luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, júní 30, 2005

Verð að mæla með

Nighty night sem er sýndur á stöð 2 á miðvikudagskvöldum. Ég veit ekki hvort ég er kannski svona úber jákvæð eitthvað, en þetta eru einhverjir alfyndnustu þættir sem ég hef horft á. Sá fyrsta þáttinn fyrir tilviljun því mér leiddist og var að drepa tímann en eftir það hef ég verið húkkt. Ég kynnti svo Dodda fyrir þeim og við lágum í gærkvöldi og grenjuðum úr hlátri. Viðbjóðsfyndið. Ekki fyrir viðkvæma samt. Húmorinn er hrikalega svartur. Njótið.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Ég þarf að bíta mig í tunguna

eða réttara sagt pikkfingurnar, til að tjá mig ekki um þá mest absurd reynslu og svívirðingar sem ég hef orðið fyrir á snyrtistofu. Ég er bara ekki viss eftir allt Hér og nú fárið hvort maður má tjá sig svona á netinu. En trúið mér, sagan er góð.

Viðvörun takk

Það hefði mátt vara mann við. Ég hélt nefnilega að ég dræpist þegar ég labbaði inn í sjoppuna á Ólafsfirði og við mér blasti forsíða Mannlífs með fyrirsögninni: "Kalli Bjarni í fangelsi frægðarinnar"
Á að drepa mann? Hvaða húmoristar ritstýra þessu blaði? Er Reynir Traustason svona fyndinn eða er hann bara með fyndið fólk í vinnu? Maður spyr sig.

Reyklaust Ísland

Ég skil ekki af hverju Ísland er ekki reyklaust fyrst öllu þessu púðri var eytt í þeirri viðleitni. Nú þá er það sénslaust að reyklaus kaffihús eigi eftir að skila nokkru. Þetta er fullreynt.

Sundlaugarvörðurinn

Mér finnst hún Kolla úr Djúpu Lauginni einstaklega geðug í Ísland í bítið. Hún er svo áreynslulaus og þægileg eitthvað. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki við þáttastjórnendur, þá er það þegar ég fer að vorkenna þeim. Ég hef ekkert þurft að vorkenna Kollu og fyrir það þakka ég henni. Mér finnst hins vegar of mikið á mig lagt að þurfa enn að vorkenna Eyrúnu Magnúsdóttur, eftir allan þennan tíma í starfi. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt þar sem ég borga nú þegar nauðungaráskrift fyrir að horfa á hana. Að þurfa að vera vandræðaleg í ofanálag, það bara gengur ekki. Kommon, það er bara lágmarkskrafa að manni þurfi ekki að líða illa.

mánudagur, júní 27, 2005

Krúttað partý

Ég var í ferlega krúttlegu samkvæmi á laugardagskvöldinu. Að loknu æsilegu 7 ára afmæli Ingvars brugðum við hjónaleysin okkur í samkvæmi til fólks sem var að fagna 10 ára sambandsafmæli sínu. Þau eru búin að ákveða að þau ætli ekki að ganga í hjónaband og þetta var þeirra leið til skuldbindingar. Mér fannst þetta ofsalega fallegt allt saman, látlaust og skemmtilegt.

föstudagur, júní 24, 2005

Djöfulsins snilld!!

Bara komin nettenging í Ólafsveg 32!! Nú mun ég blogga my ass off. Síðustu daga hef ég oft lent í aðstæðum þar sem ég hef hugsað með mér að ég verði nú að blogga um þetta. Ég man engar af þeim núna. Sem er mjög dæmigert. Annars snúast allir kómískir atburðir hér um fámennið. Þ.e.a.s hvað mér finnst fámennismenningin fyndin. Þegar ég var í sundi um daginn þá sátu nokkrir karlmenn á fimmtugsaldri í heita pottinum og þeir ræddu það hátt og snjallt sín á milli að þeir höfðu ekki hugmynd um hver ég væri. Ég heyrði hvert orð í vangaveltum þeirra hver í ósköpunum ég gæti verið. Þegar ég settist svo hjá þeim í pottinn þá var ég confronteruð: "Þú ert ekki héðan!" Sem er náttúrulega miklu þægilegra fyrir alla. Og svo fórum við bara yfir það í mesta bróðerni hvaða erindi ég ætti í þeirra heimabæ og þá voru þeir bara kúl. Það er heldur ekki verra að vera læknisfrúin. Þá fékk ég svona: "Núúúúúúú" í viðurkenningartón og var accepteruð. Já það þyrftu allar uppgjafafyllibyttur að eiga góðan mann. Þá er manni borgið samfélagi við menn.
Í gær HITTI ég svo læknisfrúna á Dalvík á göngu og þegar við vorum komnar eitt skref áfram stökk fram ljósmyndari Bæjarpóstsins og myndaði þennan atburð sem staðsetning okkar tveggja fyrir framan pósthúsið óneitanlega var. Jamm það var nógu fréttnæmt til að komast í bæjarblaðið. Segið svo að það sé ekki nóg um að vera!!

