luxatio hugans

awakening

föstudagur, mars 26, 2004

Ég held að ég verði að vera sammála Barbie. Júróvisjón lagið er nokkuð gott bara. Þegar ég sá myndbandið þá skildi ég það þannig að gellan ætti að vera dauð, og að hann saknaði hennar, en ekki enn ein fokking aumkunarverðu sambandsslitin. Svo las ég viðtal við textahöfundinn, sem er nú bara snillingurinn Magnús Þór Sigmundsson, hey og þá er textinn einmitt um dauða konu. Kúl. Eða eitthvað.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Okei, ég vissi reyndar að ég væri paranoid, en.........

I am a Conspiracy NutWhich America Hating Minority Are You?


Take More Robert & Tim Quizzes
Watch Robert & Tim Cartoons


Ef ég væri með kommentakerfi, þá yrði sjálfsagt allt vitlaust núna.........
Ég er ekki á móti skólagjöldum í Háskólanum, ég held svei mér þá að ég sé fylgjandi þeim. Og vil ég náðarsamlegast benda á að ég er ekki að fara að útskrifast í vor, og mun þ.a.l þurfa að borga þessi skólagjöld, verði þetta að veruleika. Ég er í mínu námi búin að rekast á tækjaskort og alls konar niðurskurð í kennslu, eins og því að krufningum var hætt vegna fjárskorts, og tel því að aukið fjármagn gæti verið til góðs fyrir mig sjálfa. Er sanngjarnt að þetta aukna fjármagn komi með hærra hlutfalli af launum skúringarkonunnar á Grund? Eða ruslakallanna eða bensínafgreiðslumanna? Ég tel að svo sé ekki. Mér finnst allt í lagi að ég borgi brúsann sjálf en ekki skattgreiðendur, sem kannski eiga sjálfir enga möguleika til náms. Ég mun væntanlega hafa hærri laun en þetta fólk í framtíðinni. Allavega er þetta mín skoðun, og nú er ég glöð að vera ekki með kommentakerfi:)
Líf og fjör.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ég hvet alla sem hafa gaman af góðu gríni, til að tékka á síðunni hans Ingvars míns, og fara í gullkornin hans. Drengurinn er óstöðvandi í gríninu.

Ég verð að tjá mig aðeins um heimildamyndina "Í skóm drekans".
Mér fannst hún helvíti góð. Bæði með tilliti til atburðarrásarinnar og líka húmors. Mér fannst hún nefnilega frekar fyndin. Eitt af betri atriðunum er þegar einn af eigendum keppninnar biður hana að skrifa hvað hana langi til að verða. Hrönn: "Verða? Ég ER eitthvað." Fyrrverandi fegurðardrottning: "Já ég veit það, hvað þig langar að verða þegar þú verður eldri." Hrönn: "Ég get alveg sagt þér hvað mig langar til að læra og hvers vegna mig langar til að læra það" Þetta fannst mér alveg brilliant. Hún var svo vitsmunalega yfir þetta hafin, að það varð henni nánst ofviða undir lokin.
Nú er ég ein af þeim sem finnst fegurðarsamkeppnir alveg glataðar. Þá er viðhorfið í þjóðfélaginu þannig, að ég hljóti að vera á móti þeim vegna þess að ég er svo ljót að mér hefði aldrei verið boðið að taka þátt. Bara ljótt fólk fílar ekki fegurðarsamkeppnir. Eða að ég hljóti að vera íhaldssöm lesbía sem rakar sig ekki undir höndunum. Fólk er fífl.
Það sem mér finnst verst við hrútasýninguna er þegar verið er að kynna úrslitin, aðeins eitt sæti eftir, og þær standa þarna með stirðnuðu brosin og maður sér að hjartað nær ekki lengur að dæla blóði upp í andlitið, og svo fær ein sætið. Hinar standa með kökkinn í hálsinum, þráðbeint brosið og þylja í huganum: "það var gaman að vera með, það var gaman að vera með" svo að þær fari ekki að grenja. Þarna gildir einu þó þær séu í fegurðarsamkeppni Íslands, þær voru samt of ljótar til að vinna, og með þá sjálfsmynd fara þær heim. Svo verður minningin svo sár að þær roðna og blána og fara allar hjá sér ef einhver vogar sér að spyrja hvort þær hafi verið í hinni eða þessari keppninni. Ég hef aldrei hitt stelpu sem hefur tekið þátt í svona keppni sem skammast sín ekki fyrir það. Þetta er alltaf eitthvað sem ekki má ræða.

