luxatio hugans

awakening

föstudagur, ágúst 31, 2007

Efnishyggjan

er að ganga af mér dauðri þessa dagana. Það er mjög erfitt fyrir einhvern sem er jafn andlegur og sjálfum sér nógur og ég er, að þurfa að sökkva sér svona algjörlega ofan í hégóma hins efnislega heims. Anyways. Hér í Eskihlíð 16b er uþb að verða fokhelt. Þetta er svona týpiskt dæmi um eitthvað smotterí sem vindur upp á sig út í hið óendanlega. Í rétt um ár höfum við verið að ræða hvað megi gera við Ester Helgu og alla hennar fylgihluti. Hún sefur inni hjá okkur, ennþá, og leiksvæðið hennar tekur hálfa setustofuna mína. Hvað skal gera? Það eru ekki fleiri herbergi í íbúðinni. Stofurnar eru vissulega tvær og mjög stórar. Hér upphófust miklar pælingar. Eigum við að kaupa nýja íbúð? Við viljum bara vera hér í Hlíðunum og stærri íbúðir eru mjög dýrar. Aukaherbergi á 15-20 milljónir? Eiga áfram íbúðina og loka annarri stofunni? Skipta upp annarri stofunni? Láta Ester fá hjónaherbergi og sofa í stofunni o.sfrv, o.s.frv. Að lokum játuðum við vanmátt okkar varðandi arkitektúr og leituðum til arkitekts. Jú þá kom svosem upp úr dúrnum að auk þess að herbergi vantaði í íbúðina, þá er baðherbergið ónýtt, það vantar þvottahús og skápa. Arkitektinn hófst handa, braut nokkra veggi á teikningum og voila, við vorum komin með nýtt bað, þvottahús, herbergi handa Ester með því að skipta borðstofunni upp í tvennt, nýtt eldhús og nýja skápa. Þá átti bara að fara að hefjast handa. Enn einir fagurfræðilegir ráðgjafar mættir á staðinn og við vorum að sýna þeim fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá segir annar þeirra: "Af hverju færið þið ekki núverandi eldhús inn í stofu, búið til sameiginlegt eldhús og borðstofu og þá er eldhúsið fullkomin stærð á barnaherbergi og það þarf ekki að slá upp neina aukaveggi?" Ómægod!!! Þvílík snilldar hugmynd!! Af hverju höfðum við ekki fengið hana fyrr? Svona eru öll hús teiknuð í dag. Önnur ferð til arkitekts. Nei sorry guys. Engar lagnir, ekkert vatn, ekkert frárennsli. Gleymið þessu. En þráhyggjan var vöknuð. Náð var í lagnateikningar til borgarinnar, hringt í alla ættingja með byggingartæknifræðimenntun og viti menn! Við fundum mögulegt frárennsli. Það þarf bara að gera við það og fá leyfið. Allt á fullt á nýjan leik. Nýjar teikningar. Eldhúsið verður sameiginlegt með borðstofu. Skrilljón ferðir í milljón fyrirtæki sem selja eldhús og böð, parket og flísar og skápa. Mig dreymir eldhúsinnréttingar. Martraðakennt. Komin með iðnaðarmenn sem er þyngsta þrautin. Og nú þarf þetta bara að fara að byrja.

Mörgum finnst þetta of mikið vesen og skilja ekki af hverju við seljum ekki. Við erum í 140 fm eign, að vísu í blokk. Við viljum ekki úr hverfinu og ef við viljum stærri eign í Hlíðahverfi þá erum við að tala um eignir upp á 40-50 milljónir. Við fengjum kannski 25 milljónir fyrir okkar í núverandi ástandi. Mismunur 25 milljónir fyrir aukaherbergi að vísu í sérhæð en ekki blokk. Mismunur í mánaðarlegum afborgunum uþb 200.000 á mánuði. Svartsýnustu áætlanir fyrir þessar framkvæmdir eru 3 milljónir ef allt fer úr böndunum kostnaðarlega. Þá erum við komin með eign algjörlega eftir okkar höfði, herbergi fyrir alla og ennþá í hverfinu, í túnfætinum á Hlíðarenda, í göngufæri frá stærstu vinnustöðum landsins, og HR að hefja sína starfsemi á sama tíma og við seljum og flytjum út í sérnám. Ég er kannski ekki sú sleipasta í stærðfræði en mér finnst þetta frekar augljóst reikningsdæmi.

