luxatio hugans

awakening

laugardagur, mars 28, 2009

Af getnaðarlimum

en einn slíkan væri stundum gott að hafa. Þeir færa manni aukna virðingu og undirgefni. Í gær snappaði á mig sérfræðingur sem er svo lánsamur að á milli loðinna læra hans, lafir einn af þessum prýðilegu getnaðarlimum. Vegna þessa getnaðarlims halda viðstaddir nú að ég sé fáviti sem hljóti að hafa keypt læknaprófið mitt með kókópöffs pakka, þrátt fyrir að eigandi getnaðarlimsins hafi haft SVO æpandi rangt fyrir sér enda hafði vandamálið sáralítið með brotna beinenda að gera en það er einmitt sérgrein áfestu getnaðarlimsins. Ef maður er með getnaðarlim þá kemst maður nefnilega upp með að bulla alls kyns vitleysu á valdsmannlegan hátt og uppskera lof og virðingu fyrir.
Kannski maður pulli bara reverse Völu á þetta!

Annars er búið að vera sjúklega gaman á bæklun ... var ég ekki örugglega búin að segja frá því?! Nei ég er að djóka, of course! Það komu actually moment í þessum mánuði þar sem geðdeyfðarlægðin var orðin það djúp að mér fannst ég geta verið veik heima. Þegar það hafði akkúrat engan tilgang að fara á fætur, nærast, klæðast eða framkvæma aðra basic hluti. Ég veit ég er dramatísk en svona var þetta nú samt. En nú eru tveir dagar eftir af erfiðistu afplánun lífs míns og ég held mér takist þetta.
Komst ég frá þessu með sóma? Nei. Bókað ekki. Á köflum var ábyggilega verra að hafa mig þarna heldur en engan. But I really don´t care!

sunnudagur, mars 15, 2009

Af sms-um

Hér er smá sýnishorn af sms-um sem gengu á milli okkar Árdísar áðan:

-Árdís: Geri tad e. smá. Er á leidinni a selfoss með tengdo. Vona ad hann rati. Fæ konsult ef við villumst ....
-Allý: Hey! Tessi var fyrir nedan beltisstad! Hver var a kortinu?!
-Árdís: Hver var með GPS ..... ? Sælir nuna hvad mer finnst tetta gott grin! Helt ad enginn væri ver attadur en eg ... shit eg er an grins ad hlæja upphatt herna i framsætinu

Forsagan er sú að við Árdís lögðum af stað frá Selfossi á hádegi í gær og vorum komnar í Brekkuskóg, (40 km) rúmlega 3, og þá búnar að keyra umhverfis Þingvallavatn x 2!! Skilin á milli hláturs og gráturs voru mjög þunn. Sérstaklega á momentinu þar sem ég var að tala við Hildi í símann og hún var að spyrja hvort ég væri búin að keyra í gegnum Laugavatn, og ég svaraði nei, en hvort ég væri þá búin að keyra framhjá Borg í Grímsnesi, og ég svaraði nei, og hún spurði hvar við værum þá eiginlega og ég svaraði: það skiptir ekki máli! Frekar en að segja að ég væri á einhverju túrista info pleisi á fokking Þingvöllum!!
En sjitt hvað við erum búnar að hlæja að þessu. Og ég fékk fullt af rokkstigum fyrir að fara í sightseeing með Árdísi litlu!

föstudagur, mars 13, 2009

Bloggleiði

Ég er komin með ógeðslegt leið á bloggi. Mínu, sem og annara. Nenni hvorki að lesa blogg lengur né grípur mig sama þörf til að blogga og áður.
Kannski verður luxeraður haus ei meir og það á sama tíma og ég er á bæklun! Tilviljun?!

sunnudagur, mars 01, 2009

Af öldruðum

Mjög aldraðir einstaklingar sem jafnframt eru mjög ernir eru krúttlegasta fólk sem ég rekst á. Krúttlegri en ungabörn, ég sver það!

Af málfrelsi

Ég er algjörlega fylgjandi málfrelsi, nema þegar kemur að vitleysingum. Þeir eiga ekki að hafa málfrelsi né prentfrelsi! Og þannig er nú bara það!