Elli
Mér leið eins og Róberti í gær, þegar sonur minn spurði hvort það hefði verið til rafmagn þegar ég var lítil.
awakening
Mér leið eins og Róberti í gær, þegar sonur minn spurði hvort það hefði verið til rafmagn þegar ég var lítil.
Djöfull er erobikk fáránlegt form hreyfingar. Hallærislegar hreyfingar í takt við tónlist sem er illa mixuð og spiluð of hratt. Anda að sér viðbjóðslegu svitastorknu lofti í stað andrúmsloftsins undir berum himni. Og hvað er með klappið?? Er klappið æðislega mikilvægt til að brenna fitu eða er þetta bara spurning um stemningu? Vúhúúú, klapp, klapp. Og nei ég var ekki að koma úr erobikk, heldur kveikti ég á sjónvarpinu og sá þennan hræðilega erobikk þátt sem er sýndur á stöð 2. Það hlýtur eitthvað að vera að fólkinu sem samþykkir að koma fram í þessu. Ég bakka ekki með það.
Þóroddur datt niður á gullpott. Í einhverjum nefndarstörfum sínum kynntist Doddi manni sem hafði fullorðinn tekið saman við fullorðna konu sína og þegar þau fóru að búa áttu þau bæði allt Laxness safnið. Nema hvað að hann bauð Dodda að kaupa safnið af sér, fyrir skít og slikk bókina, þannig að nú á ég (Doddi) Laxness. Það finnst mér afar fancy. Afar afar fancy. Þannig að öfundist bara kæru vinir. Og þið hin sem ekki öfundist, þið eruð of vitlaus til að skilja hvað þetta er merkilegt. Og fancy!!
Ahh, hvað það er ljúft. Ég sit og bíð eftir að Kristín Linda komi og fari með mig á eitthvert kaffihús til að borða morgunmat. Það finnst mér afar heimsborgaralegt. Kristín Linda er svo mikill bóhem. Ekki ég.
Það er úrslitaleikur og ég er ekki að djóka með það......
Þetta er EKKI tilviljun!!!