Okei, svo við fórum á "hvernig á að glata gaur á 10 dögum" í gærkvöldi. Anna María búin að fá Sjóvar heim og ég með mína stórgóðu mágkonu í heimsókn svo nú skyldi haldið út á lífið........ Jæja. Þegar við komum inn í salinn var EINN karlmaður í salnum, og hann var einn, sem sagt ekki undir hælnum á neinum, heldur hefur hann bara tekið þessa ákvörðun heima í einbúaíbúðinni sinni, að hann vilda sjá þessa mynd. Gott og vel. Nema, svo koma inn í salinn, kona og maður, hún virtist nú vera eitthvað eldri en hann og hann virtist vera undir hælnum á henni. Þau eru eitthvað að leita sér að sætum, þegar hann segir; "mamma, eigum við ekki bara að sitja hér?!" Sem var aðeins of mikið fyrir Önnu Maríu.........
En þá skal vikið að myndinni. Hræðilega fyndin mynd. Ég mæli ekki með henni fyrir meðvirka einstaklinga, þar sem skömmustutilfinningin nagar mann að innan alla myndina. En hún er svoooooo fyndin. Og svo klökknaði maður pínu á hárréttum stöðum.