luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, september 30, 2009

Af glensi

Ég er ad reyna ad glensa hérna á spítalanum og tad er ekki ad ganga vel. Sjitt hvad tetta er vægast sagt vandræðalegt!!
Eg var eitthvad ad gera grín ad tvi ad eg væri faktiskt ekki jafn heimsk og eg liti ut fyrir ad vera í augnablikinu. Nú í stað þess að gera sér grein fyrir að ég væri náttúrulega að spauga þá fóru hjúkkurnar í fár og fóru að afsaka sig að það héldi enginn að ég væri heimsk, þetta væri bara svrt með tungumálið. Sem náttúrulega staðfesti það sem ég var að hugsa: Þeim finnst ég ógeðslega heimsk!

Gott grín eða?! Ég er alveg með þetta!

þriðjudagur, september 29, 2009

Af umferðarljósum

Eitt sem er pínu fyndið í Svíþjóð (ekkert drephlægilegt sko) er að umferðarljósin eru bara þín megin við gatnamót. Altso maður sér ekki hvort það er rautt eða grænt hinum megin við götuna.
Og hvað gerir þetta? Jú þú þarft að stöðva bílinn aftar til að sjá hvort það komi grænt og bílinn stendur þal ekki yfir gangbrautum eða hjólabrautum eins og vildi stundum gerast hjá einum óþolinmóðum bílstjóra sem ég man ekki hvað heitir heima á Íslandi.

Svíinn! Hugsar fyrir öllu!

mánudagur, september 28, 2009

Af hinu og þessu

Nú finnst mér aukinn pressa á mig að vera sjúklega hress hér nú þegar síðan er að ná sínum fyrri heimsóknafjölda eftir mikinn dvala og djúpa lægð.
Brandararnir eiga eftir að koma í kjarnorkuskömmtum!

Ég fór í dag með launaávísunina mína í banka og ætlaði að:
a) helst fá bankareikning og leggja ávísunina inn á reikninginn og ef það gengi ekki þá
b) leysa ávísunina út.

Þekkjandi Svíana var ég við öllu búin. Ég var með ávísunina, launaseðilinn, atvinnusamninginn minn, vegabréfið mitt og uppgerðar vinsemdina mína meðferðis.

Þetta gekk ekki í Handelsbankanum, en eftir smá japl, jaml og fuður gekk það í Swedbank. Hún var reyndar mjög almennileg þar gellan.

Þetta er svona erfitt af því að ég er ekki komin með sænskt id-kort. Við sóttum um það daginn eftir að við fluttum. Við lentum strax í smá veseni af því að passinn okkar var gefinn út mánuði áður en Svíar settu sér einhverja dagsetningu um gilda erlenda passa. Samt er passinn okkar með þessum elektroniska fítus sem havaríið snýst um. Málið fór í nefnd!! Við fengum svar frá nefndinni fyrir viku að þeir tækju passann okkar gildann því ekki hefðu verið gefin út breytt vegabréf á Íslandi frá útgáfu okkar passa. Jesús! Í dag fékk ég svo bréf um það að ég mætti koma og sækja id-kortið mitt eftir 2 vikur en ekki seinna en tvo mánuði.
Jónas lenti samt í vandræðum þegar hann ætlaði að sækja id-kortið sitt því hann var ekki með skilríki!!! Skilríkið sem þeir gáfu út sjálfir og tóku myndina fyrir var ekki nægjanlegt til að votta að hann væri hann. Elsku litlu greyjin.

Í dag var svo sjúklingur á deildinni minni sem rapporterað var að gæti ekki gengið af sársauka því hann var með langar og þykkar táneglur.
Yfirlæknir: nú þá þarf að klippa neglurnar!
Hjúkka: Hver á að gera það?
Yfirlæknir: Er ekki fótaaðgerðarfræðingur á spítalanum?
Hjúkka: Hún tekur bara sjúklinga með sykursýkisfótasár.
Yfirlæknir: Getið þið þá ekki bara klippt á honum táneglurnar.
Hjúkka hneyksluð: Nei, við höfum ekki leyfi til að gera það!
Sjúklingurinn er enn með neglurnar óhreyfðar og getur enn ekki gengið.

En idolið er að byrja!

sunnudagur, september 27, 2009

Af Zoolander

Er þetta hann?

