Sund sund sund og aftur sund
Ég er búin að vera geðveikt dugleg að fara í sund á þessari meðgöngu, minnug þess að hafa fengið viðurnefnið Aðalheiður Steypireyður á þeirri síðustu og er staðráðin í að vera bara Allý núna. Eníveis. Var í Sundhöllinni í morgun, sem er meistaraverk bæðevei, og það var akkúrat sundleikfimi í gangi þar á sama tíma. Og jú mikið rétt. Tímann skipuðu aldraðir, sem sannar fyrri fullyrðingar mínar um sundleikfimi. Það var samt gaman að fylgjst með liðinu og það vakti athygli mína að tveir gaurar, mjög aldraðir gaurar, voru bara að kjafta og flissa og ekkert að fylgjast með hvað kennarinn var að segja, þannig að þeir voru aldrei á réttum stað í æfingunum. Ég tók eftir því að kennarinn var alltaf að gjóa á þá augunum og ég óttaðist það verulega að það yrði hastað á þá. Ég hefði sennilegast ekki komist heil frá því ef ég hefði orðið vitni að því að tveir aldraðir menn hefðu verið beðnir um að hafa þögn og fylgjast með til að trufla ekki hina.