luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, desember 22, 2004

Auglýsingaskrum

Í þessu auglýsingaflóði sem hellist yfir mann þessa dagana, er ein auglýsing sem vekur sérstaka athygli mína. Þar er sæt lítil stúlka sem segir frá því að hún og pabbi hennar hafi flækst út um allan bæ í leit af jólagjöfum og þegar upp var staðið hafi þau fengið allar sínar jólagjafir í þremur búðum. BT Skeifunni, BT Smáralind og BT Grafarvogi. Mín viðbrögð við auglýsingunni eru neikvæð. Hvað er að lagernum í þessum verslunum ef maður þarf að flækjast í þær allar þrjár til þess að fá það sem manni vantar??? Gaman að vera í BT í Grafarvogi og ætla að kaupa einhvern tölvuleik, nei hann er búinn, bíddu ég skal hringja........... hann er til á Smáralind, þeir ætla að taka hann frá fyrir þig þar. Og þurfa þá að keyra yfir hálft landið til þess að nálgast tölvuleikinn.
Ég er ekki að segja að þetta sé endilega svona......... EN þetta er mín tilfinning við auglýsingunni. Sem sagt auglýsingin er klárlega ekki að virka, drulluléleg bara. Vona að Jóhann Þórsson, aka Jói Krói hafi ekki samið hana. Jamm.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Herra Ísland

Ohh ég varð fyrir þeirri unaðslegu lífsreynslu að tuna inn á Herra Ísland á Skjá einum, EINMITT þegar þeir voru með dansrútínuna sína. Nei þetta er ekki innsláttarvilla. Það á að standa dansrútína þarna. Frábært fyrirbæri múgsefjunin. Því það hlýtur að hafa orðið múgsefjun til þess að tuttugu og eitthvað gaurar hafi samþykkt að taka þátt í þessu dansatriði. Og þvílíkt hörmulega dansatriðið!! Skýt jafnvel á að ungfru Olsson hafi samið það. Já þetta minnti á eitthvað sem hefði komið frá henni. Hvað varð um söngferilinn hennar Yasmin??

föstudagur, desember 17, 2004

Öxin og jörðin

Held svei mér að mig langi bara í leikhús í fyrsta skipti í mjög langan tíma. Ekki nóg með að bókin sé einhver albesta bók sem ég hef lesið, heldur er sýningin blessunarlega laus við alla leikarana sem valda útbrotum á mér. Sem er vel.
Annars merkilegt með mig, þegar ég les svona bækur um löngu liðna atburði sem eru í öllum sögubókum, að ég var að vona allan tímann að þeir yrðu ekki hálshöggvnir feðgarnir. Það var hrikalegt alveg. Manni var farið að þykja svo vænt um þá í lok bókar.
Þetta er eins og að horfa á Titanic og vona að skipið sökkvi ekki og að Gyðingarnir hefðu ekki verið sendir í útrýmingarbúðirnar í Schindlers list. Maður breytir líklega ekki sögunni.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Dýrið er mætt

og komin með þráðlausa nettengingu sem mun sjálfsagt steikja í okkur heilann fyrir aldur fram. En hvað um það.
Fór í sund áðan eftir 8 vikna pásu. Var í eftirtektarvert verra formi en þegar ég var að synda komin 9 mánuði á leið. En það kemur vonandi. Að loknu sundi bar ég á mig Firming Body Lotion sem vinir mínir úr gamla bekknum gáfu mér í sængurgjöf. Sem minnir mig átakanlega á að engin hefur komið sængurgjöfin frá nýja bekknum. En mér er svo sem sama svo framarlega að Sverrir fái enga. Þá verð ég æf. ÆF SEGI ÉG!
Jæja víkur þá að Body Lotion-i þessu aftur. Utan á pakkanum stendur að það gefi pleasant cooling sensation on skin. Cooling my ass. Burning sensation er það. Ég hélt að hold mitt væri bókstaflega að brenna í bílnum á leiðinni heim. Þetta er álíka og að fá Vicks í augað. En ef burning merkir firming þá hlýt ég að vera þokkalega firm. Gaman að því.
Annars var merkilegt hvað margir gáfu mér ilmvötn og bodylotion í fæðingargjöf, með þeirri athugasemd að barnið fengi hvort sem er svo margar gjafir. Ef ég væri ekki í andlegu prógrami þá gæti ég tekið því þannig að ég stinkaði. Jamm.

mánudagur, desember 13, 2004

Veit ekki

hvenær ég get bloggað næst. Og kveð því með sorg í hjarta.

