luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Hæ nú verð ég óð að setja inn myndir fyrst ég er búin að fatta hvernig á að gera það.
Nú ætla ég að kynna nýjasta fjölskyldumeðliminn, hana Emblu sem er dásamleg, og fæddist 17. janúar s.l á Selfossi.



Embla er koníaksbrún og liggur efst í hrúgunni með systkinum sínum. Við megum sækja hana 6. mars. Can´t wait. Ef þið viljið sjá fleiri myndir af Emblu, sem ég efast ekki um, þá eru þær í "myndir af mér og mínum" í möppunni Embla.

Þessi mynd:



er náttúrulega bara snilld.

Doddi á afmæli í dag. Litla rauðhærða krúttið. Red head mofo eins og við fórum að kalla hann þegar hann fór að stunda samræði við mæður, sem gerðist þegar ég varð móðir hans Ingvars. How inappropriate.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Fyndnasta bloggfærsla ever. Og Robbi vinur minn átti hana.

Svarið við gátu gærdagsins er að sjálfsögðu Aðalheiður Skaðalheiður. En það vissu nú sjálfsagt flestir.
Lifið heil.

mánudagur, janúar 26, 2004

Gáta dagsins:

Hver er hálfvitinn sem bakaði skúffuköku og geymdi hana í skúffunni í ofninum og ákvað svo að hita ofninn fyrir kvöldmatinn á meðan hann fór í sturtu?

Ég set inn link á hina mjög svo skapbráðu Kristínu Hörpu vinkonu mína, sem er ein af Kristín og Begga samsuðunni. Ég læt fólk um það að finna út úr því sjálft.

laugardagur, janúar 24, 2004

Ég er svo einhæf að bestu vinkonur mínar heita alltaf Kristín og Begga.
Til að vera skýrari þá á ég tvenn pör af bestu vinkonum sem heita Kristín og Begga:
Kristín Harpa og Berglind
Kristín Linda og Bergþóra
Það er ekki nema von að Doddi sé ruglaður og viti ekkert um hvað ég er að tala þegar ég er að fara að hitta Kristínu og Beggu.

Ég er góð........


How evil are you?



samkvæmt illskuprófinu. Veit ekki hvort vinir mínir samþykkja þessa niðurstöðu.

föstudagur, janúar 23, 2004

Dyggir lesendur mínir muna eftir líkamsbrunanum mikla, hinir geta átt sig. Allavega. Ég er búin að vera svo þurr og skorpin frá því að ég brann að ég hef klætt mig úr hálfum líkamanum þegar ég hátta mig á kvöldin. En ég mundi eftir húsráði sem er að bera brætt býflugnavax á þurra húð. Þannig að ég vatt mér í það. Fyrst fannst mér ég ekkert smá glæsileg, brunninn líkaminn glansaði allur, en svo smýgur þetta ekkert inn í húðina og ég sit hér vaxborin og hárið er allt í vaxi og klesst. Hvenær skyldi ég hætta að fá góðar hugmyndir??

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég fór í klippingu áðan og las Séð og Heyrt sem tilheyrir alveg þegar maður fer í klippingu. Ég hélt að ég myndi míga á mig af hlátri þegar ég las frétt um fyrirsætu eina sem var barin til óbóta og fylgdi með mynd af gellunni allri bólginni í framan og mjög illa farinni. Bíðið við.......... ástæðan fyrir því að andlitið varð svona illa úti er sú að hún var nýkomin úr brjóstastækkun og sagði að það eina sem hún hafði hugsað var að vernda brjóstin og þ.a.l var andlitið óvarið. Hálfviti!!!! Skítt með heilann, augun, tennurnar og nefið. Nei. Best að verja brjóstin sem eru ekki einu sinni lífræn. Hálfviti.

Hvur þremillinn!!

blótaði Þóroddur sambýlismaður minn í gærkvöldi. Hvur þremillinn er blótsyrði sem ég hef hvorki heyrt né séð síðan ég las "Sagan hans Hjalta litla III" sem gerist um aldamótin 1900.

mánudagur, janúar 19, 2004

Gáta dagsins:

Hver er hálfvitinn sem fór aftur í ljós á sömu sólbaðsstofu um leið og mesti bruninn var farinn úr henni?











svar: ýlla

Miss Eidelheid went to school today.

