luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Illa fúnkerandi feik

Eitt af sölutrixunum sem ég er orðin ónæm fyrir eru yfirlýstu, gleiðhornamyndirnar inni á fasteignavef mbl. Ég hef x2 lent í því að hlaupa apríl og fara að skoða íbúð sem er mynduð á þennan hátt og virkar björt og rúmgóð fyrir vikið. Inn í meiri hreysi hef ég varla stigið fæti en þær tvær íbúðir. Þannig að þegar ég byrja að skoða myndir og sé að þær eru teknar á þennan hátt þá er ég fljót að loka aftur. Hvað er verið að reyna að fela?
Hér er dæmi um slíka mynd. Sjáið hvað ruslafatan í horni myndarinnar er teygð og aflöguð. Nú myndi ég draga þá ályktun að þetta sé mjótt og þröngt eldhús.
Og nei............. ég er ekkert á leiðinni að kaupa mér fasteign. Þetta er bara árátta;)