luxatio hugans

awakening

föstudagur, október 31, 2003

Úrslitin í Idol í kvöld voru mjööööög góð. Ég er mjööööööög sátt.
Veit ekki ennþá hvernig Bachelor fór??!!

Þegar ég sótti son minn á leikskólann í gær þá sungu allir krakkarnir; "hvar er hvar er hvar er hvar er húfan mín, hvar er húfan mín hvar er húfan mín." Snilld, en ég vona samt að þau læri ekki restina af textanum né tileinki sér hann!!

fimmtudagur, október 30, 2003

Hálfvitar!!

Ég er búin að setja inn myndir úr útskrift Auju, undir "útskrift Auju". Ég virðist ekki hafa tekið upp myndavélina fyrr en eftir að Bergþóra, Elín, Betty, Gunna K, Anna María og fleiri góðar gellur voru farnar. Það voru mistök, ekki með ráðum gert og náttúrlega algjör skandall!! Ha, Bergþóra?!

mánudagur, október 27, 2003

Og annað. Grunsemdir mínar um piparsveininn virðast hafa verið á rökum reistar. Þetta er einstaklega áhugavert þar sem að ég hef ekki verið með puttana í þessu máli, né hef ég tjáð mig um það. Þannig að ég verð að fá útrás hér. Róm var ekki byggð á einum degi og Allý hættir ekki að vera stjórnsöm á einum degi heldur. EN ÞETTA ER ALLT Í ÁTTINA!! En drengurinn fer norður með stúlkunni á eftir (sjáið...ég set ekki einu sinni nöfn!), við vonum bara að það verði ekki til barn í skúrnum. Skúrinn hefur tilhneygingar til að geta af sér börn. Reynið að varast það.

Hér er eitt sem er áhugavert. Eins og staðan er í dag stendur val þjóðarinnar um tvo geðsjúklinga í embætti forseta Íslands. Annar geðsjúklingurinn er Snorri Ásmundarson, myndlistamaður og hinn er Ástþór Magnússon, friðarsinni. Hvurs konar þjóðfélag er þetta eiginlega?? Í blöðunum er birtar móðursýkislegar kannanir sem sýna er meirihluti þjóðarinnar vill hafa Ólaf Ragnar Grímsson áfram sem forseta. Og af hverju stafar þá móðursýkin? Jú vegna þess að háttvirtur Ólafur, situr sallarólegur á svínabúinu að Bessastöðum, og telur sig vera yfir það hafinn að svara þjóðinni hvort hann ætlar fram í vor. Hann situr og hlær á meðan grísirnir æða um allt í leit að Æðsta Svíni. Persónulega finnst mér Dorrit miklu áhugaverðari en Ólafur. Getum við ekki haft hana fyrir forseta? Skárra að hafa gyðing en geðsjúkling.

sunnudagur, október 26, 2003

Ég HATA keðjubréf sem ég fæ á netinu. Keðjubréf sem hafa subject: "Plís ekki eyða, ÞETTA ER ALVÖRU!!!!" eða "Ef þú ert með hjarta þá eyðiru ekki þessu bréfi"
Okei, hver er punkturinn? Ég verð að senda milljón manns bréfið ef ég á ekki að verða fyrir einhverri hræðilegri ógæfu. Ég hef stundum hugsað; Hvernig vini á ég eiginlega? Sem senda mér bréf sem getur valdið mér hræðilegri ógæfu ef ég sendi það ekki áfram. Eða bréfin um vináttu sem maður fær frá vinum og á að senda vinum, þar með talið þeim sem bréfið kom frá........TIL AÐ SANNA VINÁTTUNA. Kræst.
Eða, ómægod, bréfin þar sem maður á að fá pening eftir fjölda þeirra sem fá bréfið frá mér, eða bréfin þar sem er verið að tékka á því hvort að hotmail adressan mín er virk. Eða hugleiðingin um veika drenginn sem missti mömmu sína, ef þú ert með hjarta með sendiru þetta bréf til 20 manns. Why? Hvað breytist?
Ég gæti haldið endalaust áfram. Ef þeir sem eru með mig á póstlista og senda mér þessi bréf, eru að lesa, viljið þá hundskast til að taka þetta til ykkar og taka mig af þessum listum, ég vil ekki fá þessi bréf.

