þá eru fyrstu helgargestir sumarsins komnir og farnir. Kristín, Björgvin og Þór héldu uppi góðu stuði um helgina. Veðurguðirnir voru okkur svo sannarlega ekki hliðhollir en við fundum nú lítið fyrir því í massívri spilamennskunni. Þegar upp var staðið átti ég fæsta sigra að baki en ég tel að ástæða ósigra minna hafi verið meðspilarinn, hver svo sem hann var í það og það skiptið.
Í gærkvöldi upplifðum við svo rafmagnsskort í fyrsta skipti. Ekkert okkar hafði áður reynt það. Ástæðan fyrir því að rétt er að kalla það skort en ekki leysi er sú að það var hálfur straumur á öllu. Ljósaperurnar voru eins og einhver hefði lækkað á dimmernum (það er ekki dimmer á ljósunum í afleysingalæknabústaðnum) og sjónvarpið hökti á hálfum straum. Ég fékk Poltergeist hroll niður bakið. Sjónvarpsútsendingarnar duttu út og sömuleiðis gsm samband. Þóroddur þusti út á svalir, enda í almannavarnarnefnd Ólafsfjarðabæjar, og varð hann hvumsa mjög þegar hann áttaði sig á því að sennilega væru lögregla og slökkvilið að ráðfæra sig án hans. Allir í bænum fóru á rúntinn til að fá einhvern botn í málið og hef ég aldrei séð fleiri á ferli frá því ég flutti í bæinn. LOKSINS AKSJÓN!
Já magnað í sveitinni.