Af blaðalestri

Mér er skítsama hvaða blöð fólk ætlar að lesa á næstu misserum. Ég hef ekki vitað hvaða blöð Jón og Gunna í Þingholtunum hafa lesið yfir súrmjókinni eða dollunni hingað til né haft þörf fyrir að vita það og það hefur ekki breyst.
Nóg er til af fólkinu sem virðist halda að aðrir bíði í ofvæni eftir nýjustu fréttum af blaðalestri þess.
Tilfinning mín nú, eins og áður, er að hér fari hinn háværi minnihluti. Bara ekki með potta og pönnur.

föstudagur, september 25, 2009

Af gestum

Fengum góða gesti í síðustu viku þegar Baldur, Eygló og Litla Guðrún komu. Sem betur fer skartaði veðrið í Gautaborg sínu fegursta. Vonum bara að þau muni það þegar kemur að því að velja sér stað í sérnám;)
Ester Helga var svo alsæl með Litlu Guðrúnu, hún kallar hana aldrei Guðrúnu án þess að segja Litla á undan, það er hryllilega krúttlegt. Ester vill fá lítið systkini eða hvítan kött, hún á bráðum afmælið og annað af þessu er líklegra en hitt til að gleðja hana á afmælisdaginn.

Okei snúum okkur þá að Svíþjóð!
Ég fékk 600 króna stöðumælasekt fyrir utan spítalann um daginn fyrir það að hjólin á bílnum mínum fóru út fyrir hvítu bílastæðalínurnar. 600 x 18.18 eru 10908 krónur!!! Ef það hefði verið einhver, bara einhver, Svíi nálægt þegar ég sá sektina þá hefði hann fengið á´ann.

Það kostar 75 skr að fá að borga reikning upp á 100 skr í banka!

Ég fékk símtal frá heimahjúkrun í gær vegna læknabréfs sem ég hafði skrifað á degi 2 í vinnunni þegar einhverjum fannst góð hugmynd að ég myndi æfa mig á því. Jæja ég skrifaði eitthvað babl sem ég skildi ekkert í og gott og vel það var sent. Nú er næstum mánuður liðinn og símtalið var svona: "Heyrðu þessi sjúklingur er alltaf með þvaglegginn sem hún kom heim með. Hvað varstu búin að plana með þennan þvaglegg?" Nú í ljósi þess að ég hafði aldrei hitt þennan sjúkling þá var ég augljóslega ekki með neitt fastmótað plan varðandi legginn. Spurði hvort hún væri sjálfbjarga, og jú sjúklingurinn var sjálfbjarga og hress og vildi gjarnan losna við legginn. Nú viljið þið þá ekki bara taka legginn?
Jú það var ekkert mál, en væriru til í að faxa bréf þar sem stendur að þú hafir sagt okkur að taka þvaglegginn svo það sé ekki eins og okkur hafi bara dottið í hug að draga legginn upp á eiginn spýtur?
!!!!!!!!!!!

Það bankaði sótari uppá um daginn og sagðist alltaf sóta hjá okkur strompinn x2 á ári. Sjá mynd hér neðar!

Kassagella í ICA bað Dodda vinsamlega að stafla ekki sömu vörunni upp á bandið (eins og mar gerir ef mar er með nokkur stykki af sama hlutnum) því það væri erfiðara fyrir hana að lyfta vinstri hendinni ef vörunum væri staflað!! Jobbigt var orðið sem hún notaði, ja precis!

En Svíarnir sem ég er að vinna með eru samt ekki jafn leiðinlegir og af er látið. Mér finnst þetta lið bara frekar líkt okkur. Klárir og kaldhæðnir.
Ég var ógeðslega svekkt í dag. Mér finnst ég nefnilega orðin svo ógeðslega góð í sænskunni en svo var ég á hádegisfundi í dag þar sem einhver gastrolog var með fyrirlestur um svona video capsule endoscopiu og hvað eftir annað brjálaðist allur salurinn úr hlátri og ég náði ekki fullkomlega brandaranum, stóð svona á þröskuld brandarans mætti segja. Það besta var að gaurinn var alveg eitursvalur og leit ekki út fyrir að vera neitt að rembast við að vera svona fyndinn. Ég var svekktust yfir því að ná ekki brandaranum sem snerist eitthvað um að sjúklingar í ristilspeglun fengju svo mikið Dormicum að þeir dræpust á endanum (eða eitthvað í áttina eða kannski alls ekki) því eftir að salurinn var hættur að hlæja þá ætlaði strákurinn sem sat við hliðina á mér aldrei að geta hætt að hlæja og var að fá svona niðurbæld hlátursköst aftur og aftur. Ohhhhhh það er besta gerðin af góðu hláturskasti. Ég sakna þess!

