luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Símasala

Nú á að selja símann og þingmenn rífast um það hvað á að gera við gróðann. Ein hugmyndin getur gert mig óða. Það er helvítis Sundabrautin. Reykjavík er ljót borg. Ljót úthverfasteinkumbaldamalbiksfleiribílastæðishús borg. Það er ömurlegt að vera gangandi vegfarandi í Reykjavík. Þrátt fyrir glæsilegu nýju Volvo V40 station kerruna mína, þá er ég mikið fótgangandi með vagninn. Og þetta eru engar vegalengdir hér innanbæjar. En það er ömurlegt að komast sinna ferða fótgangandi. Þessi umferð er náttúrulega rugl, og það er endalaust grenjað, úr öllum áttum, um breiðari vegi, mislægari gatnamót, fleiri bílastæði. Og þessi borg verður ljótari og ljótari.
Það er ekki einu sinni hægt að labba í Öskjuhlíðinni án þess að eiga von á því að það komi bíll á fleygiferð út úr kjarrinu. Það var alveg glatað þegar við vorum að kenna Ingvari að hjóla þar. Maður var með lífið í lúkunum að það kæmi bíll á fleygiferð niður hlíðarnar og krakkinn var ekki kominn með færni til að bremsa. Þetta er náttúrulega út í hött.

En einn þingmaður virðist vera með hausinn í lagi. Hann vill nota ágóðann af símasölunni til að byggja upp og stækka Landspítalann. Hann er líka nýbúinn að vera veikur. Það sem okkur vantar næst er þingmaður sem á hjartveikt barn, eða barnabarn.

Það var nefnilega hringt í mig um daginn og ég beðin um að gefa 3400 krónur til þess að hægt væri að kaupa nýtt tæki á Barnaspítala Hringsins. Svo það þyrfti ekki lengur að senda aumingja litlu greyjin í hjartaaðgerðir til Boston.
Gerum endilega Sundabraut fyrir söluna á símanum og látum almenning í landinu fjármagna tæki til lækninga á litlum börnum. Ég sagði nei.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Hlandpollur í stígvélum

Ja illt er, ef satt reynist. Það er fokið í flest skjól frjálshyggjunnar ef mesti óvinur forræðishyggjunnar Ólafur Teitur Guðnason, vill nú fara að beita forræðishyggju á sjónvarpsdagskrá landsmanna. Hann hafði víst komið að syni sínum inni í þvottavél, að taka áskorun að hætti Strákanna. Nú, þá skal óðara flytja þáttinn framyfir háttatíma guttans!!
Þegar frjálshyggjan getur ekki alið upp börnin sín þá má beita forræðishyggju.
Gefðu þér bara tíma góurinn til að ala upp krakkann þinn!

Ég horfi á Strákana með Ingvari. Okkur finnst það mjög gaman. Ég sagði við Ingvar þegar Pétur gleypti peninginn að þetta mætti hann aldrei gera. Nei ég veit, sagði Ingvar. Málið leyst og vonandi fáum við mæðginin að horfa áfram á strákana saman.

Þetta sannar fyrir mér það sem ég hef lengi haldið að frjálshyggja sé svona ungæðisfyrirbæri sem dalar með auknum þroska. Það sést nú á Ólafi Teiti nú þegar hann er farinn að kljást við málefni fullorðna fólksins. Þess vegna finnst mér svo gaman að tala um frjálshyggjuguttana. Þetta eru bara guttar.

Amen

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Hamingja?

Fór í klippingu í dag og þá fletti ég alltaf hinum merka bleðli, Séð og heyrt. Eftir einu hef ég tekið. Það eru allir æðislega hamingjusamir. Palli og Gunna voru hamingjusöm á frumsýningunni, Jón og Sigga voru hamingjusöm á opnun nýs staðar, Gaurinn sem missti fótinn og konan hans voru hamingjusöm í sveitinni. Kolbrún Pálína er ólétt og hamingjusöm. Right:)
Það er að verða svo þreytt þetta lið sem er alltaf í Séð og heyrt af því að það er svo frægt og er svo frægt fyrir það að vera alltaf í séð og heyrt. Þetta eru bunch of nobodys doing nothing. Nema að vera hamingjusöm auðvitað.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Svanhildur Hólm????

