luxatio hugans

awakening

sunnudagur, maí 30, 2004

Ófædd Þóroddsdóttir

Þá hef ég fengið að vita að ég geng með stúlku. Ansi snotur verður snótin sú ef hún líkist mömmu sinni eitthvað og skemmtileg og fyndin með eindæmum. Ég var svo glöð að ég grét næstum þegar ljósan kvað upp úrskurð sinn varðandi kynið. Ég sá fyrir mér að verða undir í lífsbaráttunni ef enn einn strákurinn kæmi. Ég yrði ein á móti þremur og hefði ekkert um það að segja að farið yrði á Hornstrandir um Verslunarmannahelgar og svoleiðis. Nú hef ég eignast bandamann sem stendur með mér í svona stelpustöffi. Viðheldur gellunni í mér. Mæður sem eiga bara syni veslast upp í Henson göllum, Millet úlpum og snjáðum strigaskóm. Dóttir mín mun hins vegar neita að fara með mér í Kringluna nema ég sé sómasamlega til fara og í því felst ákveðið aðhald. Því er ekki að neita.
Blessuð stúlkan er auk þess komin með nafn en því mun ég ekki uppljóstra.

Formúla og fótbolti

Formúlan er æsispennandi alveg hreint. NOT!!
Spennandi er Ísland-Japan hins vegar. Við virðumst vera að standa eitthvað í grjónunum. Gaman að því. Auk þess var ég afar sæl, ALSÆL segi ég, þegar ég komst að þvi að allir leikirnir á EM eru síðdegis, þegar ég er komin heim úr vinnunni minni. HÚRRA!! Það verður ekkert gert með syninum eftir leikskóla í júní. En hann þolir það. Mörg börn búa við barsmíðar svo ég kalla þetta ekki vanrækslu. Í versta falli smárækslu.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Helvítis Bandaríkjamenn

Og samt eru Bandaríkjamenn ekki að fatta það, að heilu þjóðirnar eru að sverja þess eið, að deyja ekki án þess að drepa sem flesta Bandaríkjamenn. Þeir eru ekki að átta sig á þessu yfirgengilega, "ástæðulausa" hatri í þeirra garð. Reyndar er þeim vorkun að vera svona ótrúlega heimskir. Samt getur maður ekki að því gert að vera reiður.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Snorri Ásmundsson

Djöfulsins snillingur er Snorri!!
Ég meig næstum á mig af hlátri þegar maðurinn lauk kosningabaráttu sinni í gærkvöldi með því að syngja Ísland er land þitt, frekar illa, íklæddur fánalitunum. Lagið sagði hann hafa verið einkennandi fyrir kosningabaráttu sína. Hahahaha. Svona snilldarhúmor er ekki öllum gefinn. Gaurinn ætlaði aldrei í framboð. Hann vildi athygli og hann fékk hana. Ég fíla hann.

Thorvaldsen

Átti snilldar kaffihúsaferð í gærkvöldi með hinum óléttu Hrefnu Díönu, Barböru og hinni óóléttu Kristínu Lindu. Ég hafði mjööög gott af því enda búin að hanga heima að kafna í eigin hori í mjög langan tíma. Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk.

Nýjasta læknabarnið

Siggi og Kristbjörg eignuðust stelpu í gærkvöldi. Stór eins og pabbinn og myndarleg eins og mamman. Til hamingju krakkar:) Gaman að segja frá því að þau voru fyrst til að vita með óléttuna mína þegar ég var enn að pukrast með hana. Þegar við Doddi fórum í fyrstu mæðraskoðunina á Barónsstígnum, þá áttu þau einmitt mæðraskoðun á sama tíma. Þau ráku upp öskur þegar þau sáu okkur og mér leið eins og ég hefði verið staðin að verki við bankarán. En þetta var bara fyndið:)

þriðjudagur, maí 18, 2004

Meðgöngubrjóstahaldari

Hverjum gaf ég svartan meðgöngu- og gjafabrjóstahaldara með orðunum: "Hana, hafðu þetta og ég vil aldrei sjá þetta aftur"? Ég sé nefnilega eftir því og tek það til bara. Ég vil gjarnan fá hann aftur. Ég man bara ómögulega, hver fékk hann. Vonandi les hún bloggið mitt.