Hef ekki mikið verið að mæta í skólann, en kommon bara ein vika búin, þá vikuna sá ég mér ekki fært að mæta þar sem fyrirlestrarnir sköruðust á við svefninn minn. En í morgun reif ég mig upp á hnakkanum og drattaðist í einhvern þann alskemmtilegasta fyrirlestur sem ég hef setið. Þar var fjallað um......... humm............. eitthvað DNA dót sem gerir eitthvað stuff sem er mikilvægt í einhverju kerfi. Maður deyr ef þetta virkar ekki!!!! Og áhugi minn var í samræmi við lífsnauðsyn viðfangs. Right.
EN......... ég fékk mér ekki teppi og lagðist á gólfið og svaf eins og Dr. Maack
Ölli var óþolandi eins og venjulega við hliðina á mér, krotandi í bókina mína, meiðyrði hvers konar, þurrkandi hor í peysuna hans Svessa, en hann er hvort sem er Svessi ógeð, svo skaðinn var kannski ekki svo mikill.
Ég er enn að reyna að trúa því að það sé mikilvægt fyrir mig að mæta í skólann, því hitt er hættulegt fyrir mig. Þannig að já, þetta borgaði sig algjörlega.

föstudagur, janúar 16, 2004

Set inn tengil á frú Höddu aftur, ég vissi reyndar ekki að hún væri farin að blogga aftur en hér kemur það nú samt.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

TOAST

hefur öðlast nýja merkingu í mínum huga. Nýja merkingin er ég, toasted. Grilluð. Steikt eftir stutt skrepp í Toppsól, sólbaðsstofu allra landsmanna. Ég svaf ekkert í nótt, því ég gat ekki legið á bakinu, maganum, hliðinni, uhm hvað er eftir? Ég get ekki beygt útlimi vegna togs sem þá myndast á húðinni yfir liðamótunum. Ég hef það basically skítt. Ég er búin að úða á mig BURN FREE brunakremi, auk aloa vera og hreinnar jógúrtar, auk þess ét ég ótæpilega af verkjalyfjum. EKKERT VIRKAR!! Og ég á að fara á Teig með fund í kvöld. Ég get ekki hugsað mér að fara í föt. Bergþóra stakk upp á að ég færi í joggingbuxum. Ég gargaði á móti: "Þekkiru mig ekkert??!!! Fer ég út á meðal fólks í joggingbuxum??!!" Hún fullyrti að hún ætti smart jogginbuxur. Right! Smart og joggingbuxur eru tvö orð sem ég hélt að færu aldrei saman í setningu nema kannski í setningunni: "Smart hjá þér að henda þessum joggingbuxum í sorptunnuna!"
OK bruninn nær til heilans. Ég er þokkalega svissuð af sársauka.
Öll framlög vel þegin.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Hver vill borga sig inn að sjá Chicago með Jóhönnu Vigdísi, Steinunni Ólínu og nobody karlmanni sem ég hef ekki fokking hugmynd hvað heitir??????
Einhver?
Svona nú, það hlýtur að vera einhver?
Réttið upp hönd!!!
Get ég fengið að sjá hendur?
Ekki hópferð á það, segiði?
Ja hérna!!
Má þá ekki setja upp GREASE aftur bara? Hvað segiði með Kalla og Önnu Katrínu úr idol? Bara í janúar. Þá eru allir búnir að gleyma uppfærslunni með Jónsa og Birgittu og Selmu og Rúnari og nýtt æði getur hafist. GETUR EKKI KLIKKAÐ!

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Manhattanbúinn er búinn að logga sig inn í bloggheiminn og því set ég glöð inn link á hann.

Jæja hvernig finnst ykkur að ég sé ekki búin að fá einkunn í H&H. Þegar prófið fannst var mér lofað að þeir yrðu mjög fljótir að fara yfir það. Humm. Hraði er náttúrulega afstæður, en þetta finnst mér samt hægt. Mjööög gott fyrir taugarnar. Mjög gott.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Þokkalega sátt!!




