luxatio hugans

awakening

föstudagur, febrúar 27, 2004

Ég fór í klippingu í gær sem er ekki í frásögu færandi þar sem að ég er stanslaust í klippingu NEMA FYRIR ÞÆR SAKIR að sá sem klippti mig var sæti Færeyjingurinn Jógvan. Hann litaði mig og klippti og svo þegar kom að því að blása og greiða þá vildi hann fá að blása krullur í mig. Mörg ykkar vita að ég á 8000 króna sléttujárn til að eyða krullunum sem eru á kollinum á mér og því hváði ég.
Jógvan: I love curls, curls are definately in.
Allý í hljóði: Guð minn góður, í Hollywood eða í Færeyjum!!!
Allý upphátt: Okei.
Og svo kom ég heim eins og heysáta. Og fólk var að fíla það. Hvað á ég nú að gera við fokkings sléttujárnið?!

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Til hamingju Freydís!!

Með litla prinsinn sem fæddist í morgun.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég hef ákveðið að láta nokkra gullmola fylgja (sumir eru kannski "had to be there"):
Ég fékk snert af bráðkveddu. (man ekki hver)
Ég stóð niðri í Möðró eins og belja að sjúga sjálfa sig og skildi ekkert (Siggi Sæti)
Jeg har en symaskine som skal bruges til en abort (Villi Stebba)
Mér líður eins og Lúsífer (Siggi sæti)
Ég held að ég sé að fara að drulla lyklinum sem ég át þegar ég var 3ja ára (Robbi)
Helvítis Tipp-ex penninn sprakk uppi í mér! Er ég hvít? (Allý)
Við töpuðum 2-1 í KÖRFUBOLTANUM! (stelpulið 3-V á körfuboltamóti)
Anna er eins og bók án blaðsíðna (kennari um Önnu Dóru)
Níels STÆ kennari: Og þá er þetta komið á form sem við getum diffrað. Siggi: Ohhh, ég elska form sem ég get diffrað.
Oj strákar, þið eruð ógeðslegir! Haldið áfram. (Begga)
Kennari, það er verið að gefa Guðbrandsbiblíu á Sal. Það eru bara tvö eintök eftir svo þú verður að flýta þér! (Villi Stebba vildi losna úr íslenskutíma)
Það er alltaf eitthvað lið í grænni lautu að gera það! (Robbi um Íslendingasögurnar)
Ha er sáðfruman 10 cm á lengd? (Begga)
Þú ert eins og handalaus kona að reyna að losna við túrtappa (Siggi um Beggu)
Níels STÆ kennari: Jæja og hvernig getum við svo einfaldað þetta? Siggi: Við getum það ekki. Skjótum okkur í hausinn!
Þegar ég giftist þá ætla ég að banna konunni minni að nota dömubindi og láta hana nota klúta!! Útaf umhverfinu sko. (Sverrir)
Það er eins með kúk og skít og brennivín og hass (Siggi Bjarklind)
Hægt er að öðlast sáðlát með handafli.
OJ! Má ég heyra aftur hljóðið þegar Allý verður komin með júgur? (Begga)
Þú þarft að naga helvíti mikið að nöglum og helst að fá lánað hjá næsta manni ef það á að skipta einhverju máli (Siggi Bjarklind)
Ég heiti Róbert en þið megið gjarnan kalla mig Gígju (Robbi)
Kjafturinn á henni er 50% af líkamanum (sagt um Beggu)
Æi mér finnst svo leiðinlegt að vera heimskur! (Sverrir)
Maður yrði sem sagt ógeðslega þungur dvergur með brenglað tímaskyn ef maður myndi ferðast á ljóshraða? (Siggi Sæti)
Hún er með 8 cm þykka húð! Ég ÞOLI EKKI húðina á henni! (Robbi um ónefnda dömu)

Á laugardaginn var heljarinnar matarboð nostalgíunnar. Gamlir félagar úr MA að hittast og rifja upp gamla tíma. Mættir voru:
Berglind
Kristín
Harpa
Robbi
Raggi
Siggi
Allý
Doddi
Rifjaðar voru upp skóladagbækurnar sem við Begga eyddum miklum tíma í að skrifa gullkorn eftir bekkjafélaga okkar og kennara allan menntaskólann. Ef einhver sagði eitthvað fyndið þá rákum við Begga upp píkuöskur og skríktum: "þetta verður sko skrifað!" Siggi Bjarklind, sem kenndi okkur efnafræði, var ansi liðtækur í gullkornunum og það fór ekki framhjá honum, frekar en nokkrum, að við skrifuðum niður allt bullið. Einu sinni sagði hann extra grófan brandara, og svo sneri hann sér að okkur og kallaði: "Stelpur! Þið skrifið þetta ekki!" En það gerðum við.

