luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, janúar 27, 2010

Af viðbjóði

Nei nú er Bjarni Ben alveg búin að klúðra þessu!! Menn mega stela ef þeir borga bara til baka aftur! Og svo leggja þeir mat á skýrsluna um hrunið yfir góðum expresso! Hvað erum við að gera með þennan skríl á alþingi?! Mig langar að æla. Djöfull er ógeðslegt að fá svona ískalda, blauta tusku í andlitið sem öskrar í leiðinni: "Þú hafðir rangt fyrir þér! Þetta eru ekki góðir menn sem voru að reyna að gera sitt besta við erfiðar aðstæður."
Samt er ég ekki að segja að hinir séu skárri. Þetta eru bara allt fábjánar.
Heja Sverige um ókomin ár.

föstudagur, janúar 22, 2010

?

I.
Ingvar: Hver fann Ameríku án þess að vita það?
Ester: Varst það þú?
Ingvar: Nei
Ester: Var það ég?
Ingvar: Nei
Ester: Hver var það þá?

II.
Vinkona Esterar var að bjóða henni í heimsókn til sín og við spurðum hvar hún ætti heima.
Litlan hoppaði upp og niður af æsingi.
"Hafið þið séð stóra, stóra, gula húsið í Stenliden?"
Já við héldum það nú kannski.
"Þar búa nágrannar mínir! Ég bý í hvíta húsinu við hliðina."

fimmtudagur, janúar 21, 2010

Af eldhúsdagsumræðum.

Við kvöldmatarborðið barst vinnan í tal (eins stundum gerist ehemmm) á milli okkar hjónanna. Ingvar sem gjarnan vill hafa orðið hlustaði óþolinmóður og sagði svo allt í einu: "Hvernig ætli það væri ef báðir foreldrarnir væru veðurfræðingar? Í dag var skýjað með köflum!"

þriðjudagur, janúar 19, 2010

Þegar Allý fór að læra að dansa

Ég fór og skráði krakkana í dansskóla í vikunni. Ingvar í HipHop og Ester í einhverja blandaða dansa. Þá sá ég að boðið var upp á fjöldann allan af dansnámskeiðum fyrir fullorðna. Ég gæti til dæmis farið í Ballet fyrir vuxna byrjendur! Spes en kúl! Ég ákvað að kýla á það að fara í jazz för börjendur. Ég lærði nú eftir allt saman Jassballet í Jassballetskóla Báru í heil þrjú ár, frá 1984-1986. Sú reynsla er nú varla af manni tekin eller hur?
Mig er búið að langa að gera þetta lengi, en fundist ég of gömul, of asnaleg og of eitthvað, hitt og þetta og allt mögulegt. Það góða við Gautaborg að hér býr milljón, það þekkir mig engin og mér er alveg sama. (Eða svona næstum alveg sama ..... Glöð, hamingjusöm og frjáls mantran)
Jæja svo. Hálfgerð skyndiákvörðun og ég fattaði að ég ætti enga innanhússkó eða dansskó eða neitt svoleiðis. Þannig að þegar ég stóð í fyrsta tímanum og horfði á sjálfa mig í risastórum spegilveggnum í innanhúsfótboltaskóm af Ingvari þá munaði engu að ég fengi brjálæðislegt hláturskast. Hélt aftur af mér, því augljóslega var enginn með mér og því engin félagslega ásættanleg afsökun fyrir mig að hlæja upphátt á almannafæri.
Byrjaði svo danstíminn og það var kalt mat undirritaðrar að vera áberandi lélegust viðstaddra. Danskennarinn var sjúklega flink og kannski óraunhæft að bera stirðar hreyfingar mínar við hennar fimlegu og fumlausu.
En þetta var alveg rosalega skemmtilegt! Ég var léleg, á eftir í öllum sporunum, náði aldrei rútínunni þrátt fyrir u.þ.b 20 rennsli en skemmti mér konunglega.
Elska að búa í stórri borg!
Svo var þessi líka hressilegi hópur steppdansara að hefjast handa þegar mínum tíma lauk, þannig að það verður nóg að gera hjá mér næstu ár.

mánudagur, janúar 11, 2010

Smá raunveruleika öppdeit

En mér tókst að grenja pínulítið yfir Spårlöst þegar pólska stelpan fann pabba sinn og bróður sinn.
Gaman að því. Um að gera að grenja reglulega yfir lífshlaupi annara, það færir þungamiðjuna frá eigin tilfinningalífi. Og svo er best að sofna yfir góðum amerískum sitcom til að gulltryggja að engar hugsanir komist nokkurn tíma að;)
Inga känslor alls - det är toppen!

fimmtudagur, janúar 07, 2010

Af sænskum pólitískum rétttrúnaði

Hér í Sverige eru sýndar óteljandi raunveruleikaseríur um allan fjandann. Það sem ég man eftir svona í fljótu bragði eru þættir um ættleidda krakka að leita að fjölskyldum sínum, fjölskyldu með níu börn, mæður að leita að kærustum handa sonum sínum (mammas lilla pojkar), bændur að leita að eiginkonum (Bonde söker fru), sænskar kellingar sem eiga fræga menn (Hollywood frur) krakkar sem vilja verða stjörnur, sænskt Survivor (Robinson Island), Paradise hotel, Mamma til en mordere, fólk sem er að bjóða hvort öðru í mat (halv otta hos mig), o.s.frv. Og þetta er bara það sem ég man eftir.

Í kvöld var svo auglýstur raunveruleikaþáttur um þroskaheft fólk sem býr á sambýli. I en annan del av Köping. Þar var meðal annars sagt: Fylgist með næsta þætti! Nær Mats bílprófinu?!.

Sænskur puritanismi hvað?
Reyndar eru allar þjóðsögur af Svíum rangar.