luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, júní 28, 2006

Í dag kom Doddi heim og sagði mér sögu af sjálfum sér. Hún var nokkurn vegin svona með hans eigin orðum:

Í dag þegar ég kíkti á tölvupóstinn minn var þar auglýsing um umræðufund um “Reykleysismeðferð. Hver, hvar og hvernig” frá félaginu ”Læknar gegn tóbaki”. Mjög áhugavert og þarft efni til að standa klár á þar sem að ég er að vinna á heilsugæslustöðinni á Selfossi, svo að ég ákvað að mæta.
Mætti á slaginu 16:30. Betra að mæta snemma því léttar veitingar áttu að vera í boði og fyrstu 6 gestirnir áttu að fá DVD diskinn "Doctors and Tobacco- the Masterclass" að gjöf. Frekar hljóðlátt var í húsinu miðað við stórfundinn sem var í uppsiglingu. Rann svo loks á hljóð nokkurra manna sem sátu við borð í einu horninu: “Jæja, fundur er settur. Nú hefst aðalfundur félags lækna gegn tóbaki”.
Í stuttu máli sagt, sátu þennan fund, stjórn félagsins og að auki Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknis og yfirlæknir á lyflæknisdeild LSH, Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi, Jón Steinar Jónsson læknir sem situr meðal annars í vinnuhóp á vegum landlæknis um gerð klínískra leiðbeininga um reykleysismeðferð, Bjarni Jónasson yfirlæknir á heilsugæslustöðinni í Garðabæ og tveir af yfirlæknum innan endurhæfingarsviðs Reykjalundar sem standa meðal annars framarlega í lungna og hjarta endurhæfingu og reykleysismeðferð þeirri tengdri, og síðast en ekki síst, Þóroddur Ingvarsson kandidat á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Ég landaði náttúrulega einni af DVD myndunum, þar sem tala gesta utan stjórnar náði ekki sex. Ég stóð mig auk þess ákaflega vel í hugarflugsumræðunni í lokin um það hvað væri best að gera næst í baráttunni gegn tóbakinu.

sunnudagur, júní 25, 2006

Af lýsendum


"Stór og stæðilegur" er oft notað til að lýsa líkamsburðum einstaklings. "Langur og mjór" er annað dæmi um slíkt. Óneitanlega kemur ekki sama mynd upp í hugann við "Stór og stæðilegur" annars vegar, og "langur og mjór" hins vegar. Ekki upp í minn huga allavega. "Stór og stæðilegur" eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota um Peter Crouch. Það gerðu lýsendur á Sýn hinsvegar.

föstudagur, júní 23, 2006

Sama kerra að ári


laugardagur, júní 17, 2006

Ég var rétt í þessu að segja bláókunnugum manni á videoleigu frá því að ég hefði næstum migið á mig þegar ég horfði á myndir á borð við Punch drunk Love, Napoleon Dynamite, Shaolin Soccer og Zoolander. Tilgangurinn var að láta hann vita hvers konar myndir mér þættu fyndnar ef hann lumaði á einhverjum low profile demanti.
Svona eftir á að hyggja.......... þá veit ég ekki hvort það var alveg málið að láta manninn halda að ég sitji reglulega í heimahúsi úti í bæ, útmigin, horfandi á gamanmyndir og snobbi fyrir myndum sem skora hátt á einhverjum sérkennilegum þvagmælikvarða. Ekki alveg besta first impression. Sennilega verður videoleigugaurinn ekki nýji besti vinur minn.

föstudagur, júní 16, 2006

Vertu fúll með gleraugun!!

Í einhverjum prófasúrleika í vor þá mætti Sigurður með þessi gleraugu og sagði mér að setja þau upp, það væri gjörsamlega ekki hægt að vera fúll með þessi gleraugu. Mikið rétt, það var MJÖG ERFITT að vera fúll með gleraugun. Ég fékk óstöðvandi hláturkast að reyna vera fúl með gleraugun, en þetta tókst á endanum hjá okkur öllum og tekin var myndaserían: "Vertu fúll með gleraugun!"
Ja, eða hjá næstum öllum. Sæma tókst ekki að vera fúll og ef glöggt er skoðað er Hanna eiginlega brosandi líka. Já það var gaman á Baró;)











fimmtudagur, júní 15, 2006

All by myself

Svo er illgjörnum deildarlækni að þakka, að ég er með lagið "All by myself" með Celine Dion á heilanum. Illgjarni deildarlæknirinn er reyndar ákaflega fyndinn og skemmtilegur maður, svo þetta er í lagi. Ég er mikið búin að vera að hugsa hvað ég eigi nú að blogga um nýju vinnuna mína, en ég er búin að ákveða eftir nokkura daga umhugsun, að ég mun ekki blogga um vinnuna mína.
Ja, ekki nema þá um vinnustaðahrekkinn sem ég er byrjuð að kokka í huganum. Fórnarlambið er að sjálfsögðu hin netlausa Hildur Guðjónsdóttir, sem nú á sér einskis ills von. Muhahahaha...........

