Jón Gunnar
frændi okkar, vinur, veislustjóri og veiðifélagi berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Hann er nú þegar búin að hafa betur í erfiðum viðureignum við móður náttúru sem gefur okkur von um að hann gefi ekkert eftir á seinni hlutanum heldur.
Miklar aðgerðir að baki og síðast þegar ég heyrði í Dodda var hann heldur skánandi en hitt. Við fögnum því. Gott að eiga innanbúðarmann á gjörgæslunni núna. Reyndar erum við gríðarlega þakklát öllu því góða fólki sem starfar á gjörgæslunni.
Ég vona bara að Jón Gunnar muni það að Doddi á eftir að vera veislustjóri í hans brúðkaupi, hann fer ekkert að svíkja okkur um það. Eins þykist ég eiga inni hjá honum hreindýrasteik sem ég hef fullan hug á að innheimta.
Koma svo Jón Gunnar!!