luxatio hugans

awakening

föstudagur, desember 27, 2013

Ingvar og vinir hans

Ingvar og vinir hans hanga svolítið oft í kjallaranum hjá okkur. Þau horfa á bíómyndir með hljóðið hátt stillt og spila háværa tónlist og spila póker með pókersettinu sem pókerklúbburinn Sápan notaði áður en hefur ekki snert í fjögur ár og hafa hátt á meðan. Þrátt fyrir öll ólæti býð ég þau velkomin inn úr rigningunni í hlýjuna, gef þeim smákökur og kók og stundum kvöldmat, ég er nú ekki beint að knúsa þau né er ég neitt voðalega ræðin eins og þið vitið sem þekkið mig raunverulega en þau eru velkomin að vera hér og ég vil að þau finni það. Því á meðan þau eru hér þá eru þau hvergi annars staðar og það finnst mér svo notalegt að ég sef friðsælum svefni í gegnum hljóðin úr kjallaranum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home