luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Af sveimhuga

Ég hitti konu í húsdýragarðinum um síðustu helgi sem ég var að vinna með fyrir 8 árum. Eftir að við höfðum glaðst yfir óvæntum endurfundum spurði konan mig hvort ég væri orðin flugumferðarstjóri. Það sem ég hló. Ekki vegna þess að spurningin hafi verið út í hött, því það var hún ekki miðað við síðustu vitneskju þessarar konu um hagi mína, heldur vegna þess hvað ég var og er kannski enn, ógeðslega rugluð!
Við þurftum að skila einhverjum meðmælabréfum með umsókninni til Flugumferðarstjórnar og ég talaði við Tryggva Gíslason, skólameistara MA. Hann sagðist jú alveg geta skrifað þetta meðmælabréf fyrir mig en svo spurði hann: "Af hverju í ósköpunum heldur þú að þú viljir vera flugumferðastjóri?" Mig sárnaði þetta því akkúrat þarna hélt ég að flugumferðarstjórnarframi minn væri alpha og omega leitar minnar að lífshamingjunni. Sannkallaður húmör!