Doddi hló í 3 daga af tilhugsunni um Indverjann sem sagði við hann: "Dódí, jag fara í púmp útbíldnig" Ég vissi ekki hvað var að gerast þegar hann lak niður í lasagnað í hláturskasti.

Já það er gaman að þessu!

p.s Ester syngur með : Hundrad arton - ett hundrad!










fimmtudagur, september 17, 2009

Af sætum sjúklingum

Í dag hitti ég tvo skemmtilega sjúklinga. Annar var frá Íran og var merkilegur persónuleiki, alltaf gaman að hitta skemmtilegt og áhugavert fólk sem hefur eitthvað alveg sérstakt karma. Ekki var fyrir kvenfyrirlitningu að fara hjá þeim múslimanum.
Hinn skemmtilegi sjúklingurinn minn var ein 100 ára. Hún býr heima hjá sér en er nú lasin og þarf þá að koma á sjúkrahús. Hún lá í rúminu, ótrúlega falleg, lítil og krumpuð. Hún skildi ekkert hvað þessi aflitaða gella sem stóð yfir henni, með skrýtna hreiminn var að segja. Henni fannst stetoscopið ógurlega kalt og var ekki að nenna þessari skoðun. Ég elska 100 ára gamlar konur. Ég fæ svona þörf fyrir að pakka þeim inn og setja sængina alveg upp í háls svo það komist ekkert kalt inn. Efast um að hún fari heim aftur. Krúttið;)

þriðjudagur, september 15, 2009

Af fikum

Eitt sem Svíinn er mjög hrifinn af er að fika. Til þess eiga þeir þartilgerð fikarum útum allt. Þeir fika nokkrum sinnum yfir daginn í vinnunni. Það er allmennt mjög accepterað að fika á vinnutíma. "Skall vi gå och fika?" heyrist í gríð og erg.
Nú hugsar allt viti borið fólk að það að fika sé eitthvað viðbjóðslegt, enda er fika viðbjóðslegt orð.
Það er það þó ekki. Þetta er orð yfir það að setjast niður og fá sér kaffi. Eins mikið og ég elska kaffipásur, og það vitið þið sem þekkið mig, þá fæ ég það ekki af mér fyrir mitt litla líf að fika. Viðbjóður!!!
Svo segja þeir skitbra! Skítagott! Kostulegt!!

mánudagur, september 14, 2009

Af plómum

Ég er að horfa á Ester litlu þvo plómur sem hún týndi sjálf í garðinum okkar. Himneska líf. Hugsa sér að það séu til börn sem eiga ekkert plómutré;)
Dagur 1 í viku 3 að baki. Þetta verður skárra og skárra. Reyndara fólk hefur sagt mér að fyrsta árið hafi verið ömurlegt. Þá er 50 vikur eftir og 2 búnar. Gaman að því. Það er samt svo skrítið fyrir félagsljón eins og mig að vera svona mikið ein. Alein í vinnunni, enginn að glensa. Fáránlega situationir daginn út og inn og enginn til að fá hláturskast með. Enginn til að taka myndir af hjúkkunum í kuflunum með.
Hjúkkurnar á deildinni eru voða faglegar og almennilegar en þær eru ekkert að mingla neitt. Eina á deildinni sem er eitthvað að reyna að vera vinkona mín er heyrnarlausi ritarinn. Hún er voða vinaleg alltaf.
Og svo í staðinn fyrir stanslaust félagslíf eftir vinnu þá er maður bara heima með fjölskyldunni. Þetta er samt voða róandi í raun og veru, og mér leiðist ekkert. Sakna samt leynivinkvennanna voða mikið, sérstaklega þeirra í Eskihlíðinni.
Ingvar er að reikna stærðfræðidæmi hér við hliðina á mér sem hefur nú ekki verið vandamál hingað til, en nú erum við að leysa orðadæmi á sænsku, aðeins meira ves. En við reddum okkur.
Leikskólinn hennar Esterar er lokaður á morgun og við Doddi tókum eiginlega steinn - skæri - blað, á það, hvort okkar ætti að biðja um frí í vinnunni á 12. degi. Það leystist samt eiginlega af sjálfum sér, þegar Annika, överlakerinn minn, sagði mér að ég gengi ein með deildina á þriðjudögum. Þá skrifaðist það bara á narkosi-gaurinn að biðja hina kaffisvelgina um að dekka eina skurðstofu í viðbót á milli kaffibolla;) Hvað munar svo sem um einn svæfingalækni?

