Frekar döpur spilamennska
Við eignuðumst teiknispilið um jólin. Ingvar vill að við spilum teiknispilið við hann. Það viljum við ekki af því að hann er svo lélegur í því. Þá tók hann sig til í gær og ákvað að spila bara teiknispilið við sjálfan sig. Sem er áhugavert. En allavega, þarna sat hann einbeittur þegar Snorri Lax kom og spurði hann hver væri eiginlega að vinna í spilinu. Þá andvarpaði Ingvar og sagði: Æi, ekki ég!
Sem hlýtur að teljast afar döpur spilamennska þegar spilað er við sjálfan sig.
<< Home