luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, september 29, 2005

5 staðreyndir um mig

1. Ég fæddist á háaloftinu á Völlum í Svarfaðardal, í rafmagnsleysi, stormi og stórrhríð. Síðan þá hef ég búið á 18 stöðum og ég gekk í 5 grunnskóla.

2. Þegar ég fæddist átti ég eina langalangömmu, þrjár langömmur og tvær ömmur. Ég tengdist þeim öllum sterkum böndum nema langalangömmunni sem dó þegar ég var 11, fyrst þeirra. Þær eru tvær eftir í dag.

3. Það hefur liðið óendanlega oft yfir mig. Í nánast öllum tilfellum við læknisfræðilegar aðstæður. 1. skiptið var í 6 ára bekk þegar ég fékk berklaplástur og síðan var ég eins og dómínókubbur ef ég sá lækna. Þegar ég stóð upp úr gólfinu hjá einum lækninum þegar ég var 16 ára, sagði hann mér að eina leiðin út úr þessu væri að fara að læra læknisfræði. Ég tók hann á orðinu og það hefur aldrei liðið yfir mig í náminu.

4. Algengasta spurningin sem fólk leggur fyrir mig þessa dagana og síðustu ár er: "Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að sérhæfa þig?" Vinir, vinir vina, foreldrar vina, systkini vina, kunningjar, náskyldir og fjarskyldir ættingjar, sjúklingar og ættingjar þeirra, hjúkkur, hjúkkunemar, gangastúlkur og ótal margir aðrir finna sig knúna til að koma með þennan classiker sem fær "How do you like Iceland" til að hljóma eins og þjóðsöngur Bengal. Ég fékk hana 3x í dag.

5. Af því sem ég ekki kann, langar mig allra mest að kunna að dansa. Og ég er alltaf á leiðinni að læra.

Klukka: Svölu, Höddu, Sigga og Robba

Klukkuð

Jahá. Ég hef verið klukkuð af borgarstjórakandidat. Fyrir einhvern sem er búin að blogga jafn lengi og ég um allar mínar skoðanir. Þá getur verið erfitt að finna 5. atriði sem fólk veit ekki um mig. Ég þarf að hugsa þetta eitthvað.

Hann lifir

Elvis tribute tónleikarnir frá Blúshátíðinni í Ólafsfirði verða endurteknir. Ég veit ekki hvort ég þori að fara aftur, af ótta við að skemma minninguna um sturlaða tónleika. Og ég verð að klykkja á því að ég fílaði ekki einu sinni Elvis fyrir þessa tónleika. En mér finnst að allir aðrir eigi að fara. Hér má lesa um tónleikana.

miðvikudagur, september 28, 2005

Andinn

Jæja það hlaut að koma að því að andinn kæmi yfir mig. Mér er ekki búið að þykja gaman á bæklun en þó er vert að koma jákvæðum punktum að.
Halldór Jónsson jr. Orthoped er snillingur. Fyndnari og almennilegri mann er erfitt að finna. Hann spilaði stóran þátt í, að þrátt fyrir að finnast bæklun hundleiðinleg, ákvað ég að vinna seminar hjá honum. Þar spilaði líka inní Sigurveig barnaorthoped. Ég fékk að fylgjast með henni meðhöndla klumbufætur á pínulitlum börnum og þar með var seminarið komið. Gott dæmi um það hvað einstaklingar skipta miklu máli í að vekja áhuga manns á einhverju efni.
Svo má ekki gleyma Jóhanni Róberts handakirug. Hann er búinn að vera óendanlega hjálpsamur og aðgerðirnar sem ég var í með honum voru þær skemmtilegustu. Já og hnéprothesan með Svavari. Hún var skemmtileg. Bíddu hvað er að gerast hérna?! Jákvæðar minningar streyma fram. Þetta kallar maður að skrifa sig therapheutiskt frá hlutunum. Best að halda áfram. Ásgeir deildarlæknir sem stakk mig af á fyrstu vaktinni er búinn að vera rosalega skemmtilegur síðustu daga. Og síðast en ekki síst eru Tóti, Maggi, Heiðdís og Bjarki búin að vera æði. Var ég að vinna einhver verðlaun?

