt sennilega, hann er ekki alveg viss, fyrir því óhappi að reka sig þannig utan í frystiskápinn að hurðin þeyttist upp, Häagen-Dazs ísinn minn með belgísku súkkulaði lenti í (sennilega vinstri) greipinni á meðan á óskiljanlegan hátt, skeið lenti í hægri greipinni og hann óvart át Häagen-Dazs ísinn minn sem beið eftir mér og mínu sérstaka tilefni. Það er aldrei of varlega farið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home