Set inn link á Sigurð myndarlega, vin minn.
Bloggaðu helvítið þitt!!!!!!!

laugardagur, febrúar 21, 2004

Afsakið síðustu færslu. Það er hún Barbara sem er að eitra hug minn og hefur slæm áhrif á mig. Verst er að nú fer ég að hitta Barböru í skólanum. Mér fannst ég ekki hafa nóg að gera í Læknisfræðinni svo ég fékk mér vinnu í Lífeðlisfræðideildinni við að einangra fitusýrur úr kanadískum albínóarottum og ákvað að taka aukafag. Þetta verður sjálfsagt til þess að ég fell í öllu í vor. Eníveis. Ég skráði mig í fag í félagsráðgjöfinni (sem ég hataði bæðevei, ég er snargeðveik:/) sem heitir Áfengis og vímuefnamál. Fyrsta verkefnið sem ég þarf að skila af mér er að fara á AA fund, segja frá honum og reyna að leggja mat á hverjir gætu haft gagn af slíkum fundi. Humm. Þetta verður óyfirstíganlegt verkefni.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Uhh.........áhugavert?!


screaming orgasm kit



You Are A Screaming Orgasm Kit!


Whether you like girls or not...

You've got all it takes to make one come.

You're bag of tricks rivals that of this kit.

(Which includes lube, warming oil, an aphrodisiac, and a vibe)



More Info On The Screaming Orgasm Kit Here...



What Lesbian Sex Toy Are You?

More Great Quizzes from Quiz Diva

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Einelti á internetinu borgar sig. Sigurður Reynir ætlar að koma. Jess, Fjöllistahópurinn Fall sameinaður á ný. Nema ef til vill Freydís sem er að því kominn að koma erfingjanum í heiminn. Ó mæ god. Án efa ömurlegustu sólarhringar lífs míns. Þegar ég var að bíða eftir því að hans hátign Ingvari þóknaðist að heiðra okkur með nærveru sinni. Það var hásumar og heitasta sumar sögunnar en hvalurinn hún Aðalheiður Steypireyður hvorki komst í né kærði sig um að láta sjá sig léttklædda á almannafæri og sat því heima og var að kafna. Úr hita og leiðindum. Gat ekki sofið út á morgnana þótt hún fegin vildi. Nei nei, augun spruttu upp eins og rúllugardínur 7.30 á morgnana, jæja nú getum við látið okkur leiðast lengur í dag. Leigði 3 videospólur á dag og fannst þær allar leiðinlegar. Langaði að drepa sig þegar hún horfði á Fallen með Michael Kötusetumanni. Maður sem missti vitið einn góðviðrisdag.
Af hverju var þetta í 3. persónu?

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Verð.........að..........blogga...........

Hey, hér kemur eitt. Athyglisgóðir hafa líklega tekið eftir ákalli mínu til Sigurðs Reynis í síðustu færslu. Fylgir hér ein lítil góð saga af umræddum Sigurði en er þó af mörgum að taka. Þessi saga hefur verið sögð áður. Ég sagði móður Sigurðs hana sjálf, þá var ég á 12. glasi eða svo og fannst það ákaflega viðeigandi. Well.