Kannski verður annað hljóð í mér þegar ég hef ekki komist í bað í mánuð;)

mánudagur, ágúst 27, 2007

TANNGÓMATANGÓ

Ég er að lesa Óðfluga eftir Þórarinn Eldjárn fyrir Ester Helgu. Það eru ánægjulegir endurfundir því hana lásum við með mikilli ánægju fyrir Ingvar.
Mesta snilldin finnst mér vera ljóðið Tanngómatangó. Ég ætla að leyfa ykkur að njóta þess með mér og vona að Þórarinn fyrirgefi mér það að auglýsa ljóðið hans.

Áðan er ég var
uppi á Freyjugötu
sá ég saman þar
sjöhundruð tanngóma í fötu.
Er mig að það bar
var einn þeirra japlandi mangó
og einn var algert skar
og annar bað um svar,
en hinir stigu tanngómatangó.

Illa varð mér við,
var þetta yfir strikið?
Svona séð frá hlið
sjöhundruð virtist of mikið.
Nú upphófst einhver bið,
uns allir þeir tóku að spangó,
la, þeir sungu: SVIÐ-
ASULTU ÞARF OG FRIÐ
TIL AÐ STÍGA TANNGÓMATANGÓ.


Hitt eftirlætið mitt er Bókagleypir. Ég hvet ykkur sem eigið börn að verða ykkur úti um þessa bók. Hún er drepfyndin og börnin læra rím á meðan foreldrarnir hlæja.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Hlaupablogg

Ég er byrjuð að hlaupa aftur.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Gyða systir

er komin í spilun á rás 2:)
Búin að heyra lag með henni í gær og í dag.
Hlakka óeðlilega mikið til að sjá Óvitana.
Sá mótleikara Gyðu í Astrópíu í gærkvöldi. Ég verð nú að segja að sú mynd kom mér ánægjulega á óvart. Bara ágætis mynd og mjög fyndin á köflum. Hins vegar er orðið óþolandi að fara í bíó. Miðinn kostar skrilljónir, SAMT er þröngvað á mann auglýsingum í 20 mínútur umfram auglýstan sýningartíma og svo aftur í þessu tímaskekkju hléfyrirbæri. Ákveðinn stemmari að fara í bíó svosem en ég held ég kjósi sófann minn og DVD mynd í framtíðinni. Eða sýningar Græna ljóssins. Maður á ekki að láta bjóða sér hitt helvítið!

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Að lokum

Það síðasta sem ég vil segja um þetta mál er að mér finnst furðulegt hvað það gleymist að konan kom sér 100% á eigin spýtur í þessar aðstæður. Það var enginn sem gerði henni meiri óleik en hún sjálf. Það voru hennar eigin ákvarðanir og gjörðir sem skiluðu henni þessari niðurstöðu. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir algjörum skort mínum á samúð. En ég skammast mín ekki fyrir hann.

Afsakið en....

svipta fólk sjálfræði og svæfa það áður en settur yrði upp þvagleggur?????!!!!!
Er einhver annar en ég gáttaður?
Að svipta einhvern sjálfræði sem hlýtur að vera mesta skerðing á mannréttindum og niðurlæging sem hægt er að upplifa vs. "niðurlægingin" að fá þvaglegg sem hundruðir einstaklinga ganga í gegnum hér á landi daglega, sumir mjög þakklátir á eftir.
Svæfing, sem er alls ekki áhættulaus, hvað þá á einstaklingi sem er ölvaður með magann fullan af áfengi og í mikilli aspirationshættu vs. þvagleggsuppsetning sem er fáránlega einföld og hættulaus aðgerð.
Það má vera að ég sé að stefna væntanlegri útskrift minni í hættu en ég verð að vera ósammála. Hins vegar er Moggabloggsvælukórinn yfir sig hrifinn af málflutningi yfirlæknisins. En það kemur svo sem ekki á óvart.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Kommon people

Ég trúi því ekki að siðmenntað, viti borið fólk sé að taka upp hanskann fyrir "fórnarlambið" í þvagleggsmálinu ógurlega. Konan er náttúrulega glæpamaður sem stofnar lífi og limum annara í hættu með að aka undir áhrifum og að mínu mati mætti ákæra þetta fólk fyrir tilraun til manndráps. Hafandi tekið fjölmargar svona blóðprufur þá veit ég vel hvernig þetta hefur farið fram og konunni hafa verið gefin fjölmörg færi á því að skila þessari þvagprufu upp á annan máta. Hún hins vegar neitar, lætur eins og berserkur og veit að tíminn vinnur með henni. Hvað á þá að gera?? Bara sleppa henni? Blóðprufan ein og sér nægir ekki í mörgum tilfellum og konan hefði sloppið án afleiðinga vegna skorts á sönnunum. Nú hins vegar var hún nöppuð og er gröm og þarf að finna blóraböggul. Réttast væri að skammast sín og líta í eigin barm og horfast í augu við alvarleika þess brots sem hún framdi.
Æi ég veit það ekki. Má ekki vanda til valsins á málstað til að berjast fyrir?

