luxatio hugans

awakening

mánudagur, nóvember 24, 2003

Helvítis karlrembuskíturinn!!!! Enn heyrir maður svona helvítis kjaftæði árið 2003 sem er í þann veginn að detta í 2004.
Þrjóturinn hann Þóroddur fór illa með mig á föstudagskvöldið, þegar hann sagði Þóri sögu af mér sem átti ekki að berast til eyrna almennings. Ég segi ekki hver sagan var en Geirmundur Valtýsson, sveiflukóngur úr Skagafirði, kemur þar við sögu. Þannig að hér fær að fljóta með saga af Þóroddi. Hann trúði því semsagt, þegar hann var að alast upp í Svíþjóð, að Viktoría Svíaprinsessa yrði ástfangin af honum og hann yrði konungur Svíþjóðar. Fengi alltaf að vera í fremsta ráspól í VASA og svona kjaftæði. Hann Doddi minn er kannski ágætis kirug en hann er enginn kóngur.

laugardagur, nóvember 22, 2003

Rosalega er ég latur bloggari:(

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja ég setti inn myndirnar úr afmælinu mínu. Staðfestan við lærdóminn var ekki meiri en þetta. Ég vil líka nota tækifærið og þakka fyrir þær trilljón kveðjur sem ég fékk úr öllum áttum sem og auðvitað allar gjafirnar. Takk fyrir mig, það er gott að eiga góða að!

Ég er búin að vera netlaus í nokkra daga núna, ADSL snúran mín fór í sundur!! En nú er ég komin með nýja. Það er búið að vera rosa fjör. 1. í afmæli, 2. í afmæli og 3. í afmæli. Ég fékk viðbjóðs mikið af gjöfum. Ég þarf að setja inn myndirnar úr veislunni minni mjög fljótlega, ég nenni því ekki núna og ætti auk þess að vera að læra.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

I like big butts and I cannot lie!!

Nemar fá ekki að hafa rásir!!!


Það fauk örlítið í mig þegar ég las þessa frétt. Vegna þess að ég er nemi. Ég vissi ekkert um hvaða rásir var verið að fjalla sem ætti að taka af okkur nemunum, engu að síður, augljóst að hér væri um baráttumál að ræða. En svo tókst mér að lesa fréttina rétt og í samhengi. Shit maður!! Ég ER læs, ég er auk þess vel lesin og nokkuð klár bara. En svona hlutir koma fyrir mig. Einhvern tíma sá ég flettiskilti sem auglýsti happdrætti háskólans. Ég las þetta aftur og aftur og sneri mér svo forviða að Þóroddi og spurði; hvað er hás-KÓLI og hvers vegna þurfa þeir happdrætti? Sem er, mér til varnar, ekki jafn slæmt og gellan í MA sem fokreiddist þegar einhver reyndi að selja henni ALKA skótryggingu, sem hún taldi sig hreint ekki hafa nein not fyrir.

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Þegar ég er að labba með Ingvar á leikskólann þá er ég að reyna að koma einhverri umferðarvitund inn í hausinn á honum.
Og eitt af því er að sjálfsögðu að stoppa við gangbraut og líta til beggja hliða. Að einu hef ég komist. Íslendingar stoppa ekki fyrir börnum sem standa við gangbraut. Sem mér finnst argasti dónaskapur. Sjálf stoppa ég og hleypi fólki yfir á gangbraut. Ekki vegna þess að ég telji mig fullkomna, heldur vegna þess að ég hélt að það væri bara ein af þessum óskrifuðu reglum sem allir þekkja og allir fylgja. Eins og að fara í röð og ryðjast ekki framfyrir. Maður gerir það bara. Það er enginn að framfylgja því, það þarf einfaldlega ekki. En það er ekki hinn almenni skilningur Íslendinga að það eigi að stoppa fyrir börnum sem bíða við gangbraut. Skrítið.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Djöfull hata ég kokið og alls þess innihald:(

Mér finnst þetta svo áhugavert land sem við búum í. Mér finnst svo áhugavert að það þurfi að fara fram þjóðarsöfnun til að koma á fót stofnun eins og Sjónarhóli. Persónulega finnst mér að þetta sé stofnun eða miðstöð sem ætti að vera til staðar án þess að almenningur sé að vasast í því. Við erum með heilbrigðis og félagsmálaráðuneyti og mér finnst að þeir ráðunautar sem þar starfa hefðu átt að komast að þessari niðurstöðu fyrir löngu síðan og hrinda henni í framkvæmd. Ekki langþreyttir foreldrar með langveik börn. Mér finnst líka áhugavert að nobody fyrirtæki eins og Flotmúr ehf gaf 400.000 og Vífilfell gaf 500.000. En það er nú bara hugurinn sem skiptir máli, ekki upphæðin. Right?
Mér finnst líka áhugavert að tækjakaup á ríkisspítölunum séu fjármögnuð af félögum sem eru búin að standa einhversstaðar með basar og selja kökur og handavinnu. Hvað verður þá um tækjakaupin ef þessar ágætu konur taka sig til og nenna þessu ekki lengur?

Á laugardagskvöldið var gerð tilraun til að spila Risk eftir margra mánaða pásu. Tilraunin fólst í því að ég spilaði Risk. Ég hafði hugsað með mér, fokk maður, ég get ekki spilað Risk, ég verð brjáluð. En huggaði mig svo við það að ég er í prógrami og gæti þá sennilegast (í efsta stigi, tileinkað Auju) spilað Risk í góðra vina hópi. WELL. Það sannaðist enn og aftur að mig langar til að skjóta hausinn af fólki, sem mér þykir annars vænt um, sem vinnur af mér land í Risk. Áhugaverð tilraun. Minnir á tilraunir sem ég gerði til að drekka. Í þetta skipti mun mér takast að spila Risk. Kunnugleg rökfærsla, hef pottþétt notað hana áður.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Takk fyrir frábært speak Bergþóra.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli éeg, ég á afmæli í dag. Já takk fyrir vinir og vandamenn. 10 mánuðir í dag. Ekki hefði ég látið mig dreyma um þetta fyrir 10 mánuðum síðan. En nú er ég orðin svo spennt að ég heyri klingja í koparslegna eins árs peningnum mínum. Ég mun halda upp á þetta með því að fara upp á Krísuvík í kvöld. Ég hlakka mjög til að segja fólkinu sem er í langtímameðferð á Krísuvík, hvað bjórdrykkjan var farin að hafa slæm áhrif á læknanámið mitt!! Fyrir ykkur sem eruð svo freðin að þið náið ekki kaldhæðni............ÞÁ VAR ÞETTA DÆMI UM KALDHÆÐNI.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Nú er ég aldeilis aldeilis hlessa. Lengi vel bloggaði Ármann Jakobsson, tvíburi og gettu betur tröll með meiru, á haltukjafti.blogspot.com. Kallaði hann sig bloggara dauðans, eða einfaldlega BD. Las ég bloggið hans daglega, enda eitthvert alskemmtilegasta blogg á netinu. Nema hvað að einn daginn hætti hann að blogga, og síðan var dauð. Ég hef tékkað á síðunni annað slagið í þeirri von að maðurinn taki við sér og byrji að skrifa á ný.....................og þegar ég athugaði í dag þá er einhver gaukur, EINHVER búinn að ná urlinu. Undarlegt. Hvar er bloggari dauðans??