laugardagur, október 25, 2003

Baldur leggur mig í einelti á netinu þessa dagana. Nú rakst ég á bráðskemmtilega grein um hann sem þið verðið að tékka á.

föstudagur, október 24, 2003

Hvernig finnst ykkur að þessi gella skuli halda úti heimasíðu á barnaland.is??!! Ég er ekki að ná upp í það, að það sé hægt að vera svona glataður. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um hæðir, eða kannski víddir, sem mögulegt væri að ná í glötun, en þetta sprengir ALLT utan af sér.

FRÁBÆRT!!! Nú get ég flengt Bóbó í tölvunni minni. Ég fékk óhugnalega mikið út úr því. Best er þegar hann segir: Ái.

fimmtudagur, október 23, 2003

Uhm. Unaðslegt afmæliskaffi hjá Auðbjörgu áðan. Enda státar hún sig af ógurlegri kaffimaskínu einhverri, kaupir bara kaffi af kaffitár og snobbsýróp. Jæja ég kom með bakkelsið. En það er alltaf gott að fá svona gott kaffi. Hátíðahöldin ætla þó engan endi að taka því á laugardaginn útskrifast gellan úr háskólanum og ætlar að slá upp teiti.
Auk þess er ég búin að setja inn myndir úr innflutningsparty Ragga í albúmið.

Að mér læðist sá grunur að fyrrum Anna Frank, núverandi Andrew Firestone, sé að slá sér upp. Athyglisvert. Áhugavert. Forvitnilegt.

Í dag á stórmerkileg kona, stórmerkilegt afmæli. Konan er engin önnur en Auðbjörg Björnsdóttir Kort. Já árin eru orðin 7 hjá þessari kerlingu. Oldtimer eða ekki oldtimer, það er aukaatriði í mínum huga. En annað sem mér finnst skipta meira máli er; Ef það að hjálpa öðrum er hornsteinninn að eigin bata, skrifast þá ekki síðustu 10 mánuðir Auðbjargar á mig??!! Er þetta ekki allt meira og minna mér að þakka??!!

þriðjudagur, október 21, 2003

Ég áskil mér þann rétt að skipta um skoðun. Svo here goes......
Ég er hætt að halda með hommunum hötuðu í amazing race. Ég held með trúðunum. Þeir rokka og eru þokkalega fyndnir. Þeir eru heldur ekki ömurlegir við neinn.

Svona "staðfesta" vekur aðdáun mína.

Koma svo strákar!! Nota þennan tíma vel.

mánudagur, október 20, 2003

Fyrsti Íslendingurinn sem fékk nóbelinn. Athyglisvert.

Okei, nú á ég mér favorite í nokkrum flokkum:

1. Idol: Helgi
2. Amazing race: Hommarnir hötuðu
3. Bachelor: Tina fabulous
4. Survivor: Þursinn

föstudagur, október 17, 2003

Oft er talað um það hvað unglingarnir eru óalandi og óferjandi, en ég ætla rétt aðeins að fjalla um hvað gamalt fólk getur verið óalandi og óferjandi. Engin gremja þó! Ég var að fara í skeifuna áðan, og er að fara út úr hringtorginu í fullum rétti þegar gömul kona undir stýri var hér um bil búin að drepa mig. Ég legg á planinu fyrir framan Hreyfingu, Faxafeni, og þar sem ég er að labba yfir planið kemur einn gamlinginn á fleygiferð á Hyundai Accent, og er hér um bil búinn að keyra á mig. Augnaráðið benti til þess að ég hefði ekkert erindi að vera að flækjast þarna á bílaplaninu. Hvað er annars málið með gamla kall á Accent?? Var tilboð til ellilífeyrisþega? Þegar ég var búin í Hreyfingu þá fór ég í Bónus, Faxafeni. Þar stóð ég í röð við kassann og gömul hjón voru í röðinni fyrir aftan mig. Maðurinn fyrir framan mig er að tína upp á bandið og ég bíð róleg, og þá er farið að ýta kerrunni aftan á kálfana á mér. Ég mjaka mér ögn framar og fæ umsvifalaust gulu bónuskerruna í kálfana aftur. Ég sný mér við með vandræðalega "égkemstekkiframarbrosið" og fæ "hættuþessuandskotanshangsieðafarðuúrröðinnilúkkið" frá þeirri gömlu með kerruna. Það var frekar vont að vera með kerruna í kálfunum. Og svo var mér ýtt í burtu því ég var alltof lengi að kvitta á debetnótuna og færa mig frá svo annað þeirra gæti stillt sér upp við endann á bandinu, tilbúið með gulan bónuspokann. Mig langaði að biðjast afsökunar á tilveru minni og fara svo í bílinn og gráta. EN ég gerði það ekki. Það er idol í kvöld og þá er maður glaður!!!!