Eitt sem er mjög gott hér við aðskilnaðarkvíðanum - ég get hlustað á 3 vitleysinga, tvo stráka og eina stelpu, klæmast og gera símaat í morgunþætti Rix FM á leiðinni í vinnuna. Munurinn er samt kannski sá að þessir fá Backstreet Boys í viðtal til sín eins og í morgun. Þá líður mér vel;)

sunnudagur, september 13, 2009

Af aukakílóum II

Og btw af hverju eru Svíar svona mjóir!

Af aukakílóum

Ég er enn að berjast við aukakíló frá því ég flutti hingað. Sko málið er bara þetta: Ég er búin að vera í fríi hérna og afslappelsi og þá snúast hlutirnir mikið um það hvað og hvenær verður borðað næst, engar vökur eða 12 tíma vaktir að sjúga úr manni orku svo allar hitaeiningar setjast utan á mann. Þannig er ég að hugga mig við það að þetta sé hamingjusöm fita sem hangir utan á mér. Mér er illa við hana engu að síður en ætla bara að losna við hana í kærleika.
Ég er svo búin á því þegar ég kem heim úr vinnunni núna að ég kemst ekki út að hlaupa. Það er 200% vinna að þurfa fyrst að skilja hvað er sagt á sænsku og svo díla við læknisfræðilega hluta þess sem sagt var.
Þess vegna langar mig að stökkva á Þórodd og bíta hann á barkann þegar hann spyr mig á hverjum degi hvort ég sé búin að borga fyrir Göteborgsvarvet!!!
Slappaðu af sænskumælandi fasistinn þinn sem fékkst íslenskann yfirlækni í þokkabót. Ég hleyp þegar minn tími kemur.
Eða eins og Bergþóra vinkona mín orðaði svo vel: Það er ekkert skrítið að þú sért svona feit búandi með þessum manni!!
Og hana nú! Hún sagði það, ekki ég.

Annars erum við hress. Erum að fara í barnaafmæli í dag, fer með himneskri nágrannakonu minni henni Lindu. Svona vinnur Guð. Hann plantar manni niður við hliðina á nágrönnum eins og Per og Lindu þegar maður flytur í annað land og veit ekki neitt. Yndislegt fólk og mjög skemmtileg líka. Eiga strák sem er jafngamall Ester og annan sem er aðeins yngri. Það er líka svo gott að fá info heimamanna um alla hluti, sparar manni tíma í að reka sig endalaust á til að komast að sömu niðurstöðu.

Veðrið er ennþá mjög gott hér, skrítið samt hvað 15 gráður í Svíþjóð eru miklu kaldari en 15 gráður á Íslandi. Hér finnst manni orðið pínu svalt en heima væri maður á bikini á Laugaveginum.

Jamm.

laugardagur, september 12, 2009

Daglega lífið í Svíþjóð

Best að henda inn nokkrum línum fyrst ég er vöknuð fyrir allar aldir á laugardegi, Doddi enn fullur í einhverjum skerjagarði og einn og hálfur tími í fimleikana hennar Esterar. Síðan síðast er ég búin að fara á EM í Finnlandi sem var algjörlega meiriháttar ferð. Nenni eiginlega ekki að gera henni frekari skil hér þar sem Feisbúkk sá algjörlega um það. Samt bara að þessar stelpur í landsliðinu eru æðislegar, hver og ein einasta. Stolt af því að hafa fylgt þeim og fengið UEFA umfjöllun fyrir að vera meiriháttar stuðningsmaður;)

Allavega, það var lent seint um kvöld í Gautaborg og farið að sofa með öran hjartslátt og þurran munn. Daginn eftir var haldið á Östra og það beið eftir með ritari með lykla, aðgangsorð og blöð að undirrita. Svo bara í dressið og upp á deild. Byrjað að runda! Þar tók á móti mér ST-læknir sem ég kannaðist strax við, en hún heitir Alexia og var heim á Íslandi á kandidatsári og eitthvað meira minnir mig. Hún er búin að vera alveg himnesk við mig. Hjálpar endalaust mikið!! Reyndar þótti mér alveg nóg um þegar hún spurði hvort ég vildi ekki journalisera á degi 2. En þegar maður pælir í því, þá lærir maður ekki rassgat nema svitna yfir því, alveg sama hversu leiðinlegt það er á meðan á því stendur. Fyndið hvað einfaldir hlutir vefjast fyrir manni á sænsku;) Ekki sögutakan og skoðun þannig lagað, en að koma því frá sér á diktati! Hjartahlustun á sænsku?? Uhh jú þeir segja nefnilega ekki S1 og S2, heldur RR, ingen bil eller blasljud. Að lýsa roða á kálfa og umfangsaukningu. Aumingjans, aumingjans ritararnir sem þurfa að koma þessu á þokkalegt mannamál. Þær eru samt misliðlegar því stundum koma þessar fínu nótur frá a-ö með engu til að laga, en aðrar senda mér til baka eitt stórt ........., Hann kommer pga ......., men inte ......., och ........ !!
Hehehe.
Fyrsta vikan gekk bara ágætlega. Nokkrir júrnalar, nokkrir dagálar, eitt læknabréf sem heitir epikris hér og er ýmist sent eða ekki, voða skrýtið eitthvað, eitt vottorð! Nokkrir astrupar og ein rectal exam. Voða nemabragur á þessu hjá mér.
Þrír hádegisfundir þar sem ég skildi 10% en fékk voða gourmet að borða í boði einhverra sem veit ekki hverjir eru. Sjálfsagt einhverjar mútur en gott að vera mállaus og vita það ekki ennþá. Mest spes var að sitja undir fræðslunni hjá sænska húðlækninum sem var að segja okkur að vera eins mikið í sól og mögulegt væri, án sólarvarnar, vegna D-vítamín skorts sem væri landlægur. Hrópandi mótsögn við allt sem manni hefur verið innprentað, en gott og vel!!
Þetta er í grunninn alveg eins og heim svo sem, sama rútínan. Rtg. fundur á morgnana, stofugangur, pappírsvinna og beiðnagerð. Þarf bara að ná tungumálinu og hvernig kerfið funkerar og þá er annað til staðar.
Svo tók við vika á bráðamóttökunni. Það er svo sem voða svipað og heima líka. Munurinn liggur einkum í því að það er yfirlæknir sem sinnir triage. Hann er frammi með 3 skoðunarrými og tvær hjúkkur og flokkar eins og mofo. Sendir heim eins og vindurinn, en það sem hann ekki sendir heim kemur inn til okkar. Þá er eiginlega garanterað að það er innlögn, það er bara þannig, og þá klárar maður það bara einn, tveir og þrír. Ekkert vesen og engar óþarfa rannsóknir. Það er alltaf verið að bremsa mig í einhverjum rannsóknum, mér finnst það voða skrítið, en svona er það bara hér. "Af hverju ætlaru að fá rtg. mynd af lungunum? Þú veist hann er með sýkingu og er að leggjast inn!" Uhh okei! Svo skil ég ekki þessi venu blóðgös sem koma rutinert. Mar fær Hb og ekkert annað úr blóðstatus, kalium, krea og venu blóðgös þar sem PCO2 er í kPa. Ég er engu nær um ástand viðkomandi.
ST-læknirinn sem ég var með þessa viku á BMT var að gera mig geðveika. Hún var í sjálfu sér voða næs og voða málglöð, en voða lítið hjálpleg og allt þetta mal voða lítið effectivt. Ég bað ekki mikið um aðstoð og var bara eitthvað að djöflast á eigin spýtur en ef ég bað hana um eitthvað þá gerðist voða lítið og einhvern vegin voða mál gert úr því. Ohhh það vantaði samt ekki hvað hún gat þulið Jette bra oft með lyftar augabrúnir og svo kom precis, precis, úber s-mælt. Ohh ég fæ hroll.
Elska straight forward týpuna sem sleppir öllu krappi, og ef einn brandari laumast með þá er ég ástfangin. That´s it!
Menn eru almennt mjög hrifnir af sænskunni minni, sérstaklega þegar þeir heyra að ég hef búið í landinu í einn og hálfan mánuð, þá fæ ég svaka kredit. Annar yfirlæknirinn sem ég haft frammi í triaginu þessa viku var í byrjun æðislega pirraður og tautaði eitthvað um að ég tæki sjúklinga, en svo fór ég og rapporteraði sjúkling í hann sem var að leggjast inn og eftir það breyttist allt hans viðmót og hann var sömuleiðis mjög sáttur með Íslendinginn sem var búin að vinna í Svíþjóð í 7 daga þegar þetta var! Ég skil meira og meira með hverjum degi, en stundum þá hendir það að ég er að fylgjast með samtali og finnst ég skilja hvert einasta orð en allt í einu fara allir að hlæja. Þá var sagður brandari en ég náði honum ekki. Steinrunninn útlendingurinn! En það kemur sjálfsagt líka.

Jæja best að koma mat í liðið og í fimleikana!