luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, mars 24, 2005

Bobby Fischer

Hvaða andskotans rugl er þetta?? Það vantar bara að Gísli Marteinn verði með fréttaskýringu af kyrrstæðri flugvél Fischers í 4 tíma og þá jafnast þetta alveg á við komu Keikós til landsins. Ætli þessi stingi ekki líka af til Norge l við fyrsta tækifæri? Kæmi mér ekki á óvart.

Kallið mig tapsára

en mér fannst Borghyltingar asnalegir í gær. Best að brjóta settið af því að vonbrigðin í fyrra voru svo mikil. Jæjajæja. Annað mál hvað MA-ingarnir voru krúttlegir og kurteisir og hógværir. Mig langaði að taka þá og setja þá undir handakrikann á mér og rugla í hárinu á þeim með hnúunum. Ég veit ekkert á hvaða ári þeir eru en ég vona að þeir eigi fleiri ár inni. KOMA SVO!!

mánudagur, mars 21, 2005

Ég hef þyngst

eftir tvær fermingarveislur á tveimur dögum. Usssss....... það ætti að banna þetta! Svo eiga tvíbbarnir afmæli í dag. Og því fær maður sjálfsagt eitthvað að éta þar í dag. 11 ára. Fyrir 11 árum vaknaði ég við það að pabbi minn sagði mér að tvíbbarnir væru fæddir. Það var töluvert fyrir áætlaðan fæðingardag, svo að ég staulaðist frammúr, úrill, og sagði hann vera að ljúga að mér. Hann þrætti fyrir það og ég labbaði um allt og kallaði á mömmu. Leitaði í þvottahúsinu og öllum herbergjunum og labbaði loks inn í stofu og gáði á bak við sófann. Í dag, tveim meðgöngum seinna, átta ég mig á því að það var kannski ekkert sérlega líklegt, að hún mamma mín, komin á steypirinn með tvíbura, færi að fela sig á bak við sófann í stofunni bara til þess eins að gera gott grill í Aðalheiði klukkan 7.30 að morgni til. "Hey Jói, ég fel mig á bak við sófann og þú lýgur að Allý að tvíbbarnir séu fæddir. Það er fyndið!!"

Hver getur svarað

því í hvaða bók, Hans Obuch, er aðalpersóna??
Það er páskaegg í verðlaun fyrir rétta svarið.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Vel gert

hjá MA í gær. Ég var stolt af þeim. Því hefur Stefán Pálsson ekki enn sagt neitt um keppnina í gær? Hann er nú vanur að tjá sig um úrslitin samdægurs. Humm.

Hver myndi trúa því

ef ég segði frá því að leiðbeinandinn minn, sem er yfirlæknir á LSH, virtur kirug og heiðursdoktor við Yale, hefði rifið í hárið á mér í gær? Þar sem ég átti mér einskis ills von, þrumaði hún: Réttu úr þér!! Og svo reif hún í hvirfilinn á mér og rétti úr mér. Ja, ef þetta rannsóknarverkefni á ekki eftir að herða í mér, þá veit ég ekki hvað.

Fréttablaðið í dag

Áhugaverð auglýsing frá Clarins:
Segðu bless við appelsínuhúðina, erfiðu fitusvæðin og vonleysið. Right:)

Ég er ekki að kaupa þessa nýju meðferð á Teigi. Hugræn atferlismeðferð, bleh bleh.

Hláturinn lengir lífið. Ekki spurning. Það er langt síðan ég áttaði mig á mikilvægi þess fyrir mig að hlæja. Ég hef alltaf laðast að fólki sem kemur mér til að hlæja. Oft er sagt um þennan og hinn að hann/hún sé svo almennileg/ur og góð manneskja. Undantekningalaust finnst mér það leiðinlegt fólk. Eina greiningarskilmerkið sem ég set er: Kemur viðkomandi mér til að hlæja? Aðrir eru leiðinlegir, burtséð frá því hversu næs þeir eru. Það hefur oft verið á kostnað annara sem ég hlæ. En ég er líka bara búin að vera í andlegu prógrami í tvö ár. Batnandi konu er best að lifa.