fimmtudagur, október 16, 2003

Allright folks. Þar er skylda að fara inn á síðuna hans Benna litla og skoða myndirnar af honum í landhelgisþyrlunni. Algjör snilld.

þriðjudagur, október 14, 2003

Fannst engum öðrum en mér þetta áhugavert?! Er ekki verið að búa til starf handa Hannesi Hólmsteini svo að það sé ekki hægt að meina honum aðgang að skjölum Laxness? Er ég með paranoiu?
Annars verð ég að segja fyrir mitt leyti, að mig langar miklu frekar að lesa ævisögu eftir sjálfstæðan ævisöguritara heldur en einhvern sem er handbendill fjölskyldunnar. "Æi, Halldór minn, vertu nú ekki að rifja þessi leiðindi upp." Og hann þorir ekki öðru en að hlýða, af því að hann er með aðgang að skjölunum. En þetta eru bara mínar hugrenningar, ekki staðreyndir.

Jæja ég fékk mér cheerios áðan. Er það í fyrsta skipti síðan viðbjóðsauglýsingarnar voru birtar. Lengi vel hélt ég að ég myndi aldrei framar fá mér cheerios, en það var ekkert annað til áðan. Ég varð að syngja lag á léttu nótunum og spila friends þátt í huganum til að fara örugglega ekki að hugsa um auglýsingarnar, þá hefði ég ælt. Ömurleg markaðssetning. Örugglega einhver sú alversta í Íslandssögunni.

laugardagur, október 11, 2003

Það var mjög gaman í mat hjá Kristínu og Matta í gærkvöldi. Að sjálfsögðu var íslenskt lamb í matinn handa danskinum sem fer út á mánudagsmorgun. Buhuhu. En svo var það mál málanna, IDOL. Ég á mér strax uppáhald (nokkur) Það er sæti strákurinn með flautuna og krullurnar, og sæta stelpan sem er alveg eins og Britney. Svo slær MA hjartað með Ernu Hrönn og hinni þarna. Þetta er ógesslega skemmtilegt. Bara of langt á milli föstudaga:(

Ásta frænka er komin í Val. Sem ég er mjög ánægð með. Valur er hverfisliðið mitt, sennilegast fer Ingvar á fótboltaæfingar hjá Val í vor, og þá þarf ég ekki að vera eitthvað að halda með einum hér og hinum þar......... sem eru frávik. Frávik valda þráhyggju hjá mér. Ekki gott. Ásta, ég er sátt við þig. ÁFRAM VALUR!!!!

fimmtudagur, október 09, 2003

Fyrir þá sem hafa lesið bloggið mitt á læknagarði og reytt hár sitt í örvæntinu yfir villunum sem koma fram þar, þá get ég sagt ykkur til mikillar gleði að tekist hefur að uppræta vandann. Ekki voru þó gáfur mínar þar að verki, heldur gáfur manns, sem rétt í þessu hlaut viðurnefnið "snillingur". Gaman hefði verið að lifa á víkingaöld þar sem allir báru viðurnefni. Mig rennir í grun um að mitt hefði verið "hin fagra". Að vísu misstu allir tennurnar úr skyrbjúg á þessum tíma eða voru drepnir fyrir að móðga einhvern (Shit maður hvað ég væri steindauð!!!) En það hefði samt verið gaman að hafa viðurnefni. Nema kannski fyrir Dodda hinn rauða eða Baldur hinn digra, ég held að feitur hafi ekki verið notað á víkingaöld.

