Doddi kom heim í gærkvöldi og bloggaði þessa færslu. Gjössovel.
Ég fékk sönnun þess í kvöld að framliðnir eru að nýta sér útvarpsþáttinn ????????????? á Bylgjunni til að koma mjög þörfum skilaboðum að handan áleiðis til fólks sem hangir á símalínunni á meðan. Allt fyrir milligöngu hins færa miðils, Þórhalls.
Samtalið milli miðilsins og innhringjandans sem að er á að giska kona yfir sjötugu út frá röddina að dæma, var eitthvað á þessa leið:
Miðillinn; “Mér finnst eins og ég þurfi eitthvað að tengja við einhvern brjóstverk hjá þér.”(50% kvenna yfir sjötugu hafa fundið fyrir brjóstverk)
Konan; “Nei, ég hef ekki fundið fyrir því.”
Miðillinn; “Sko ekki endilega beint frá hjartanu heldur meira svona annað hvort aðeins hægri megin eða vinstra megin við hjartað.” (ok bætum við einkennum um bakflæði og stoðkerfisverki í brjóstkassa, það getur dekkað allt að 70% kvenna eldri en 70 ára).
Konan; “Nei, ég hef nú aldrei verið með neina verki í brjóstkassanum.”
Miðillinn; “Nei ég er að tengja meira við blóðþrýstinginn í þessu samhengi, ertu með of háan blóðþrýsting?”
Konan; “Nei”
Miðillinn; “En of lágan?” (Jæja, kona yfir sjötugu sem hefur aldrei fundið fyrir neinum brjóstverk, stoðkerfisverk eða blóðþrýstingsvandamálum, hún fyrirfinnst varla)
Konan; “Nei.”
Miðillinn; “En æðahnúta?” (ok, það er algengt vandamál hjá konum á mjög breiðu aldursskeiði, þ.e. ef röddin er að blekkja)
Konan; “Nei”.
Miðillinn; “Einhverja smá æðahnúta. Kannski einn á fótleggnum einhversstaðar?”
Konan; “Nei ég hef aldrei tekið eftir því”
Miðillinn; “Ég er ekki að tala um bara neðst á fótleggjunum, heldur er að tengja meira svona upp eftir fótleggnum. Alveg upp í nára!”
Konan; “Nei, ég hef aldrei fengið æðahnúta”. (segir konan varfærnislega, alveg að fara að guggna og játa eitthvað af þessum sjúkdómseinkennum)
Miðillinn; “Sko, ég er að fá hérna mjög skýr skilaboð. Er einhver sem þú þekkir með æðahnúta?” (Búmm klassiker!!!!!!!! Hver þekkir ekki EINHVERN með hjarta-, æða-, blóðþrýstingsvandamál eða æðahnúta????)
Konan; “Já það getur verið að systir mín hafi einhvern tímann verið með æðahnúta”
Miðillinn; “Takk fyrir, takk.” (smá þögn) “Segðu systur þinni að þetta með æðahnútana muni allt fara vel”. (Systurinni ætti að létta mjög vegna allra þeirra sem eru að falla fyrir hendi æðahnúta nú á dögum)
Konan; “Já”
Miðillinn; “Já, akkurat, takk fyrir, takk” “Ertu sátt við mig?”
Konan; “Já.”