Af getnaðarlimum
en einn slíkan væri stundum gott að hafa. Þeir færa manni aukna virðingu og undirgefni. Í gær snappaði á mig sérfræðingur sem er svo lánsamur að á milli loðinna læra hans, lafir einn af þessum prýðilegu getnaðarlimum. Vegna þessa getnaðarlims halda viðstaddir nú að ég sé fáviti sem hljóti að hafa keypt læknaprófið mitt með kókópöffs pakka, þrátt fyrir að eigandi getnaðarlimsins hafi haft SVO æpandi rangt fyrir sér enda hafði vandamálið sáralítið með brotna beinenda að gera en það er einmitt sérgrein áfestu getnaðarlimsins. Ef maður er með getnaðarlim þá kemst maður nefnilega upp með að bulla alls kyns vitleysu á valdsmannlegan hátt og uppskera lof og virðingu fyrir.
Kannski maður pulli bara reverse Völu á þetta!
Annars er búið að vera sjúklega gaman á bæklun ... var ég ekki örugglega búin að segja frá því?! Nei ég er að djóka, of course! Það komu actually moment í þessum mánuði þar sem geðdeyfðarlægðin var orðin það djúp að mér fannst ég geta verið veik heima. Þegar það hafði akkúrat engan tilgang að fara á fætur, nærast, klæðast eða framkvæma aðra basic hluti. Ég veit ég er dramatísk en svona var þetta nú samt. En nú eru tveir dagar eftir af erfiðistu afplánun lífs míns og ég held mér takist þetta.
Komst ég frá þessu með sóma? Nei. Bókað ekki. Á köflum var ábyggilega verra að hafa mig þarna heldur en engan. But I really don´t care!