Set inn link á Heiðrúnu bekkjasystur mína, Dr. Maack. Fjalla færslur hennar að mestu leiti um alkóhól, viðveru þess eða fjarveru í hvers kyns mynd. Það höfðar nú til margra..............

þriðjudagur, október 07, 2003

Fjandi er nýja lagið með Marilyn Manson gott. Þessu hefði ég nú ekki átt von á........ þetta er mjög úr karakter fyrir mig.

sunnudagur, október 05, 2003

Vei, vei, vei. Ákvörðun mín og nýja liðið er að sanna sig. Mikil gróskutíð er framundan og ég horfi björtum augum fram á vegin.

laugardagur, október 04, 2003

Síðast en ekki síst var hið árlega heilapartý í kvöld. Undirrituð var þó öllu rólegri í ár en fyrra ár, samt var mjög gaman. Byrjaði með partý í svítunni hans Bóbó og svo var farið í sal kafarafélagsins í Nauthólsvík. Myndir komnar inn, undir "heilapartý"
Lifið heil.

Svo í dag var Benni litli skírður, á Kaþólskan hátt. Þetta var svakaleg athöfn, mikið líf og fjör. Svo var einhver svaðalegasta matarveisla sem ég hef farið í lengi hjá þyrluflugstjóranum. Einnig eru komnar inn myndir af því, undir "Benni litli skírður"

Í gærkvöldi var heldur betur gaman. Þá hittumst við í mat hjá mér, Kristín og Matti, Begga og Benni og við Doddi, með barnaskarann að sjálfsögðu og þetta er í fyrsta skipti ever sem við náum að vera öll saman. Það eru að sjálfsögðu komnar inn myndir af þessu undir "endurfundir"
Svo var horft á idol með tilheyrandi tilþrifum. Þetta var svo gaman að þetta verður endurtekið næsta föstudag hjá Kristínu og Matta. Þá þarf maður bara að koma sér upp í óbyggðirnar=Mosó.

föstudagur, október 03, 2003

Sonur minn er því líkur aðdáandi Sálarinnar hans Jóns míns. Hann syngur hástöfum "allt eins og það á að vera" og "vatnið, rennur í ólgandi straumi" Lesendur muna e.t.v eftir því að móðir drengsins mátti ekki missa af einu einasta sálarballi hér á árum áður og gilti þá engu hvort það var í Ídölum, Miðgarði, Sjallanum, Víkurröst eða hvar. Það skipti ekki öllu heldur þó maður væri ekki með bílpróf, maður komst samt á staðinn. Það sem maður lagði á sig stundum, það er með ólíkindum.

Guð minn góður, Þóroddur er að syngja. Fátt veit ég verra í heimi hér.

Þóroddur kom heim einn daginn núna og sagði: "Allý, þú ert með vanvirkan skjaldkirtil" Svo óð hann aftan að mér og tók utan um hálsinn á mér. Ég er mjög kitlinn og auk þess afar hvumpinn og ég barðist þess vegna á hæl og hnakka til að ná andanum. Það varð til þess að hann herti takið og æpti á mig: "kyngdu, ég finn ekki neitt nema þú kyngir" Þá rak ég upp öskur þess, sem veit að hann er að deyja, og við það losnaði ég. Mikill háski það. Og eftir stendur að ég veit ekki hvort ég er með vanvirkan skjaldkirtil, það væri samt mjög skemmtilegt, því þá fæ ég grennandi hormón i.v.

Ég hlakka mjög til í kvöld. Þá koma til mín í mat, danskurinn, Begga, Benni og Benni jr. Svo koma líka Kristín, Matti, Anton og Allý litla.
Það verður forréttur, aðalréttur og eftirréttur og auk þess er IDOL í kvöld. FRÁ AKUREYRI!!!!! ÓMÆGOD. Þannig að allt stefnir í að þetta verði mikið líf og fjör.