luxatio hugans

awakening

laugardagur, október 24, 2009

Afmæli Esterar Helgu








þriðjudagur, október 20, 2009

Af fokking Sverige

En eg er thokkalega grom ut i helvitis Svia akkurat nuna. Fokking idjot! Tad ad logga sig in i heimabanka skammlaust er heilbrigdu folki um megn, og tegar eg hringdi i teirra meirihattar internettjonustu er svarid ad eg verd ad maeta i fokking utibuid til ad fa hjalp! Ekki gefa ykkur ut fyrir internettjonustu i gegn um sima örvitar!!!
Tad tarf allt ad taka milljon aukaskref her.
Jaeja best ad fara fram og vera indael vid naesta veika gamlingja sem kemur a akuten.

sunnudagur, október 18, 2009

Af bloggdögum

Sunnudagar eru bloggdagar. sunnudagar eru einhvern vegin ultimate frídagar. Alltaf einhver dagskrá og pressa á laugardögum en sunnudagar eru afslappelsi.
Palli og Hildur voru hjá okkur í nokkra daga og fóru í gær. Við fórum með þau á - surprise, surprise - El Corazone í gærkvöldi. En hey! Við reyndum að finna annan stað en það var annað hvort fullt þar eða þeir voru ekki með pizzur sem voru skýlaus krafa frá Ingvari og Ester, þannig að. Við sátum í horninu okkar góða. Þjóninn farinn að þekkja okkur.
Það var reyndar frekar fyndið, Hildur átti sænskan seðil sem hún ætlaði að losa sig við og borga hluta af matnum en restina á kort. Gaurinn tók allt af kortinu, stakk seðilinum í vasann og þakkaði hemskt so mycket fyrir sig. Hehehehe. Palli og Hildur, staurblankir íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn, borgðu næsta bjór á línuna á El Corazon. Jæja!

Það er fallegt veður í Gautaborg í dag. Heiðskýrt, glampandi sólskin og 4 stiga hiti. Tré og gras eru hrímuð svo það hefur verið frost í nótt.
Mér finnst Gautaborg falleg borg, byggingarnar eru gamlar og íburðamiklar með áberandi turnamenningu. Þessar gömlu íbúðablokkir í miðbænum eru allar skreyttar turnum. Mig dreymir um íbúð með svona turn. Hvaða töfrar leynast í svona turni? Það hljóta einhverjar stórkostlegar gersemar fyrri eiganda að hafa gleymst þar.

Eitt sem angrar mig hér eru sporvagnarnir. Ég skil gjörsamlega ekki conseptið. Þeir stoppa á sömu stoppustöðvum og strætisvagnarnir. Þú ferð á stoppustöð og velur annað hvort strætó eða sporvagn. Teinarnir eru á götunni og truflast því af umferð, altso sporvagninn kemst ekki óháður, hraðar leiðar sinnar og út um allt eru þessar ljótu sjónmengandi sporvagnalínur í augnhæð. Þetta meikar akkúrat engan sens. Ef þið ætlið að búa til óháð samgöngukerfi, búið þá til neðanjarðarlestarkerfi!! Gaurarnir í Stokkhólmi gátu það, sláið á línuna og fáið ráð. Ég fæ brjálæðiskast af þessu!

Vika í kettlingana og vika í Bergþóru og Agnetu. Ó hve himnesk vika 44 verður!

miðvikudagur, október 14, 2009

Af kattaeigendunum

En við keyptum kött í gærkvöldi, eða, ehem, ég veit ekki hvort ég á að þora að skrifa það hér, en við keyptum reyndar tvo kettlinga í gær. Þeir voru svoooooo sætir, og systkini og við gátum ekki valið og ljótt að stía þeim í sundur, svo við keyptum tvo. Enda þegar öllu er á botninn hvolft, þá er aðalvesenið að fá sér kött, með öllu sem tilheyrir, en hvort þeir eru einn eða tveir, það spelar ingen roll faktist!

Svo, við Ingvar bröltum til Hisengen í gær. Keyrðum í gegnum Tuve þar sem þriggja barna móðir var tekin fyrir að selja krakk í heimahúsi í gær. Rataði í GP fyrir vikið. Keyrðum framhjá Biskupsgarden þar sem bílar eru reglulega brenndir, og svo keyrðum við útá illa upplýstan sveitaveg þar sem ég sá engin hús.
Jesús, hugsaði ég. Þessi auglýsing var bara gabb og nú verðum við drepin! En áfram skröltum við og allt í einu kom ég að svona sætum sveitabúgarði, með hesthúsi og látum. Þar var hin geðugasta fjölskylda að selja kettlingana sína. Ohh þetta var svo gaman. Skemmtilegustu kaup sem ég hef gert lengi. Þau ætla svo að hafa þá til fös. 23. okt, en þá ætlum við að sækja þá og vonandi ná að halda þeim leyndum til að geta vakið Ester með litlum kettlingum í afmælisgjöf morguninn eftir.
Æi lillan. Þessir flutningar taka meira á hana en Ingvar finnst okkur. Hún talar miklu meira um það að sig langi heim. En í Eskihlíðinni var ekki hægt að hafa neinn kött, og það veit hún, svo vonandi verða þetta jákvæð rök með veru okkar hér. Það mætti kannski sjá þetta sem svo að verið sé að kaupa krakkann, en ég er ósammála. Hún elskar kisurnar í götunni, og ég held að hverjum krakka sé hollt að eiga gæludýr.
Þannig að - ef þið eruð með ofnæmi þá vinsamlega taka histasínið sitt með ef þið ætlið að koma í heimsókn.