Tenglar

Ég man ekki á hverja ég var með tengla á gömlu síðunni. Það er ekki smart, ég veit það, en þetta er ekkert heví disrespect samt. Heilinn í mér er einfaldlega að hrörna. Hægt og hægt hrörnar hann blessaður. Endilega kommentið ef þið saknið þess að sjá link á ykkur og úr því verður bætt hið snarasta. HIÐ SNARASTA SEGI ÉG!!!

mánudagur, maí 17, 2004

Bloggþurrkur

Ég get bara bloggað þegar ég á að vera að gera eitthvað annað mikilvægara. HVAÐ ER ÞAÐ??!! Þegar ég er komin í alvarlegt tímahrak í prófum, þá kemur bloggandinn yfir mig og ég blogga eins og motherfokker, mínar allra bestu færslur. En þegar ég hef nægan tíma fyrir sjálfa mig þá blogga ég eins og þurrpíka. Svei!!

laugardagur, maí 15, 2004

Nýtt líf

Jæja ég er komin í nýja vinnu.
Grenjandi börn, daginn út og inn. Ef ég væri ekki orðin ólétt, þá hefði ég ekki látið það hvarfla að mér að eignast fleiri börn eftir að vera að vinna þarna.
En það er samt gaman að sjá alltaf Ingvar og geta tékkað á honum alltaf þegar ég vil. Allt hefur sínar góðu hliðar:)

Jæja einkunnir eru farnar að streyma inn og ennþá er ég ekki á leið í haustpróf, sem er vel. Það gæti reyndar breyst þegar fokking Lífefnafræðieinkunnin kemur:( Ég skil reyndar ekkert í mér að vita ekki hvernig maður innlimar P-stökkul í drosophilu, og geta þar af leiðandi lítið sagt frá þeirri framkvæmd. Ég meina að það vita allir að þetta er basic í Lífefnafræðinni og ég gat sagt mér það að þessi spurning kæmi. En ég var svo mikið að velta mér uppúr DNA, RNA og prótein myndun, sem sagt fáránlegum smáatriðum, að ég gleymdi allri líftækninni sem var uppistaðan í prófinu. Ég verð ekki læknir, ef ég get ekki greint mun á bláum og hvítum colonium, sem verða þegar ég beiti alpha uppbótinni, sem svo mikið er notuð inn á slysó, og heilsugæslunni, og skurðstofunum. HELVÍTIS TUSSUPRÓF. HELVÍTIS JJJ. En hvers á hann að gjalda? Verandi bróðir Dabba Odds. Gaurinn á ekki séns.

sunnudagur, maí 09, 2004

Það er engu líkara en að frú Aðalheiður sé gröm í dag.

Schumacher er búinn að eyðileggja Formúluna fyrir mér. Ég var formúlu aðdáandi nr. 1 á Íslandi fyrir nokkrum árum, en gaurinn er búinn að sjúga úr mér ástríðuna með helvítis einokuninni. Ekki misskilja mig. Þegar Haikkinen-Schumacher einvígið stóð sem hæst, þá var ég Ferrari kona. En öllu má nú ofgera. Keppnin í dag lofaði góðu í ræsingunni. Magnað start hjá Trulli og ég vonaði fram í fingurgóma að gaurinn næði að halda þessu. En það fór ekki svo. Maður nennir þessu ekki lengur. Ég vona að kall andskotinn fari að hætta svo maður geti farið að njóta þess að horfa á Formúluna aftur.

Það fer í taugarnar á mér að maður eins og Halldór Ingólfsson geti verið góður íþróttamaður. Ég meina maðurinn lítur út fyrir að vera með ólæknandi sjúkdóm. AIDS jafnvel.
Svo er þulurinn að líkja þeim saman, honum og Heimi Árna. HVAÐ ER AÐ??!!
Það fer í taugarnar á mér að horfa á þennan andskotans leik.

Djöfull er Ásgeir Örn Hallgrímsson ljótur og leiðinlegur!!!
ÉG HATA HAUKA!!

Mér finnst Popppunktur æðislegur þáttur. Reyndar er ég sökker fyrir alla spurningaþætti. Það hríslast um mig barnsleg gleði þegar ég veit svarið og þá finnst mér ég gáfuð og merkileg. Sem ég reyndar er..................
En einn galli er gjöf Njarðar. Felix Bergsson. Hann er alveg hriiiiiiiikalegur spyrill, vandræðalegur og stressaður eitthvað. Sem er frekar furðulegt þar sem að þetta er 3. sýningarárið eða eitthvað. Ég læt hann fara svo í taugarnar á mér að ég er við það að gefast upp á þáttunum. Sem er synd......... þetta eru skemmtilegir þættir. Kannski ég skrifi Dr. Gunna lesendabréf og grátbiðji hann um að skipta um spyril. Kannski????