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Af engu

Sit á síðustu vaktinni og leiðist. Fáir veikir.
Ingvar hljóp í Latabæjarhlaupi í gær og endaði þriðji. Mjög gott. Hjónin foreldrar hans voru hins vegar með tárin í augunum af vonbrigðum og sjálfsfyrirlitningu í markinu í Glitnis maraþoni að hafa ekki drullast í hálfmaraþon. Handaband upp á það að vera með að ári.
Sundlaugin hennar Cousin Hab heillar. Er að spá í að fara þangað, ein, fyrst bóndinn er ekki áhugasamur um ferðalög með mér.
Er pottþétt á leiðinni á leiseraðgerð á augum. Er að tryllast úr sjóndepurð og sjónskekkju. Það er ekki hægt að vera svona!
Hversu sjúklega fyndið er að City hafi tekið United?

föstudagur, ágúst 17, 2007

Síðasti dagurinn

á Selfossi á sunnudaginn kemur. Lovely. Er enn að reyna að koma bóndanum úr landi með mér en það er ekkert að ganga neitt rosalega vel. Ég skil ekki af hverju honum finnst ekki gaman að elta krakkana á sundlaugarbakka á meðan ég ligg í sólbaði??? Hentar mér mjög vel en hann er með hund.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Friðlaus

Mér leiðist svo þegar ég hef ekkert til að tuða yfir.

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Tékklistinn hennar Esterar

Ester segir reglulega: "Ég á þessa mömmu, ég á þennan pabba og ég á þessa Lydiu"
Sumir eiga stjúppabba, sumir eiga Lydiur.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Loksins búin

með Harry Potter and the deathly hallows. Þá get ég farið að gera aðra hluti;)

laugardagur, ágúst 04, 2007

StjörnumerkiÞegar ég gekk með Ester Helgu þá var ég að vinna með stelpu sem var algjörlega obsessed af stjörnumerkjum. Nei þið skiljið ekki.................. manneskjan var algjörlega búin að tapa sér í málefninu. Og var að gera jarðbundnu mig vangefna. Frú Auðbjörg hefur aldrei fengið fleiri símtöl per tímaeiningu en akkúrat þarna. En víkjum aftur að gellunni. Alveg sama um hvað var rætt, alltaf byrjaði hún: "Já það er ekkert skrítið því hann er Ljón og Ljón fædd á þessu ári jarí jarí jarí......" eða var að útskýra fyrir fráskildum samstarfskonum af hverju hjónabandið hafi ekki gengið. Þær giftust allar mönnum í röngu merki fyrir þeirra merki. Og börnin, þetta var sko á leikskóla, sálgreindi hún hist og her og útskýrði alla þeirra hegðun út frá fæðingardegi. Úff bara við að rifja þetta upp blossar gremjan upp aftur. En það sem kveikti þetta hjá mér var að lesa að Billy Bob Thornton og Steingrímur J. Sigfússon eru báðir 52 ára í dag. Ég hefði viljað rökræða það við þessa gellu:) Ekki það að heilaþvegið fólk býr sér bara til líkindi og sannindi ef sannleikurinn eins og hann kemur af kúnni hentar þeim ekki. Þannig að þeir eru ábyggilega identical persónuleikar þegar búið að er kryfja þetta til mergjar.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Hugleiðing um fréttir

Það hefur aldrei brugðist að ef fjallað er um einhvern atburð í fréttum þar sem ég veit málavöxtu þá er fréttin röng. Nú í morgun hlustaði ég á frétt um bílveltu í Gnúpverjahrepp í gærkvöldi og hvert einasta litla smáatriði í fréttinni var rangt. Eða nánast. Samt gleypi ég við öðrum fréttum þar sem ég veit sjálf ekki málavöxtu eins og heilögum sannleik. Svo fór ég að pæla. Hverjar eru þá líkurnar á því að þar sé rétt farið með staðreyndir? Ég er svosem ekkert svakalega paranojuð um einhverja ritskoðun hér á klakanum en vinnubrögð virðast í það minnsta óvönduð. Það pirraði mig til dæmis að lesa um ána Missisippi á forsíðu mbl.is í morgun. Hver skrifar þetta?