mánudagur, júní 20, 2005

Rafmagnsskortur

þá eru fyrstu helgargestir sumarsins komnir og farnir. Kristín, Björgvin og Þór héldu uppi góðu stuði um helgina. Veðurguðirnir voru okkur svo sannarlega ekki hliðhollir en við fundum nú lítið fyrir því í massívri spilamennskunni. Þegar upp var staðið átti ég fæsta sigra að baki en ég tel að ástæða ósigra minna hafi verið meðspilarinn, hver svo sem hann var í það og það skiptið.
Í gærkvöldi upplifðum við svo rafmagnsskort í fyrsta skipti. Ekkert okkar hafði áður reynt það. Ástæðan fyrir því að rétt er að kalla það skort en ekki leysi er sú að það var hálfur straumur á öllu. Ljósaperurnar voru eins og einhver hefði lækkað á dimmernum (það er ekki dimmer á ljósunum í afleysingalæknabústaðnum) og sjónvarpið hökti á hálfum straum. Ég fékk Poltergeist hroll niður bakið. Sjónvarpsútsendingarnar duttu út og sömuleiðis gsm samband. Þóroddur þusti út á svalir, enda í almannavarnarnefnd Ólafsfjarðabæjar, og varð hann hvumsa mjög þegar hann áttaði sig á því að sennilega væru lögregla og slökkvilið að ráðfæra sig án hans. Allir í bænum fóru á rúntinn til að fá einhvern botn í málið og hef ég aldrei séð fleiri á ferli frá því ég flutti í bæinn. LOKSINS AKSJÓN!
Já magnað í sveitinni.

Skrítinn listi

Mér finnst þetta eitthvað skrítinn listi. Ég sá í 60 mínútum að það er einhver Indversk leikkona, víst fegursta kona heims, sem er þekktust í heimi. Hún er nefnilega dýrkuð af rúmlega milljarði Indverja og einhverjum Pakistönum og öðrum nágrönnum. Kannski svolítið vestrænn listi. Við erum nefnilega í minnihluta en virðumst ekki vita það. Allavega, hér er listinn eins og Forbes heldur að hann sé:

1. Oprah Winfrey.
2. Tiger Woods.
3. Mel Gibson.
4. George Lucas.
5. Shaquille O'Neill.
6. Steven Spielberg.
7. Johnny Depp.
8. Madonna.
9. Elton John.
10. Tom Cruise.
11. Brad Pitt.
12. Dan Brown.
13. Will Smith.
14. David Letterman.
15. Lance Armstrong.
16. Michael Jordan.
17. Michael Schumacher.
18. Will Ferrell.
19. Kobe Bryant.
20. P. Diddy.
21. Jay Leno.
22. JK Rowling.
23. Metallica.
24. Jennifer Lopez.
25. Aðþrengdar eiginkonur.
26. David Beckham.
27. Howard Stern.
28. Rush Limbaugh.
29. Shania Twain.
30. Denzel Washington.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Sjáumst

Mér hafði verið sagt að þátturinn Sjáumst með Silvíu Nótt væri einhver almesta hörmung sem framleidd hefði verið fyrir sjónvarp. Nú þá gat ég náttúrulega ekki stillt mig um að setjast niður og glápa á þennan þátt, alveg reiðubúin að hneykslast niður í rassgat. Nú, það sem aftur á móti gerðist var það að ég meig næstum á mig af hlátri hvað eftir annað. Mér fannst þetta alveg óborganlegt. Kannski er ég barnaleg, kannski er ég óþroskuð, kannski bæði, en mér fannst þetta mjög skemmtilegur þáttur. Ég ætla að horfa aftur í kvöld.

laugardagur, júní 11, 2005

Ég hata......

kvennahlaupið. Drottinn minn hvað ég er hrokafull þegar kemur að þessu andskotans kvennahlaupi. Mér finnst þetta það hálfvitalegasta sem ég man eftir í augnablikinu. Þegar ég vaknaði, ofboðslega seint, í morgun og rölti unaðslega úldin út á svalir þá blasti þessi hörmung við mér. Sílspikaðar kellingar kjögðu framhjá húsinu mínu, það vantaði bara að þær væru með retturnar í annarri og hammarann í hinni en vegna þess að þær eru í forljótum bol merktum ÍSÍ, NB, túrkísblár í ár, þá teljast þær formlega vera að hlaupa kvennahlaup. Svo bætti ekki úr skák að það fór fram undir yfirskriftinni "Áfram stelpur" í ár. Hvernig væri að koma einhverju á laggirnar þar sem konum verður smalað í einhverjar yfirgefnar réttir sem finnast víðsvegar um landið og þær látnar jarma þar saman. Ég sé ekki mikinn grundvallarmun á þessu tvennu. Mér finnst þetta líka eitthvað svona afturábak í jafnréttisbaráttunni. Það yrði allt vitlaust ef blásið yrði til hlaups þar sem konum væri meinaður aðgangur. Nei þetta er eitthvað mis. Þið munuð aldrei, ALDREI, sjá mig í þessum bol, í þessu hlaupi. Hins vegar klæddi ég mig í töff nýju Levi's gallabuxurnar mínar og NIKITA hettupeysuna mína og fór út í göngu með börnin mín. Og var ekki minna heilbrigð þó á mig vantaði helvítis bolinn. Eins og ein mögnuð frænka mín orðaði það: Ég myndi ekki einusinni mála í þessum bol!! Word sister.