Greit!!!
Gat skeð að ég væri nördið!!

Academic
You are Barbatine! You are well-read and love to
learn. You were gloomy in your youth and found
nothing you liked to taste, but you're older now,
and have an incisive sense of humour that
makes you and others smile.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, maí 05, 2004

Mig langar örstutt að votta honum Þórði virðingu mína. Góður vinur og bekkjabróðir Þórgunnar systur verður jarðsunginn í dag. Þórður var flottur náungi. Með eindæmum hávaxinn, en samt svo myndarlegur. Ég man í fermingunni þeirra krakkana, þá var ekki til neinn kirtill á Þórð. Farið var inn á Akureyri og fundinn stærsti kirtillinn þar en samt náðu ermarnar rétt niður fyrir olnboga. Það var hálf spaugilegt og sjálfur brosti hann sínu blíðasta. Drepfyndin sagan af honum sem ég las í morgun. Einhverju sinni var hann of seinn í tíma í MR eftir leikfimi. Þegar kennarinn skammaði hann og sagði að allir hinir væru löngu komnir, þá sagði Þórður: En ég hef miklu meira til að þurrka.
Ég hló þegar ég las færsluna á blogginu hans um það að vera "tussulegur". Einstaklega kúl pælingar þar á ferð. Ég óskaði þess nánast að þær væru mínar eigin. En ég óskaði þess líka, á meðan ég hló, að sá sem að skrifaði þetta væri lifandi.
Orð eru fátækleg þegar svona atburðir verða. Ég óska þess bara að það sé friður með Þórði.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Hvað eru Kanarnir að spá??!!
Hvernig datt þeim þetta í hug?
Hálfvitar!!

mánudagur, maí 03, 2004

Ég er að sturlast, ég er að sturlast, ég er að sturlast.
Þar hafiði það!!!
Ég verð að þrauka síðustu 3 dagana í próflestri, þá er ár dauðans búið. Finito. Á fimmtudag verð ég frjáls manneskja á ný. Ég er búin að reyna öll helstu trixin. Vera þakklát fyrir að fá að vera í námi. VIRKAR EKKI. Vera þakklát fyrir að fá að læra og skilja meira. VIRKAR EKKI. Vera þakklát fyrir að fá að taka próf sem reynir á þekkingu mína. ERROR!! ERROR!!
Verð að þrauka. Andskotinn.

laugardagur, maí 01, 2004

Það lesa of fáir bloggið mitt!!
Allavega var fullt af hálfvitum á sinfóníutónleikunum, sem létu viðvörun mína um veiðileyfi þeim til höfuðs, sem vind um eyru þjóta. Það eina sem varpaði skugga á fullkomna tónleika voru fávitar sem klöppuðu á milla kafla. Segjum sem svo að maður sé einn þessara fávita. Maður er að klappa, það eru ofsalega fáir að klappa og fullt af fólki sem klappar ekki. Heldur klapparinn (klepparinn) að hinir séu að fíla tónleikana svona ofsalega illa, og finnist þetta hreinlega ekki klappsins vert??? "Nei, þetta var svo ofsalega illa leikinn kafli að ég klappa ekki neitt!!! Fiðlurnar komu of seint inn á einum stað!!" Það var klappað eftir alla kaflana. Rottur í tilraunabúrum læra hraðar af reynslunni.
En annars voru tónleikarnir æði. Tárin láku ósjálfrátt í síðasta kaflanum og gæsahúðin dansaði eins og norðurljósin á líkamanum mínum. Svo var maður þarna í ekki verri félagsskap en sjálfs forsetans. Dorrit lét sig þó vanta. Hún hefur sennilega verið að pakka niður fyrir Dalvíkurferðina, því þar ætla þau einmitt að vera í dag. Einkakórinn hennar mömmu er sjálfsagt búinn að vera æfa dag og nótt, en hann er skipaður einstaklingum undir 6 ára aldri. Og svo eiga allir Dalvíkingar að fá köku. Mér finnst að Dalvíkingar á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá senda köku að norðan. Mér þætti það ekki of mikið.

Jackson segist saklaus.

Nú hvaða læti eru þetta þá eiginlega??!! Ef hann segist saklaus, þá er hann saklaus!! Bölvaðar negraofsóknir.