Really??
Fyrir þá sem ekki kveikja, þá var Svanhildur Hólm fulltrúi íslenskra kvenna í Opruh. Ef hugmyndin var að senda ljóshærða stereotypu þá gott og vel. Mission accomplished. En ef hugmyndin var að senda töff, flotta íslenska konu sem er að afreka eitthvað í lífinu, þá detta mér ótal margar aðrar í hug. Og nei, Birgitta Haukdal er ekki ein af þeim. Reyndar eru þær flestar læknar, uh humm. Tökum af handahófi dæmi: Margrét Oddsdóttir. Þvílík og önnur eins klassapía, með munninn fyrir neðan bone solid nefið, er vandfundin. Og hún hefði getað svarað spurningum Opruh sem snerust víst að miklu leiti um sýn íslenskrar konu á þær bandarísku, hún var í sérnámi í States.
En jæja jæja. Ég er aldrei spurð. Ég gæti svosem átt eftir að éta þetta ofan í mig. Ég er ekki búin að sjá þáttinn.
Líf og fjör.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Drive-by

Ég ákvað að taka göngu í kvöldsólinni í kvöld. Arkaði út í Öskjuhlíð og fór nokkuð rösklega fyrst maður var nú að æða þetta á annað borð. Rösklega, án þess þó að tapa kúlinu og detta í kraftgöngupakkann. Hann er ekki smart. Nema hvað að það keyrir framhjá mér bíll og unglingsstúlkur stinga út hausnum og öskra: "Af hverju labbaru svona hratt??!!! Þú ert ekkert feit!!"
Huh..... undarlegt að vera dissuð með complement ívafi. Hér áður fyrr, fyrir daga 12 og 12, hefði mér fundist að mér væri ekki sýnd viðeigandi virðing. En í kvöld fannst mér þetta drepfyndið drive-by diss.

laugardagur, apríl 02, 2005

Aprílgabb

gærdagsins átti veðrið. Láta mann halda að sumarið væri komið fyrripartinn og mæta svo með vetur seinnipartinn.
Aprílgöbb fjölmiðlanna voru transparent og ófyndin eins og þau eru reyndar ár eftir ár.

föstudagur, apríl 01, 2005

1. apríl

Sá eini sem mér tókst að láta hlaupa 1. apríl í dag var Ingvar. Það er ekkert sérlega vel af sér vikið. Og þó.........

Ommi dagsins

er Auðunn Georg Ólafsson. Ég var á bandi þessa geðuga manns, sem eftir því sem ég fæ best séð, gerði ekkert annað af sér en að sækja um vinnu og vera ráðinn í hana. Allir sem ég hef rætt þetta við eru sama sinnis. Þannig að ef að fréttamenn RUV halda að þeir séu ægilegar hetjur í augum þjóðarinnar fyrir svívirðislegasta einelti sem framið hefur verið á íslenskum vinnustað, þá skjátlast þeim hraparlega. Ég hef skömm á þeim. Mig langar að taka í hnakkadrambið á fólki þarna uppi í Efstaleiti og hrista það, á meðan ég spyr hvort mamma þeirra hafi ekki kennt þeim neina mannasiði. Skammist ykkar ljóta fólk!

Og með því að hann hafi ákveðið að taka ekki við starfinu finnst mér eins og eineltisbullurnar hafi haft betur og skilaboðin út í samfélagið séu þau að ef okkur líkar ekki við samstarfsfélaga þá eigum við bara að vera nógu ömurleg við hann, bara einmitt nógu ömurleg til þess að hann segi upp störfum. Ekki það að ég hafi ekki fullan skilning á þeirri ákvörðun Ég var með kökk í hálsinum af meðvirkni þegar ég horfði á fréttamyndirnar af honum koma í nýju vinnuna sína í fyrsta skipti. Í leigubíl, sem er skiljanlegt. Hann hefur örugglega þurft að skvetta í sig til að ganga þessu þungu skref. Hrumpf.