Jón Gnarr er snillingur!!! Viku eftir viku kemur hann með snilldar bakþanka. Það er svo mikið spunnið í þennan mann. Enda maður í andlegu prógrami á ferð.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Ég elska

lagið Mandy þegar Barry Manilow syngur það sjálfur. Blue eiga ekki roð í hann. Þegar Doddi hringir í mig kemur lagið Mandy í símann. Það er saga á bak við það. Þóroddur er furðulegur eins og áður hefur komið fram á netsíðu þessari. Hann er í einhverjum netklúbb sem skiptist á píanónótum á netinu (eða svo segir hann mér), og svo gubbast út píanaónótur úr prentaranum mínum dag og nótt. Ég hafði einhvern tímann á orði að mér fyndust þetta ekki nógu matjó lög sem hann væri að ná sér í, en þegar ég sá að prentarinn var að prenta Mandy með Barry Manilow var mér allri lokið. Síðan þá hefur Þóroddur fengið hringinguna Mandy þegar hann hringir í mig. Þannig að það er engin sæt rómantísk saga á bak við það. Hreint og klárt diss, eins og mér er von og vísa.
Og hvað kveikti færslu þessa? Manilow er í Opruh.


sunnudagur, mars 13, 2005

Pilobolus

var fínt!

þriðjudagur, mars 08, 2005

Barbara

á afmæli í dag. Til hamingju með það.

Hver getur

horft ógrátandi út um gluggann og fullyrt að það sé ekki til fyrirbæri sem heitir Prófaveður?? Og að það fyrirbæri hafi horn í síðu minni? HVER GETUR ÞAÐ???? Snökt. Það eina sem er gleðilegt við þetta er að það sannfærir mig um að það verður ekki próf á föstudaginn. Líf og fjör.

mánudagur, mars 07, 2005

Kalt mat

þá var meinafræðinni rúllað upp í dag. Og þá er það bara próf á föstudaginn.......... eða ekki. Áhugavert að vera nemandi við Læknadeild HÍ á þessum síðustu og verstu.

sunnudagur, mars 06, 2005

Minnisreglur

Ég er yfirnáttúrulega sátt við minnisregluna sem ég bjó til í dag.
C-unit er með PID.
Rapparinn C-unit (ekki G-unit) getur ekki rappað því honum er svo illt í neðanverðum kviðnum = PID.
C-unit eru 3 Coccar (gono, strepto og stapylo), Chlamidia, Clostridia og Coli.
Ég krefst þess að fá þessa reglu skráða í Pathology at a glance þegar hún kemur út.

Siggi á snilldarregluna Indiana dJobular. Ekki séns að gleyma henni:) Indian files í lobular cancer í brjóstum. Jamm.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Viðutan

Ég lenti í spaugilegu í dag, þó svo að það hafi ekki verið nálægt því jafn fyndið og það sem Robbi vinur minn lenti í. Ég var í verklegu prófi í dag, og það er alveg sama hvað próf gilda fáar prósentur, maður verður alltaf jafn úrvinda og steiktur eftir þau. Jæja, ég þurfti svo að sækja Dodda á Klepp, og það þurfti hvað eftir annað að flauta á mig á gatnamótum af því að það var löngu komið grænt og ég sat og góndi út í loftið eins og kona með trichophagiu á háu stigi. Ég sem venjulega reykspóla af óþolinmæði á rauðu ljósi. Well. Þegar ég var að keyra niður Skeiðarvoginn þá byrjuðu allt í einu allir bílar að blikka háu ljósunum á mig. Ég athugaði ljósin, og jú, þau voru kveikt. Fólk hélt áfram að blikka ljósunum og banda höndunum eitthvað og þá allt í einu áttaði ég mig á að ég var að keyra á móti umferð. Tvöföld akrein í báðar áttir og umferðareyja á milli. Nú ég komst ekkert og hélt því áfram að keyra á móti umferðinni. Ég íhugaði að snara mér upp á umferðareyjuna, en hún var eitthvað óvenjulega há og með runnum á. Svo að ég brosti brosi þess sem er að biðjast afsökunar, til forviða ökumanna sem ég mætti, þar til að ég komst að gatnamótum og náði naumlega að bjarga lífi mínu og komast á réttan vegarhelming. Jamm.

Bandaríkin

Dásamlega democracy, móðir mannréttindanna, löggjafar heimsins. Nú hafa þeir stigið stórkostlegt skref í þágu mannréttinda, þegar hæstiréttur landsins úrskurðaði aftökur á börnum og unglingum ólöglegar.
Nú finnst mér að þeir eigi að setja viðskiptabann á alla villimennina sem gera ekki slíkt hið sama.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Súrrandi

Það er eitthvað svo undarlega ljúft að vera í súrrandi prófageðveiki. Fólk verður aldrei jafn skemmtilegt og gullkornin aldrei jafn mörg. Og fólkið á 3. ári er bara með skemmtilegra fólki. Kalt mat. Hrokalaust. Sorry gamli bekkur, sem ég veit að eru margir hverjir að lesa þvæluna í mér. Það er bara meira gaman hér. Eða kannski er það bara ég sem er meira gaman núna? Humm.