mánudagur, júní 06, 2005

Þokkaleg menning maður

Vaknaði klukkan 4 í nótt við öskur. Öskrin gengu út að það að einhver (sem ég kýs að nafngreina ekki á opnum vef) hefði riðið öðrum (sem ég kýs að nafngreina ekki heldur á opnum vef). Sú sem öskraði virtist ekki sérlega ánægð með að hin tvö hefðu smollið svona vel saman. Og mátti heyra að henni hefði fundist framhjá sér gengið.
Þá fyrst upplifði ég það almennilega að ég var komin aftur til Ólafsfjarðar. Já maður. Og þokkalega hefði verið töff að vera fullur á sjómannadagsballi í Tjarnarborg. Maður er greinilega að missa af öllu fjörinu. Jamm.

Mótsagnarkennt

er að mæta tveimur nunnum í fullum skírlífisskrúða með barnaskarann á eftir sér. En það gerði ég einmitt í hádeginu í dag. Á því er nú samt sú skýring að þær reka dagheimili. Fyndið þrátt fyrir það.

sunnudagur, júní 05, 2005

Usssssss

þá er læknisfrúin í Ólafsfirði bara búin að fara á kökuhlaðborð hjá kvenfélagi slysavarnafélagsins. Þetta er rosalegt!!

föstudagur, júní 03, 2005

Ester og Embla

Ester er mjög hrifin af Emblu, skríkir af fögnuði þegar hún sér hana, vill ná í hana og klappa henni. Embla er ekki mjög hrifin af Ester. Embla er hreint ekki neitt hrifin af Ester.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Þá erum við

komin til Ólafsfjarðar, en það er vorið ekki hins vegar. Það voru ótrúleg viðbrigði að keyra út Eyjafjörðinn í gærkvöldi því innst er allt orðið grænt, þó að það sé ekki jafn grænt og fyrir sunnan, en eftir því sem við keyrðum utar í fjörðinn gulnaði allt og við fengum sjokk þegar við komum út úr Múlagöngunum. Allt er gult og visnað og það er snjór niður hálfar hlíðarnar hér. En þetta hefur klárlega sína kosti!!!! Nú fáum við að upplifa vorkomuna án þess að vera í prófum eða ritgerðarskrifum. Maður getur bara sökkt sér ofan í það full force að vorið sé að koma. HVAÐ ER BETRA EN ÞAÐ??!!

Skjótt skipast

veður í lofti.
Daginn eftir hina glaðlegu bloggfærslu sem var svo væmin að hver heilvita grami einstaklingur hefði getað kastað upp, ákvað frú Aðalheiður að endurtaka leikinn. Veðrið var gott og því upplagt að hjóla aftur á fund. Ég hjólaði fram hjá tjörninni en í staðinn fyrir alla litlu sætu andarungana frá deginum áður var nú krökkt af kríum. Þær steyptu sér niður að mér hver af annari þegar ég hjólaði framhjá þeim. Ég hugsaði þeim þegjandi þörfina og velti því fyrir mér hver tæki það að sér að drepa kríur í miðborg Reykjavíkur, hvernig hann færi að því og hverju hann klæddist á meðan................ Jæja jæja. Ég kem svo í Gula og hjólið mitt fer bak við hús. Húsið fullt af fólki í andlegu prógrami, þó svo að það hafi ekki endilega verið augljóst af fundinum að dæma, svo að ég treysti guði fyrir hjólinu mínu. Á fundinum sjálfum upplifði ég tímasóun að sitja þarna inni, fannst að ég gæti nú frekar verið að skrifa ritgerð, sem er ekki gott þegar maður er á fundi. Allavega. Þegar ég kem út að loknum fundi dauðans er búið að stela fallega nýja hjólinu mínu. Humm. Fullt hús af fólki í heiðarleikaprógrami og hjólið sást ekki frá götunni. Ég hitti ágætt fólk frá mínum heimabæ sem bauðst til að skutla mér á Lansann svo ég gæti nú skrifað ritgerð og haldið mínu striki þrátt fyrir hjólastuldinn ógurlega. Þegar ég kem á lansann, pínu pirruð, samt ekki mikið, þá liggur tölvu og símakerfi LSH niðri og ég komst ekki inn í neitt af draslinu mínu. Í fréttunum um kvöldið kom það fram að kerfið er svo fullkomið að áður var talið að þess konar bilun gæti ekki átt sér stað í kerfinu. Jájá.