Best að henda inn nokkrum línum fyrst ég er vöknuð fyrir allar aldir á laugardegi, Doddi enn fullur í einhverjum skerjagarði og einn og hálfur tími í fimleikana hennar Esterar. Síðan síðast er ég búin að fara á EM í Finnlandi sem var algjörlega meiriháttar ferð. Nenni eiginlega ekki að gera henni frekari skil hér þar sem Feisbúkk sá algjörlega um það. Samt bara að þessar stelpur í landsliðinu eru æðislegar, hver og ein einasta. Stolt af því að hafa fylgt þeim og fengið UEFA umfjöllun fyrir að vera meiriháttar stuðningsmaður;)
Allavega, það var lent seint um kvöld í Gautaborg og farið að sofa með öran hjartslátt og þurran munn. Daginn eftir var haldið á Östra og það beið eftir með ritari með lykla, aðgangsorð og blöð að undirrita. Svo bara í dressið og upp á deild. Byrjað að runda! Þar tók á móti mér ST-læknir sem ég kannaðist strax við, en hún heitir Alexia og var heim á Íslandi á kandidatsári og eitthvað meira minnir mig. Hún er búin að vera alveg himnesk við mig. Hjálpar endalaust mikið!! Reyndar þótti mér alveg nóg um þegar hún spurði hvort ég vildi ekki journalisera á degi 2. En þegar maður pælir í því, þá lærir maður ekki rassgat nema svitna yfir því, alveg sama hversu leiðinlegt það er á meðan á því stendur. Fyndið hvað einfaldir hlutir vefjast fyrir manni á sænsku;) Ekki sögutakan og skoðun þannig lagað, en að koma því frá sér á diktati! Hjartahlustun á sænsku?? Uhh jú þeir segja nefnilega ekki S1 og S2, heldur RR, ingen bil eller blasljud. Að lýsa roða á kálfa og umfangsaukningu. Aumingjans, aumingjans ritararnir sem þurfa að koma þessu á þokkalegt mannamál. Þær eru samt misliðlegar því stundum koma þessar fínu nótur frá a-ö með engu til að laga, en aðrar senda mér til baka eitt stórt ........., Hann kommer pga ......., men inte ......., och ........ !!
Hehehe.
Fyrsta vikan gekk bara ágætlega. Nokkrir júrnalar, nokkrir dagálar, eitt læknabréf sem heitir epikris hér og er ýmist sent eða ekki, voða skrýtið eitthvað, eitt vottorð! Nokkrir astrupar og ein rectal exam. Voða nemabragur á þessu hjá mér.
Þrír hádegisfundir þar sem ég skildi 10% en fékk voða gourmet að borða í boði einhverra sem veit ekki hverjir eru. Sjálfsagt einhverjar mútur en gott að vera mállaus og vita það ekki ennþá. Mest spes var að sitja undir fræðslunni hjá sænska húðlækninum sem var að segja okkur að vera eins mikið í sól og mögulegt væri, án sólarvarnar, vegna D-vítamín skorts sem væri landlægur. Hrópandi mótsögn við allt sem manni hefur verið innprentað, en gott og vel!!
Þetta er í grunninn alveg eins og heim svo sem, sama rútínan. Rtg. fundur á morgnana, stofugangur, pappírsvinna og beiðnagerð. Þarf bara að ná tungumálinu og hvernig kerfið funkerar og þá er annað til staðar.
Svo tók við vika á bráðamóttökunni. Það er svo sem voða svipað og heima líka. Munurinn liggur einkum í því að það er yfirlæknir sem sinnir triage. Hann er frammi með 3 skoðunarrými og tvær hjúkkur og flokkar eins og mofo. Sendir heim eins og vindurinn, en það sem hann ekki sendir heim kemur inn til okkar. Þá er eiginlega garanterað að það er innlögn, það er bara þannig, og þá klárar maður það bara einn, tveir og þrír. Ekkert vesen og engar óþarfa rannsóknir. Það er alltaf verið að bremsa mig í einhverjum rannsóknum, mér finnst það voða skrítið, en svona er það bara hér. "Af hverju ætlaru að fá rtg. mynd af lungunum? Þú veist hann er með sýkingu og er að leggjast inn!" Uhh okei! Svo skil ég ekki þessi venu blóðgös sem koma rutinert. Mar fær Hb og ekkert annað úr blóðstatus, kalium, krea og venu blóðgös þar sem PCO2 er í kPa. Ég er engu nær um ástand viðkomandi.
ST-læknirinn sem ég var með þessa viku á BMT var að gera mig geðveika. Hún var í sjálfu sér voða næs og voða málglöð, en voða lítið hjálpleg og allt þetta mal voða lítið effectivt. Ég bað ekki mikið um aðstoð og var bara eitthvað að djöflast á eigin spýtur en ef ég bað hana um eitthvað þá gerðist voða lítið og einhvern vegin voða mál gert úr því. Ohhh það vantaði samt ekki hvað hún gat þulið Jette bra oft með lyftar augabrúnir og svo kom precis, precis, úber s-mælt. Ohh ég fæ hroll.
Elska straight forward týpuna sem sleppir öllu krappi, og ef einn brandari laumast með þá er ég ástfangin. That´s it!
Menn eru almennt mjög hrifnir af sænskunni minni, sérstaklega þegar þeir heyra að ég hef búið í landinu í einn og hálfan mánuð, þá fæ ég svaka kredit. Annar yfirlæknirinn sem ég haft frammi í triaginu þessa viku var í byrjun æðislega pirraður og tautaði eitthvað um að ég tæki sjúklinga, en svo fór ég og rapporteraði sjúkling í hann sem var að leggjast inn og eftir það breyttist allt hans viðmót og hann var sömuleiðis mjög sáttur með Íslendinginn sem var búin að vinna í Svíþjóð í 7 daga þegar þetta var! Ég skil meira og meira með hverjum degi, en stundum þá hendir það að ég er að fylgjast með samtali og finnst ég skilja hvert einasta orð en allt í einu fara allir að hlæja. Þá var sagður brandari en ég náði honum ekki. Steinrunninn útlendingurinn! En það kemur sjálfsagt líka.
Jæja best að koma mat í liðið og í fimleikana!