þriðjudagur, júní 13, 2006

1. mánaða brúðkaupsafmæli

Í dag eigum við Þóroddur 1. mánaða brúðkaupsafmæli. Af því tilefni ákváðum við að endurnýja heitin í viðurvist vina.

sunnudagur, júní 11, 2006

Janis Joplin


Ég sá heimildarmynd um Janis Joplin í gærkvöldi. Það sem kom mér á óvart var að hún var ekki jafn gömul, jafn feit og jafn ljót og ég var búin að ímynda mér hana í huganum. Allt byggt á einhverju plötualbúmi sem ég sá einhvern tíman. Þetta var mjög áhugaverð heimildarmynd sem dró upp mjög áhugaverða mynd af áhugaverðri konu sem dó langt fyrir aldur fram. Hún var yngri en ég er í dag þegar hún dó. Og ég sem hélt alltaf að þetta hefði verið kelling á milli fimmtugs og sextugs. Af hverju hefur enginn leiðrétt þessa vitleysu fyrr? Humm nú er ég obsessed af Janis Joplin og er að sörfa á google til að finna allt sem ég get um hana. Leiter.

laugardagur, júní 10, 2006

OH MEN!!!

Ég trúi því ekki að ég hafi misst af Kvennahlaupinu! Enn og aftur!! Hvenær fæ ég að hlussast áfram í iðandi kös af hressum kellingum? Hvenær mun ég eignast viðbjóðsljótan bol í neonlit?? Það er sko á hreinu að ég tek daginn frá á næsta ári.

föstudagur, júní 09, 2006

Af Andrési og félögum

Aldrei gat ég samglaðst Hábeini heppna. Þess í stað fylltist ég heift og öfund í hvert skipti sem gæfan var honum hliðholl, líkt og ég væri Andrés sjálfur.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Fyllirafturinn

"Sko ég drakk einn bjór og varð fullur og fór á trúnó. Svo á meðan ég var enn á trúnó rann af mér og ég varð ótrúlega meðvitaður. Þá var þetta bara orðið vandræðalegt."
Þóroddur að segja stríðsögu af síðasta fylleríi sínu.

Mótmælaseta frh.

Það borgar sig að fara í mótmælasetu.

Mótmælaseta

Ég er að fara í mótmælasetu í dag. Ég er ekkert of meðvirk til að sitja á gólfinu á LSH í mótmælaskyni.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Til hamingju með afmælið

nei ekki Bubbi, heldur Arnar frændi. Synd að Arnar frændi hafi ekki fengið svo sem eins og eina af þessum heilsíðu afmæliskveðjum í Mogganum í dag. Hann er fertugur í dag kallinn, fæddur 06.06.66 sem er náttúrulega meira kúl en 06.06.56.
p.s til hamingju Bubbi

sunnudagur, júní 04, 2006

Djöfulsins andskoti!!!

Ég bara trúi því ekki og NEITA AÐ TRÚA að fólk ætli að fara að beygja sig fram og láta taka sig í ósmurt rassgatið. Og mér finnst með ólíkindum að fólk skilji ekki að ef við gefum eftir núna þá teygja þeir sig lengra næst. Við getum ekki öll 54, eða hvað við erum, gert okkur vonir um stöður úti á landi næsta sumar og þurfum því að ráða okkur aftur á LSH. Svo mér finnst það algjört grundvallaratriði að sýna þeim núna að við látum ekki koma fram við okkur eins og skítugar tuskur.
Annars finnst mér þá að við eigum þá bara að skipta okkur í tvær fylkingar:
Þá sem ætla að vera með anal fissurur í sumar
Þá sem ætla ekki að vera með anal fissurur í sumar
Pant vera í seinni fylkingunni.
Kveðja frá bálreiðri Aðalheiði á Norðurlandinu