Á Barótímabilinu í vor, varð til hugtakið "Ultimate djókur" hjá Barógenginu. Það spannst út frá umræðum um það, að oft er fólk eitthvað að grína en þorir ekki að taka grínið alla leið, semst fremja Ultimate djókinn. Dæmi um algengan djók er að keyra af stað, rétt áður en einhver sest upp í bílinn, stundum nokkra metra. Ultimate djókur væri að keyra í burtu. Alveg og koma ekki til baka. Sjúklega fyndið. Annað dæmi um djók er að þegar einhver reiðir fram visakortið til að borga pantaðar pizzur fyrir hópinn að segjast ekki ætla að borga. Ultimate djókur væri að hópurinn tæki sig til og gerði það ekki. Líka sjúklega fyndið. Allavega varð hugtakið þjált í okkar meðförum og oft var sagt: "Hey væri það ekki ultimate djókur að........." Þess vegna þótti mér sárt að enginn af Barógenginu var viðstaddur þegar eitt alflottasta potential af ultimate djók rak á fjörur mínar í lok sumars. Þá fór ég ásamt hóp af konum út að borða. Það vildi svo skemmtilega til að ég átti gjafabréf upp á þriggja rétta máltíð af matseðli fyrir tvo á þessu veitingahúsi sem var að renna út og við Doddi vorum að fara til Króatíu. Því bauð ég einni konunni, sem stóð mér næst, að nýta sér þetta með mér. Á meðan hinar pöntuðu sér salöt, fórum við í forrétti, dýrustu nautasteikina og eftirrétti og fengum að sjálfsögðu góðlátlegar glósur frá samferðarkonunum. Gjafabréfið lá svo bara á borðinu á meðan við borðuðum og þegar við stóðum upp til að borga þá tók ein gellan upp gjafabréfið og hélt því yfir sprittkerti sem var á borðinu og þóttist ætla að kveikja í því. Djókur. Ultimate djókur hins vegar hefði verið að láta verða af því og láta okkur sitja uppi með einhvern 18.000 króna matarreikning, en það fattaði enginn hvað mér fannst þetta fyndið og reyndi að benda á hvað þetta hefði verið mikill snilldar ultimate djókur.
Svo fékk ég hugmynd af ultimate djók úti í Króatíu. Fyrsta kvöldið sem við löbbuðum í bæinn sáum við hóp af tribal indjánum syngja lög, spila á panflautur og berja einhverjar spýtur og okkur fannst þeir sjúklega flottir. Þeir voru að sjálfsögðu að selja geisladiska með tónlistinni og maður hugsaði með sér að þótt þeir væri flottir þá myndi maður nú ekkert setja diskinn á fóninn. Eftir 14 kvöld í bænum og 14 sessionir af tribal indjánum með panflautur þá vorum við komin með líkamlegt og andlegt ofnæmi fyrir þeim. Þá sagði ég við Dodda að ég myndi gefa honum diskinn í jólagjöf og við hlógum að því hversu ömurleg jólagjöf það væri. Þá kom hugmyndin. Að kaupa helvítis diskinn og gefa hann í jólagjöf og EKKERT ANNAÐ. That´s it. Þetta er jólagjöfin og ultimate djókur. Gleðileg jól ástin mín.
En ég náði aldrei að laumast ein og kaupa diskinn. Eða hvað? Nú getur Doddi ekki verið viss. Kannski er þetta ultimate djókur.....