Helgaruppgjörið
Jæja mér leiðist að hafa þessar klámfærslur efstar á síðunni minni og skal nú snúið að öðru. Við fórum á árshátíð árshátíðarborðisins á föstudagskvöldið og var það mjög skemmtilegt enda hresst og yfir meðallagi vel gefið fólk sem þar kom saman. Ester fór á slysó á laugardagskvöldið þar sem hún fékk í sig þrjá sauma og stóð hún sig eins og hetja. Tvö afmæli á sunnudeginum, eitt andans afmæli og eitt chronologiskt afmæli. Því fór fram viðurstyggilegt át á sunnudeginum og það líkar mér eigi. Ég hitti líka nýja tengdasoninn í Þórshamri og leist mér vel á það sem ég sá. Í kvöld ætla ég svo út að borða með tveim andlegum leiðbeinendum mínum. Ég verð þokkalega andlega heilbrigð eftir það. Currently er það partý-múlinn með góðum bekkjarfélögum mínum og ég segi góðum þrátt fyrir að ein vinkonan sé komin með þá hvimleiðu áráttu að láta gynskoða sig og notar nú hvert tækifæri til þess. Það er nú eitt að láta fagmenn um þetta en það er vafasamt að vera að slasa sig við einhverjar heimagynskoðanir með alls kyns áhöldum sem ekki eru til þess fallin. En það er með þessa fíkn eins og aðrar. Fólk verður sjálft að finna botninn.