luxatio hugans

awakening

laugardagur, ágúst 30, 2003

Þá eru Begga og Benni líka búin að eignast strák. Til hamingju krakkar!! Við Doddi erum að hugsa um að skella okkur til Köben á næstu vikum svo ég er mjög spennt að líta litla krílið augum. Ástæðan fyrir bloggleysi mínu er netleysi, ég var að fá mér nýja tölvu og ADSL með því og það tekur fjári langan tíma að fá það virkt...... Lifi Christiania... allavega þar til ég kem svo að Doddi komist til Stínu, helst vil ég að hann kaupi sér jónu þar.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Kristín og Matti eru búin að eignast litla stelpu, 12 merkur og 49 cm. Litla manneskjan fæddist klukkan 6.30 í morgun á Akranesi. Kristín stóð sig vel í fréttaflutningi. Ég fékk sms þegar hún byrjaði að fá verki, þegar hún fór upp á Akranes, þegar hún var komin með 6 í útvíkkkun og missti vatnið, og loks þegar barnið kom í heiminn. Svona á þetta að vera. Engin pressa, en Begga þú ert næst og það væri gott að fá að vita hvernig gengur:)
Nú get ég farið að kaupa deppuföt og bleika strigaskó. Gaman. Til hamingju krakkar.

25 ára afmælið hjá Robba og Örvari á laugardaginn var mjög skemmtilegt. Takk fyrir frábært afmæli strákar. Ræðuhöldin stóðu upp úr eða kannski KUBB leikurinn þar sem allir kunnu sínar reglur. Örvar var áberandi lélegasti KUBB leikmaðurinn, veit ekki hvort bollann hafði sitt að segja í því. Gaman að þessu. Svo er ég bara næst. Ó mæ god ég VIL EKKI verða 25, þetta er viðurstyggileg tala. En hvað sem því líður þá verður haldin svakaleg afmælisveisla 17. nóvember, nú á ég líka nýtt sófasett og glæsilegt sófaborð, og afmæli er einmitt vettvangur til að flagga nýju hlutunum sínum:)

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Bóbó litli bróðir gerði tilboð í íbúð í morgun. Ég er klökk, hann er að fara að heiman...................frá mér. En hann fer ekki langt, hann verður í götunni. Af því er tvíþættur ávinningur: Stutt fyrir hann í mat, stutt fyrir okkur í pössun:) Kúl.

Brúðkaupið hjá Auju og Gísla um síðustu helgi var ÆÐI. Ég hugsaði allan tímann; OKEI, svo það er svona sem að fólk giftir sig ástarinnar vegna, ekki servéttanna vegna. Ég er reyndar ekki að dissa servétturnar, ég braut þær saman, í einhverjar voðalegar fellingar. Ég bíð spennt eftir myndunum úr framköllun, ég fékk lánaða snilldar myndavél hjá Sverri og Kristínu, maður sá bara hvað myndirnar voru góðar þegar maður smellti af. Ég veit reyndar ekki af hverju ég er að sleikja Sverri og Kristínu upp, þau lesa ekki bloggið mitt, held ég, þau eiga enga tölvu, en nú verður ekki fjallað meira um þau hér!!!! Í bili allavega, þau gætu náttúrulega tekið upp á því að framkvæma eitthvað sem vert er að blogga um. Um hvað er þessi færsla????

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Nú er Ingvar búinn að tala um það mjög lengi, að hann verði að eignast hund. Eftir Danmerkurferðina er hann enn verri, þ.e. eftir að hafa tekið ástfóstri við Heru, hinn ágæta og mjög svo slefandi hund, Beggu og Benna. Ég er búinn að segja honum að við megum ekki vera með hund í blokkinni svo að nú bíður hann í ofvæni eftir því að við flytjum í einbýlishús, sem er alveg á næstunni. Ingvar virkar örugglega mjög materialiskur á fólk sem hann hittir þessa dagana, going on and on með einbýlishúsið sem við erum að flytja í, það er víst í Kópavogi.......
Nú svo er það næsta mál á dagskrá, það er að safna sér fyrir hundi. Allir peningar sem fara í baukinn eru fyrir hundinum, NEMA HVAÐ að í dag spurði hann mig, hvað maður færi í langt fangelsi ef maður stæli hvolpi. Hum. Easy way out.
Hann reyndar bað föðurbróður minn um að gefa sér pening um daginn, "ég verð að fá pening til að kaupa mat handa mömmu minni" Hún þarf mjög á því að halda, sú vannærða kona.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Dararí Darará, Það er aldeilis búið að vera líf og fjör. Um síðustu helgi fór ég norður, náði þar að komast í tælenskt 1. árs afmæli og skírn.
Byrjum á tælenska 1. árs afmælinu. Þar var á ferð bróðursonur Ragnars Veigars, Ragga í Pennanum. Ragnar bauð mér í það afmæli, og þar sem tengslin eru ekki augljós þá geri ég ráð fyrir að hann hafi gert það vegna sameiginlegrar ástríðu okkar fyrir tælenskum mat. Þarna var sko tælenskt hlaðborð af bestu gerð, NEMA súpan með kjúklingafótunum. Oj, klærnar urðu útblásnar og viðbjóðslegar af því að liggja í soðinu. Mér varð meira flökurt við þetta en þegar ég þreifaði á fyrsta blöðruhálskirtlinum, sem sagt, fór inn í endaþarminn á 64 ára gömlum manni. Ég tek það framyfir, ANY DAY.
Nú og svo er það skírnin þar sem Hreiðar Nói fékk nafnið sitt. Þar varð ég fyrir þeirri sérkennilegu reynslu að vera tuktuð til, af gamalli konu sem var að reyna að taka mynd af barninu, ég fór víst með hendina fyrir þegar ég þurrkaði æluna úr andlitinu á barninu........... Sérstakt.
Í þessari viku er ég búin að vera að mála á steina fyrir brúðkaupið hennar Auju, ég er hæfileikaríkari en ég held, og svo vorum við náttúrulega að undirbúa gæsapartíið hennar sem við héldum í gær. Það var ótrúlega skemmtilegt, en það sem óneitanlega stendur upp úr er atferli Auðbjargar, þegar Geir Ólafs var að syngja ástarsöngva til hennar. Henni leið svo illa, líkamlega og andlega, að það var hrein unun að fylgjast með vandræðaganginum í henni. Ef ég skyldi einhvern tíma sannfæra Þórodd um að giftast mér þá frábið ég mér slíka skemmtun.
Talandi um Þórodd, þá er ég bara að bíða eftir því að hann komi heim. Sem ég vona að verði fljótlega.