Oh, en frábært. Örn Arnarson er annar í einhverju
fokking dauðans sundi, og tryggir sér þar með titilinn Íþróttamaður ársins í fjórða sinn á fimm árum eða eitthvað álíka fáránlegt. Þetta helvítis EM í sundi er alltaf í lok Nóvember eða byrjun Desember, þannig að þetta virðist alltaf vera það eina sem Halti Björn og félagar muna eftir í þessari atkvæðagreiðslu.
Má ég líka tjá mig um eitt. Maðurinn syndir baksund sem er ein af fjórum, fimm sundaðferðum, veit ekki nákvæmlega. AUK ÞESS er hann bara að ná árangri í tveimur vegalengdum, 100 m og 200 m af einhverjum skrilljón OG EKKI NÓG MEÐ ÞAÐ heldur bara í 25 metra laug.
Hversu stórfenglegur er þessi árangur með tilliti til þess??? Auk þess er þetta annað sætið á EM, og þar af leiðandi engir Ástralir eða Bandaríkjamenn. Ef einhver er enn að velkjast í vafa, þá finnst mér þetta afrek minna en ekkert merkilegt.
Eiður Smári sem tvímælalaust albesti íþróttamaður Íslands. Hann er í klassa með albestu knattspyrnumönnum heims og knattspyrna er stunduð um alla veröld, ólíkt handboltanum sem við státum okkur ógurlega af en Englendingar þekkja ekki einu sinni.
Svo varð líka íslensk kona, Karen einhver, heimsmeistari í samkvæmisdönsum á árinu. Heimsmeistari er flott, en einhver vegin rennir mér í grun að það hljóti ekki sama sess hjá atkvæðabærum íþróttafréttamönnum og annað sætið í 100 m baksundi í 25 metra laug á Evrópumóti.