föstudagur, október 09, 2009

Af koddahjali

Hún Ég nenni alls ekki í vinnuna í dag!
Hann: Ef þú ferð ekki í vinnu þá getur þú ekki keypt hluti.

Hún: Ef ég held áfram að lita hárið á mér ljóst þá eru það 1000 sænskar á mánuði.
Hann: Já það er aðeins hærra en leikskólagjöldin sem við borgum mánaðarlega.

fimmtudagur, október 08, 2009

Af fréttum

Olli frændi kom hingað og fagnaði þrítugsafmælinu sínu. Ég var svo lánsöm að Helga Ásgeirs ákvað að halda upp á þrítugsafmælið sitt og gat ég því dregið Olla í heljarinnar veislu, að vísu ekki hans eigin en nóg var af góðu fólki og góðum veitingum;)
Á sjálfan afmælisdaginn drógum við svo Olla í Liseberg og hann var settur í öll hræðilegustu tækin. Gamla kellingin, ég altso, fór líka í mínar fyrstu rússíbanaferðir þann daginn en hingað til hef ég látið mér nægja að standa og horfa á Ester í litlum flugvélum. Það var gaman í rússíbönum sko!!
Olli ákvað að nota þetta góða tækifæri að verða drulluveikur og lá niðri í gestaherbergi og reisti vart höfuð frá kodda í tvo sólarhringa. Við hin höfum ekkert látið þennan vírus ná okkur.

Ester kom með pabba sínum að sækja mig í vinnuna um daginn. Sérfræðingurinn á teyminu mínu spjallaði við hana á sænsku og mér til furðu svaraði hún spurningum hans á sænsku. Við erum nefnilega ekki mikið að tala sænsku við hana heima;)
Hún er líka farin að blanda saman hérna heima. Mamma, titta! Ég vil fá filmjölk. Ég vil fara á lekplatsen.

Svo bíður maður bara eftir því að vera kærður til Socialstyrelsen. Nógu fjandi algengt virðist það vera!








En það er ekkert sérstaklega mikið í fréttum.

laugardagur, október 03, 2009

Af tjugohundrad

Eitt sem er skrítið í Svíþjóð, það eru tölurnar. Hehe það er mjög erfitt að segja 20 og 70 og mjög, mjög, mjög erfitt að segja 27 og 72. Ég þarf að vanda mig mjög. Ég hef fengið til baka læknabréf með athugasemd að ég segi á einum stað að sjúklingurinn sé á 75 mg af Trombyl en á öðrum stað 25 mg af Trombyl. Þá hef ég ekki verið að einbeita mér nógu kröftuglega að framburði talna;)
Fyrstu dagana þegar ég var að fletta með sérfræðingnum mínum þá var hún oft að segja mér að hinn og þessi sjúkl. hefði farið í aðgerð eða fengið infarct eitthvað ár. Ég átti mjög erfitt með að ná ártalinu alltaf. Svo eftir nokkra daga eða viku, fattaði ég að hún var að segja 2000 og eitthvað ártal.
20 er tjugo, sagt sjúgú.
Þannig að hún sagði alltaf tjugohundradaotta (sjúgúhundradaotta).

Okei þá áttaði ég mig á því að þeir segja ártalið tuttugu hundrað og níu. Hvað er að þessum Svíum? Dísess, þetta er eins og að segja ...... uhh já nítján hundrað og níu. Já einmitt, eins og við gerðum. Nema í stað þess að halda viðtekinni venju skiptum við í tvöþúsund. Sem, ef maður hugsar til framtíðar, er stupid. Maus að segja árið tvöþúsund, eitthundrað og tólf.

Já Svíinn! Hugsar fyrir öllu!

fimmtudagur, október 01, 2009

Af Dodda

sem er snillingur!!
Hann fékk fellda niður stöðumælasektina upp á 600 skr.

Sem er fokking trevligt! Tack så hemskt mycket!

Það er voða skrýtið þegar þeir þakka svo hemskt mycket fyrir eitthvað. Mér finnst þeir vera að segja heimskt mikið en þetta sýnir víst eitthvað ægilegt þakklæti. Precis!