Gærkvöldið

Humm skrítið......... ég var búin að blogga færslu sem ekki kom inn.
Jæja hún fjallaði um gærkvöldið. Ég hlustaði á Kastljósið í gærkvöldi í bílnum á leið í bíó. Þá fattaði ég hvað mér er mikil eftirsjá í Davíð Oddssyni. Það breytir því ekki að ég er ennþá pólitísk flokkamella með lítinn áhuga á pólitík. Mér finnst bara mikið spunnið í fullt af fólki í mörgum flokkum.
En þá að bíóferðinni. Við fórum á 40 years old virgin og sjett hvað það er fyndin mynd. Snáfið á hana!!

Tóneyra Megasar

Hver er maður til að koma með að hlusta á verk Megasar í djassbúning klukkan 22.30 á Kaffi Reykjavík næsta laugardagskvöld?
Hvað var þetta löng spurning?
Robbi, ertu maður?!

þriðjudagur, september 27, 2005

Baugsmálið

Hver skilur Baugsmálið?
Hverjum er ekki sama um Baugsmálið?
Þegar allt kemur til alls... hvaða máli skiptir þetta þá?
Við erum ekki föst í þessu veraldlega og hégómlega í námi mínu og starfi. Sei sei nei. Við erum bara að bjarga mannslífum frá 8-16. Það breytir ekki öllu fyrir konuna með subdural blæðinguna eða börnin hennar, hver skrifaði hvaða e-meil og hver mátti sjá það. Eða hver er að eyða hvaða milljónum sem hver á. Þegar fólk stendur frammi fyrir hlutum sem virkilega skipta máli þá verður svona hefnigirni og fýla í fullorðnu fólki hálf kjánaleg bara. En það er gott að fjölmiðlar hafi nóg að gera við að ýfa þetta allt upp. Annars gæti maður bara gleymt því að til séu Baugsfeðgar og fyrrverandi elskugar þeirra.

sunnudagur, september 25, 2005

Klikkuð

kvennaferð!!!!!!
Það var sjúklega gaman um helgina. Ég á ógeðslega skemmtilegar vinkonur, kunningja og félaga. Í dag er ég uppfull af þakklæti. Hvað er hægt að biðja um það betra??!!

miðvikudagur, september 21, 2005

Bæklun

sökkar. Ég stóð í mjaðmaskiptaaðgerð í gær og var viss um að ég myndi bókstaflega detta niður dauð úr leiðindum. Ekki ósvipuð upplifun og hjá Svölu vinkonu minni sem lýsir svipuðu. Enda soulmates.

NEI!!

Ég er með zero tolerance fyrir bíómyndum sem byggðar eru á bók en geta ekki fylgt söguþræðinum. Eða það sem verst er, breyta endinum!! Þegar ég var barn las á Kalla og Sælgætisgerðina milljón og 50 sinnum. Þetta var uppáhaldsbókin mín. Þegar ég frétti að hún væri að koma í bíó fékk ég tár í augun af gleði og flýtti mér að lesa ég hana fyrir Ingvar svo við gætum farið saman á myndina og haft gaman af.
Tim Burton klúðraði þessu feitt. Hafi hann skömm fyrir. Meira að segja Ingvar fattaði það. Hvað var fólk sem ekki er í bókinni að gera í myndinni? Af hverju voru Úmpalúmparnir í latexgöllum að syngja techno? Af hverju var Willy Wonka svona illa innrættur? Af hverju sást ekki Kalli í myndinni? Allt valid spurningar.

