luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, júní 29, 2004

Sund sund sund og aftur sund

Ég er búin að vera geðveikt dugleg að fara í sund á þessari meðgöngu, minnug þess að hafa fengið viðurnefnið Aðalheiður Steypireyður á þeirri síðustu og er staðráðin í að vera bara Allý núna. Eníveis. Var í Sundhöllinni í morgun, sem er meistaraverk bæðevei, og það var akkúrat sundleikfimi í gangi þar á sama tíma. Og jú mikið rétt. Tímann skipuðu aldraðir, sem sannar fyrri fullyrðingar mínar um sundleikfimi. Það var samt gaman að fylgjst með liðinu og það vakti athygli mína að tveir gaurar, mjög aldraðir gaurar, voru bara að kjafta og flissa og ekkert að fylgjast með hvað kennarinn var að segja, þannig að þeir voru aldrei á réttum stað í æfingunum. Ég tók eftir því að kennarinn var alltaf að gjóa á þá augunum og ég óttaðist það verulega að það yrði hastað á þá. Ég hefði sennilegast ekki komist heil frá því ef ég hefði orðið vitni að því að tveir aldraðir menn hefðu verið beðnir um að hafa þögn og fylgjast með til að trufla ekki hina.

mánudagur, júní 21, 2004

Ímyndunarveiki og klígja

Ég hef allt mitt líf bæði verið ímyndunarveik og klígjugjörn. Það er ekki góð blanda. Ég gat ekki borðað skúffuköku í nokkur ár því ég ímyndaði mér að Fílamaðurinn hefði verið settur í hana. Fílamaðurinn var nefnilega alsettur kýlum og það má vel sjá kýli út úr loftbólunum sem myndast í skúffukökum við baksturinn. Annað var Kornflexlausa tímabilið mitt. Þá taldi ég mér trú um að kornflexflögurnar væru augnlok sem einhver hafði plokkað af fólki og dundað sér við að þurrka og selja grunlausu fólki sem staðgóðan morgunverð. Vá hvað ég vorkenndi fólki sem borðaði kornflex.

EM

Hrikalega er ég sátt við að það sé EM í fótbolta.
Það eina sem getur gert mig fúla við að horfa á góðan leik er lýsandi sem þarf alltaf að tala um knött. "Owen nær knettinum" eða "Knötturinn fer aftur fyrir markið" Hver í andskotanum talar um knött?? Er jörðin knöttótt?? Ef ég er illa stemmd þá getur þetta alveg farið með leikinn. Mér finnst eitthvað perralegt við þetta knattartal. Ég ímynda mér að lýsandinn sé að fitla við sig á meðan.

5 ára stúdent

Það var rosa fjör að halda upp á 5 ára stúdentsafmæli og stúdentspróf Palla. Samt sem áður er helsta minning mín frá þessum dögum sú, að við útskriftina hans Palla, þegar öllu var lokið og Skólameistari sleit Menntaskólanum á Akureyri í 124 sinn, þá fór ég að hágrenja. Svo reis ég úr sætinu og reyndi að syngja skólasönginn en var komin með svo mikin ekka að ég hristist bara. Þá leit Doddi á mig og hálfhvæsti hvað væri eiginlega að mér?? Frekar lítið næmur kærasti eitthvað. En ég skil hann vel. Ég hef ekki hugmynd um afhverju í andskotanum ég var að grenja eins og leikskólakrakki. Óléttar kellingar eru geðveikar!!

föstudagur, júní 11, 2004

Vanish oxy

Í sjónvarpsauglýsingu fyrir vanish oxy, sem er eitthvað helvítis krapp sem á að hreinsa bletti úr fötum, er kellingin í yfirgengilegri alsælu yfir því að efnið hafi hreinsað varalitinn, hamborgararfituna og mótorolíuna úr bolnum hennar. Ég vil bara fá að vita hvern andskotann hún var eiginlega að gera???!!!

Hurð skall nærri hælum

Viðbjóðslega fyndin frétt!!!
Ástæða þótti til að taka það fram að tjón mannsins hefði verið umtalsvert, því auk þess að missa fararskjóta sinn, tapaði hann nær öllum farangri sínum. Það er tjón í lagi. Og ég hlæ mig máttlausa, þar til ég pissa næstum á mig. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að mér.

laugardagur, júní 05, 2004

Munkabisness

Á stikunni í tölvunni minni eru stundum undarleg url. Þó eru þau ekki jafn hræðileg oft núna eins og þau voru þegar Baldur var tíður gestur í tölvunni. Þá voru óþolandi url á alls kyns veðursíður á öllum Norðurlöndunum, sem Jón Fannar hefði reyndar gaman af að surfa um á, og á öll mót á gönguskíðum í veröldinni. Einstaklega áhugavert! En svo rakst ég á urlið www.lasermonks.com sem mér þótti furðulegt. Af skiljanlegum ástæðum þorði ég ekki að tékka sjálf á síðunni og spurði Dodda því hvað í fjandanum þetta væri. Nei. Þá eru þetta munkar sem selja hylki í prentara á netinu og Doddi er að hugsa um að fara skipta við, með orðunum: "Ég er ekki að djóka í þér hvað þeir eru ódýrir!!!!" Ef hann Þóroddur minn er ekki furðulegasti núlifandi Íslendingurinn, þá veit ég ekki hvað.

Fallinn Forseti

Jahá. Fyrsti forseti Bandaríkjanna sem ég gat nefnt með nafni. Farinn.