Ég ligg á leyndarmáli. Hrikalega er það erfitt!!

föstudagur, mars 19, 2004

Það var alveg hrikalega gaman að horfa á Borgarholtsskóla sigra MR í Gettu betur í gærkvöldi:) Spenningurinn í mér var þvílíkur, það var engu líkara en að minn eigin frumburður væri í liði Borgarholtsskóla. Sem hann er ekki. Og þá spyr maður sig, hvort þessi ákafa, sterka, yfirþyrmandi löngun til að sjá MR detta út sé ef til vill eitthvað sjúkleg?? Og enn og aftur get ég sagt NEI. Ég er að læra læknisfræði og það hefur ekkert verið fjallað um það að þetta sé pathological eða abnormal ástand. Ergo þetta er normal.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Ég las Víkverja morgunblaðsins í morgun. Þar er Víkverji staddur í þvottahúsinu í fjölbýlinu þar sem hann býr , og er að taka úr og setja í vélar. Tvær gamlar konur eiga leið hjá og lýsa aðdáun sinni á honum. "Hugsaðu þér hvað lífið hefði verið dásamlegt ef við hefðum átt svona kall" átti önnur þeirra að hafa sagt. Víkverji fór að hugsa og fannst að ungu nútímakonurnar hafi gleymt þessari sögulegu staðreynd og að körlunum veitti ekki af að fá fleiri hvatningaorð frá okkur ungu nútímakonunum fyrir vel unnin störf.
Gott og vel. Til að byrja með var ég mjög innblásin af þakklæti og rauk til og þakkaði Þóroddi fyrir það hvað hann tekur virkan þátt í heimilisstörfunum. Þóroddur umlaði eitthvað af áhugaleysi enda niðursokkin í 4. árs verkefnið sem hann á að flytja á morgun. En þá hringdu einhverjar bjöllur í hausnum á mér. Hvaða rugl er þetta??!! Skyldi Víkverji þakka konunni sinni eitthvað sérstaklega fyrir það, að hún tekur þátt í heimilisstörfunum með honum? Eða ef út í það er farið, að þakka öllum eldri og heldri konum fyrir það, að þær skyldu alltaf hafa gert allt einar, gjörsamlega möglunarlaust, öldum saman. Ég neita því ekki að ég er þakklát fyrir tímana sem ég lifi á, en mér er skapi nær að þakka Bríeti Bjarnhéðins, Björgu C. Þorláksson, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Auði Auðuns (svo einhverjar séu nefndar) heldur en Víkverja þó svo að hann drullist til að setja í þvottavél. Enda vinnur konan hans pottþétt úti.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Jæja þá eru nokkrir dagar í fyrsta prófið, og það bregst ekki, svo sannarlega bregst það ekki, að helv....... sólin byrjar að skína. Venjulega byrja ég seinna í prófum og þá hefur sólin líka verið seinna á ferðinni. Veðurguðunum er í nöp við mig.

sunnudagur, mars 14, 2004

Guð er til, Guð er góður og Guð er með húmor!

Gyða systir mín er 8 ára og er farin að blogga. Ekkert sérlega greit blogg en þið vitið. Alla vega gellan er 8 ára og hún er með link sem heitir "Bjór faðirvorið" á síðunni sinni. Uuuuuuuhhhhhhhhhh, ég er að öðru leiti orðlaus. Kannski þarf að flengja krakkann??!!

miðvikudagur, mars 10, 2004

Tek út linka á lélega bloggara og skammast mín ekkert fyrir það!!!

sunnudagur, mars 07, 2004

Ég var í röðinni í morgun. Gekk frekar vel í prufunni og fékk að vita að ég hefði mjög líklega komist að. Bandið heitir Radioactive pussycats og í því eru, auk mín, Stefanía, Gurrý, María, Sjöfn og kannski ein enn sem við vitum ekki hver er. Þetta er ótrúlega spennandi og ég hlakka mjög til. Vona að þið eigið öll eftir að koma og sjá mig performera. Líf og fjör.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn........... Trista er heimsk. Hvað er málið með ljóta og leiðinlega Ryan??!!! Ég elska Bob. Ég hef elskað Bob frá því við hittum hann fyrst og ég elska hann enn.

Ég er samt ekkert geðveik fyrir vikið. Þetta er totally normið. Ég veit það. Ég er að læra læknisfræði.

mánudagur, mars 01, 2004

Ég klökkna þegar annað fólk klökknar.

Er reyndar ekki að gúddera þessar niðurstöður..............

Soroity Slut
You're Soroity Slut Barbie! You're easy and you're
really cheesy! Have fun with the entire
football team.


If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla

Set inn link á útskriftarvefinn okkar svo Robbi elti mig ekki uppi og tússi fötin mín. Tékkið á honum og skráið ykkur. MAingar sko, ekki hinir.