Umræddur Sigurður er ákaflega myndarlegur maður en hefur þann hvimleiða (nei djók, uber skemmtilega) ávana að geifla sig ógurlega. Hann getur lagt ennið við hökuna og minnir þá óneitanlega á Beavis, í Beavis and Butthead. Eitt sinn var ég í bíl með móður minni og systur í miðbæ Akureyrar. Við keyrðum framhjá nætursölunni þar sem strætó stoppar þegar systir mín stynur hálf andstopp: "Guð, mamma sérðu manninn í strætónum?" Móðir mín lítur á manninn og segir svo í hluttekningartón: "Þetta er bara þroskaheftur maður, Þórgunnur mín. Það eru ekki allir heilbrigðir." Við þetta lít ég upp og sé Sigurð vin minn liggja upp að rúðunni í strætó, með eina af sínum ógurlegu grettum, veifandi eins og brjálaður maður til að fanga athygli mína.

Þessa sögu ákvað ég að móðir hans Sigurðs vildi heyra og nú þið.

mánudagur, febrúar 16, 2004

SIGURÐUR REYNIR.....


ef þú verður í Reykjavík um næstu helgi, þá ber þér skylda til þess að láta mig vita!! Hér verður haldin mikil matarveisla í tilefni af heimkomu Berglindar og Bumbubenna. Ég er farin að sjóða saman matseðil, það verður samt ekki soðinn matseðill í matinn........ HAHAHAHAHAHA. Því er ég ekki með mitt eigið stand-up??!! Þetta verður heljarinnar........

föstudagur, febrúar 13, 2004

Annars er það helst af mér að frétta að ég er stödd á Dalvík hjá foreldrum mínum. Þar situr maður og bloggar í stað þess að halda uppi samræðum við liðið. Móðir mín er að elda handa mér ketsúpu en súpan sú, gerð af þeirri konu, er það albesta sem ég fæ. Að því loknu er ætlunin að gera fiskibollur úr hér um bil 10 kílóum af Ýsu???!! Konan beit það í sig að við Þóroddur ættum að fara til borgarinnar aftur með fiskibollur í poka og þá dugar ekki minni magn! Og ekki nóg með það, heldur gaf hún mér nýjan þráðlausan síma þegar við komum, því það fór í taugarnar á henni að við værum ekki með heimilissíma, bara gemsa. Ég þurfti ekkert að suða og ekki neitt. Kúl maður!!

Góður maður benti mér á góða leið til að berja átrúnaðargoð mitt augum. Auðvitað tek ég þig með ef ég vinn!!!

laugardagur, febrúar 07, 2004

Britney did it again!

Djöfulsins snillingur! Enn einn rífandi góður smellur frá gellunni. Toxic er bara gott lag. Ég er FAN nr. 1 á því leikur ekki nokkur vafi. Gellan er falleg, klár, hæfileikarík, alki. Gerist ekki betri blanda.
Hvað er fólk að fárast yfir því þó að skítahljómsveit eins og KORN sé að koma á klakann?! Förum nú að forgangsraða rétt og fá Britney í Höllina.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Allt þetta mál með Davíð Oddsson og Ólaf Ragnar Grímsson er hið vandræðalegasta. Það er ekki fyrir meðvirkan mann að horfa upp á þetta. Helst myndi ég vilja sjá þá í Dr. Phil. Dr. Phil myndi komast að kjarna málsins. Var viljandi verið að skilja Óla útundan? Er Dabbi nákvæmlega það gramur út í Óla? Eða er Óli bara athyglissjúkur? Þarf Óli alltaf að vera miðpunkturinn? Dr. Phil myndi koma út tárunum á þeim báðum þar sem þeir biðja hvorn annan afsökunar og lofa að láta þetta aldrei gerast aftur. Já, Dr. Phil færi létt með að leysa úr þessari flækju.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Til er fólk sem eitrar með nærveru sinni. Slíkt fólk ber að forðast eða, ef ekki verður hjá samskiptum komist, hunsa bara þvæluna sem rennur upp úr þeim. Ég veit þetta allt. Ég bara gleymi því stundum og þá fer ég að hata fólk sem tekur sér bólstað uppi í hausnum á mér en borgar enga leigu. Nú er ég með leigjanda í hausnum frá því í morgun sem vill ekki fara. Þess í stað er hann að innrétta og koma sér vel fyrir eins og hann ætli sér að dvelja um óákveðinn tíma. Ég veit af biturri reynslu að ég verð að koma honum út. Þegar allt annað bregst má alveg reyna að skrifa sig frá því. Sjáum til hvað gerist.