Gott múv Doddi!!!

Ég sit hér hjá honum Palla mági mínum og fæ að blogga. Sjálfur lærir Páll undir stærðfræðipróf á hlýrabol (nammi namm), með teygju í úfnu hárinu og órakaður. En hvað um það, hann er ekkert verri fyrir vikið.
Og því sit ég nú hér og blogga?
Jú hann Doddi mitt gerði gott mót í netviðskiptum um daginn. Lét blekkjast til að skipta um adsl tengingu eftir eitt símtal frá sleezy sölumanni. Sjálf var ég alsæl þar sem við vorum áður, aldrei neitt vesen. Og afleiðingarnar eru netleysi sem ætlar mig brjálaða að gera. Fékk símtal frá OG VODAFONE þar sem þeir spurðu hvort það væri rétt að við værum að hætta hjá þeim því þeir hefðu fengið uppsagnarbréf frá samkeppnisaðila. Jú, ég sagði þeim það að það væri víst rétt, en fannst ég samt þurfa að taka það fram við manninn að það hefði verið maðurinn minn en ekki ég sem vildi skipta. Var eitthvað að bonda við gæjann. Þá spurði hann hvort hann mætti spyrja um ástæðuna fyrir því að við hefðum hætt, hvort við hefðum verið óánægð. Þá fór ég að vorkenna honum og fullvissaði hann um að ég hefði verið hæstánægð og ítrekaði að það hefði verið maðurinn minn en ekki ég sem skipti. Fannst eitthvað mikilvægt að manninum líkaði vel við mig. Og þegar hann kvaddi sagðist hann vonast til að fá okkur aftur yfir til sín seinna. Og ég sagðist líka vona það, og var klökk. Vildi bara að þið vissuð að BT-net er einum viðskiptavininum fátækari aftur eftir ömurlega þjónustu við að koma þessu helvíti í gagnið og OG VODAFONE ég er að koma til baka!! Verst að gaurinn sem hringdi í mig les örugglega ekki bloggið mitt.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Til hamingju Stöð 2

með danska jóladagatalið sem þið keyptuð til sýninga. Ingvar horfir að sjálfsögðu á íslensku hörmungina Á baðkari til Betlehem af skyldurækni, enda keyptum við dagatalið handa honum. Læknanemabarnið fær ekki að hefja dag hvern á örlitlum súkkulaðimola eins og maður sjálfur gerði í æsku og varð ekki meint af. Syni mínum varð svo að orði að honum fyndist Jesús og Jósefína miklu skemmtilegra heldur en Á baðkari til Betlehem. Þar er ég sammála. Við horfum öll saman á Jesús og Jósefínu en ég myndi frekar plokka úr mér augun en að horfa á Á baðkari til Betlehem. Það er eins og einhver upp á RÚV hafi fleygt 500 kalli í einhvern hugmyndasnauðan dagskrárgerðarmann og beðið hann að gera jóladagatal fyrir hann. Og ekki nóg með þann sparnað heldur er þetta svo sýnt á 5 ára fresti. Þvílíkt og annað eins metnaðarleysi er vandfundið. Eins og í íslensku barnaefni yfirleitt. Glatað.

Halldór Laxness taka tvö

Nú keppast gagnrýnendur við að hlaða ævisögu Laxness eftir Halldór Guðmundsson lofi. Mér finnst það eitthvað fyndið.

föstudagur, desember 03, 2004

Jón Sigurðsson

Ussss....... hvað Jón Sigurðsson, idol 1. runner up er rooooooooosalega lélegur söngvari. Maður hálf fer hjá sér við að hlusta á þetta mjálm. Af hverju komst gaurinn svona langt? Ég hefði sem sagt unnið þetta ef ég hefði farið í fyrra. Ég er ekki verri söngvari en hann.