laugardagur, september 17, 2005

Skemmtilegt

En það sem ég má segja um síðasta hálfa mánuð er að það er búið að vera sjúklega gaman. Ég gæti bara trúað að slysa og bráða ætti vel við mig. Mér leiðist hangs og þarna eru stöðug umskipti, líf og fjör. Nokkrir mjög fyndnir hápunktar og einhvern vegin er Baldur fórnarlambið í þeim öllum. Þegar hann var alltof syfjaður að gifsa og horfði örvæntingarfullur í kringum sig eftir ráðum, þegar Brynjólfur Mogenssen sagði honum að hunskast í skyrtuna sína og þegar hann ætlaði að fá sér eftirrétt í matsalnum og var kurteisislega bent á að þetta væri rjóminn út á brauðsúpuna sem ekki væri tilbúin. En ég fékk að setja upp hjá honum æðalegg og það gekk prýðilega. Ég hefði átt að hætta þar því ég fékk að setja upp hjá Huldu Gísla strax á eftir og það mistókst, tvisvar, í báðum handarbökum. Og ég þarf að hitta hana á eftir og hún sýnir mér ábyggilega marblettina. Ég ætla að gera mér upp rafsuðublindu og þykjast ekki sjá neitt. Slysó í kvöld og nótt og svo bara búið. Buhuhu.
En ég er að fara í sjúklega ferð með sturlað skemmtilegum stelpum um næstu helgi svo það verður eitthvað að hlakka til á boring bæklun í næstu viku. Vííííííííííí.

hnussssss

Ég er búin að taka tenglarúntinn minn á reglubundinn hátt síðustu daga og blóta mikið hvað fólk er latt að blogga, það er annað með mig........... það er svo mikið að gera hjá mér. Og ég má ekkert segja neitt um það sem er að gerast í lífi mínu, því ég hef verið allar mínar andvökustundir inni á slysó í hálfan mánuð. Well. Þar sem ég tek enn einn rúntinn og enginn er búinn að blogga, þá droppa ég inn á mbl. Sé að þar er sama forsíða og þegar ég hafði tíma til að tékka á mbl síðast. Skrítið. Prófa að refresha og fæ nýja forsíðu. Humm. Fer til baka á alla tenglana mína og refresha og það eru allir búnir að blogga. Sumir mikið. AF HVERJU Í FREÐNUM FJANDANUM ÞARF ÉG AÐ REFRESHA TIL AÐ SJÁ BREYTINGAR????!!!!

miðvikudagur, september 14, 2005

Híhí

Mér finnst svo gaman að linka á fyndnar fréttir á Baggalút. Þá þarf ég ekki að vera fyndin sjálf:)

þriðjudagur, september 13, 2005

Úppppsssss

Ekki gott þegar röntgen hringir tvisvar í dag og hundskammar mann fyrir beiðni. Jæja er ekki alltaf best að læra af mistökum? Ha??

sunnudagur, september 11, 2005

Góð mynd maður!


Robbi vinur minn tók þessa mynd af Ester Helgu í heimsókn á Dalvík. Sjæse hvað hann á góða stafræna myndavél. Ha Sirrý?!

Plástrar

Jæja móðurskipið hefur kallað mig heim. Ég er búin að vera á Slysó í viku og þetta er alveg magnað. Aksjónið á við mig því ekkert fer meira í taugarnar á mér en hangs, en ég hef kannski ekki sérstaklega góðar taugar fyrir allt. Sbr. nýliðna atburði en nóg um það. Var svo á Neyðarbílnum í gær og í nótt og það er fjör. Maður fær píp um útkall, hleypur út í bílinn og veit ekki hvert maður er að fara fyrr en sjúkrabíllinn er kominn af stað. Ég fékk að sjá helling af ofboðslega fjölbreytilegum tilfellum. Jamm. Svo komst ég líka á séns inni á Oliver. Einhver gaur, tveir reyndar, vildu endilega að ég myndi hringja í þá eftir helgi. Segiði svo að uniformið sé ekki að snarvirka. Usss.
Já líf og fjör