luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Elli

Mér leið eins og Róberti í gær, þegar sonur minn spurði hvort það hefði verið til rafmagn þegar ég var lítil.

Erobikk fokk

Djöfull er erobikk fáránlegt form hreyfingar. Hallærislegar hreyfingar í takt við tónlist sem er illa mixuð og spiluð of hratt. Anda að sér viðbjóðslegu svitastorknu lofti í stað andrúmsloftsins undir berum himni. Og hvað er með klappið?? Er klappið æðislega mikilvægt til að brenna fitu eða er þetta bara spurning um stemningu? Vúhúúú, klapp, klapp. Og nei ég var ekki að koma úr erobikk, heldur kveikti ég á sjónvarpinu og sá þennan hræðilega erobikk þátt sem er sýndur á stöð 2. Það hlýtur eitthvað að vera að fólkinu sem samþykkir að koma fram í þessu. Ég bakka ekki með það.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Besta færslan

Ég held að þetta hljóti að vera besta bloggfærslan mín.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Laxness

Þóroddur datt niður á gullpott. Í einhverjum nefndarstörfum sínum kynntist Doddi manni sem hafði  fullorðinn tekið saman við fullorðna konu sína og þegar þau fóru að búa áttu þau bæði allt Laxness safnið. Nema hvað að hann bauð Dodda að kaupa safnið af sér, fyrir skít og slikk bókina, þannig að nú á ég (Doddi) Laxness. Það finnst mér afar fancy. Afar afar fancy. Þannig að öfundist bara kæru vinir. Og þið hin sem ekki öfundist, þið eruð of vitlaus til að skilja hvað þetta er merkilegt. Og fancy!!

Fyrsti í sumarfríi

Ahh, hvað það er ljúft. Ég sit og bíð eftir að Kristín Linda komi og fari með mig á eitthvert kaffihús til að borða morgunmat. Það finnst mér afar heimsborgaralegt. Kristín Linda er svo mikill bóhem. Ekki ég.
Ástæðan fyrir því að sumarfrí mitt hefst á miðvikudegi en ekki mánudegi, eins og eðlilegra hefði verið, er sú að ég fór beint í rottukjötið úr börnunum. Ég vissi ekki hversu mjög ég hafði saknað rottukjötsins fyrr en ég naut samvista við það á ný. Klippa til rottukjöt í hæfilega stóra bita, leysa það upp í viðbjóðslegum vökvum svo barnið mitt fæðist örugglega ekki edrú, hakka allt draslið, setja í skilvindu og sjúga loks  bara fituna frá og safna henni í þar til gerð glös, pyrexglös fyrir fróðleiksfúsa. Og til hvers allt þetta bögg? Jú. Aðalheiður et al. ætla sér að leysa ráðgátuna um offituvandann, því í þeim bransa liggja peningarnir gott fólk. Nei okei, Guðrún Skúladóttir et al. þar sem Aðalheiður er eitt af þessum al. En einn góðan veðurdag verða það Aðalheiður Jóhannesdóttir et al. Já sá dagur mun koma.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Grikkir Evrópumeistarar

og ekkert um það að segja nema að það er snilld og hver hefði trúað því??!!

Úrslitaleikur EM

Það er úrslitaleikur og ég er ekki að djóka með það......

-að Grikkir eru yfir 1-0 (ennþá)
-hvað fýlusvipurinn á Figo fer í taugarnar á mér
-hvað Gríski markmaðurinn er aðlaðandi (slær næstum James út)
-hvað C. Ronaldo er ofmetinn
-að Eyjólfur Sverrisson er leiðinlegasti lýsandi ever
-að það er einhver sækó inni í Gríska markinu með 20 öryggisverði ofan á sér

Jessöríbob

Nemo karakterinn minn

Þetta er EKKI tilviljun!!!
Ég er alltaf viðbjóðslega gáfaða nördið í öllum svona prófum.

You are GILL!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla