Af næstsíðasta degi ársins
Ingvar: "Ester, farðu með diskinn þinn í vaskinn!"
Ester: "Nei ég get það ekki! Mér er svo illt í öxlunum!"
Doddi: "Alveg er það á hreinu að báðir X-litningarnir í þér koma úr mömmu þinni"
Og ég bara sit og flissa.
awakening
Ingvar: "Ester, farðu með diskinn þinn í vaskinn!"
En hann er nokkuð eins og maður á að venjast. Maður gerir bara sín eigin jól. Krakkarnir eru ótrúlega róleg. Hér er búið að fara út og rúlla upp þremur snjóköllum sem standa vígalegir umhverfis húsið með gulrótarnef og trefla og bjóða fólk velkomið á tveim tungumálum. Viljum sko ekki að neinum líði óvelkomnum við komuna hingað. Ég ætlaði að reyna að fá mynd með Ester hjá snjókallinum en hún svarar að sig langi ekki til þess. Er málið þar með útrætt. Menn geta því fabúlerað um ásýnd sveinanna hver í sínu horni.
Fjölmargir hafa hringt í mig og þakkað mér fyrir tímamótafærsluna. Hún breytti víst lífi þeirra. Svona er ég! Alltaf eitthvað að gefa af mér!
En hún óð upp að pabba sínum um daginn með 10 skr.
Ég sit gráti nær í eldhúsinu í Fótboltagötunni, 5 dagar til jóla og einsemdin og ónytjungskenndin að gera útaf við mig í vinnunni.
En ég er að hugsa um að henda inn einhverri tímamótafærslu í fyrramálið. Kannski einhverri sem mun breyta lífi ykkar allra varanlega!
Stekkjastaur kom til byggða í Gautaborg í nótt. Koma hans vakti gríðarmikla lukku. Ester Helga telur að hann hafi komið með flugvél. Simple. Ég sé það alveg fyrir mér að Stekkjastaur sé svona Íslendingur sem flugfreyjurnar hafa verið hættar að bera áfengi í. Vona jafnframt að vélin hafi ekki verið full svo hann hafi verið einn í sætaröð. Svona vaðmálsföt lykta svo andstyggilega.
Kannski fulldramatískur titill og þó - ég læt lesendur um að dæma.
En þið getið rétt ímyndað ykkur hvort Svíinn sé ánægður með hvernig farið var með Elínu þeirra.
Þessi titill er fyrir Örvar sem engist um af öfund í Boston að fá ekki að skrifa epikrisur.
Þá eru Ólöf og Freyr komin og farin. Reglulega notalegt að hafa þau. Takk fyrir komuna. Svo verður bara spennandi að vita hvort það verður strætóferð eða lestarferð á milli okkar á nýju ári;)