You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anythind
cheesy look really good (like sliding down
stairs on a shield shooting arrows or wearing
pointy ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla

Jæja ég varð fyrir dálitlu skemmtilegu þann 5. janúar, sem var bæðevei 1 árs afmælisdagurinn minn. Ég óskaði mér þess um morguninn að ég fengi að vita hvort haus og háls hefði gengið upp hjá mér. Og viti menn. Berast ekki fregnir af því að einkunnin sé komin. Svo ég hendist inn á netið mitt og fæ þar einkunnina "Fjarverandi". Ekki gott fyrir heví paranoid gellu eins og mig. "Bíddu ég fór í prófið, er það ekki??!" "Doddi ég fór í prófið, er það ekki??!!" "Bíddu ég man spurningar úr prófinu, er það ekki?!" Ómægod. Endaði á því að vekja Rögnvald Björnsson klukkan hálf tíu í gærmorgun. "Röggi við hittumst í Odda fyrir prófið, er það ekki??!!" Jújú, Rögnvaldur staðfesti það svo ekki varð um villst. Ég var í Odda og tók prófið. Hjúkk maður. Ég set allt í gang. Tala við kennara og skrifstofur, fjórar talsins, og viti menn, prófið mitt hafði gufað upp. Enginn vissi neitt og allir bentu hvor á annan. Olræt!! Þetta var náttúrulega greit. En klukkan 5 í gær hringdu þeir, prófið hafði fundist og yrði sent til kennara. Ekkert svona "afsakaðu óþægindin" eða annað væmið bull. En núna er ég að bíða. Og vil fá einkunn. Ætti ekki að óska þess of mikið þó. Prófið gæti fokið út um gluggann hjá Hannesi, beint inn um gluggann hjá Ellu Kollu sem kveikir í því með sígarettunni. Og þá er það bara haustpróf hjá mér.

Set inn link á Ástu pínulitlu frænku mína sem er að fara að æða um alla Asíu. Ekki séns að ég hefði haft kjark í svona pakka. Flott hjá henni. Góða ferð.
Manhattan búinn ætlar sömuleiðis að koma sér upp síðu fyrir ameríkudvölina, eins gott að hann standi við það, þá fyrst verður hægt að lesa blogg stútfullt af fimmaurabröndurum.

föstudagur, janúar 02, 2004

Síðustu dagar eru búnir að vera viðbjóðslegir á unaðslegan hátt. Það felur það í sér að ég er búin að liggja í náttfötunum fyrir framan sjónvarpið. Jæja ég klæddi mig klukkan 21.00 í gærkvöldi og við fórum til Kristínar og Björgvins að spila. Ég og Kristín töpuðum fyrir Dodda og Björgvin í Mr. og Mrs. sem þýðir að þeir þekkja hvorn annan betur en við Kristín, eftir 1 árs kynni vs. 11 ára kynni. Frekar skammarlegt, eiginlega hneisa. En við unnum þá í spurningaspili svo við erum klárari:)
Allavega, ef einhver vill kalkún þá eru til svona 5 kíló hér svo allir eru velkomnir í heimsókn. Líf og fjör.

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Þá er nýtt ár gengið í garð og tókst mér að afreka það á hálfri mínútu að segja lélegasta brandara ársins, 2004. Eða svo segja drengirnir sem ég eyddi áramótunum með. Við snæddum kalkún, eða réttara sagt 1/12 úr kalkún. Ragnar fékk það hlutverk að versla kalkún og hann keypti 8 kílóa kalkún. Sem sagt 2 kíló af kalkún á mann!! Þessi kalkúnn verður í matinn næstu daga og er það vel. Jæja, jæja gleðilegt nýtt ár allir saman.

Í lokin verður að fylgja nýtt gullkorn frá Ingvari. Við vorum að horfa á sjónvarpið og það er auglýsing frá GREASE. Þá segir Ingvar: Ég vildi óska að Birgitta og Jónsi væri foreldrar mínir!! Diss eða?! Enda fær hann hvorki vott né þurrt í marga mánuði, ef hann verður svangur og biður um eitthvað að borða þá segi ég honum bara að fara til Birgittu og gá hvort hún sé ekki til í að gefa honum að borða. Og hana nú!!!