luxatio hugans

awakening

mánudagur, júní 23, 2008

Myndband með innkastinu í leik gegn Finnlandi.

Argasta snilld!

27. sept næstkomandi

verðum við í Frakklandi. Ég segi þetta því ég geri ráð fyrir íslenskum sigri gegn Grikkjum á fimmtudaginn. Þá verður hreinn úrslitaleikur við Frakkana um að komast beint á EM. Og við verðum á vellinum, blámáluð og snargeðveik. Kannski notum við tækifærið og förum í sleik í Eiffel turninum eða hvað það er sem elskendur gera í París, ég veit það ekki.
Við erum sérlegir áhangendur þessarar gellu hér sem gerði allt vitlaust í leiknum á laugardaginn. Snillingur.


Ég hvet alla áhugamenn um að íslenskt A-landslið leiki til úrslita á stórmóti til að fjölmenna á fimmtudaginn og svo auðvitað til France í sept.
Líf og fjör.

fimmtudagur, júní 19, 2008

Af tvífara Frank Lampard

En ég lenti einmitt með honum, tvífaranum altso, á fyrstu helgarvaktatörninni minni. 3 næturvaktir í röð þar sem hárið á "Frank" varð úfnara og úfnara með hverri nóttunni sem leið. Mjög fyndið. En ég var dauðstressuð fyrir þessari helgi og lófaprófið sannaði það svo um munaði. Því er það nú svo að þegar upp er staðið var ég mjög þakklát fyrir tvífarann. Hann var mjög viðmótsgóður og kennsluglaður við kandidatinn en það sem mestu skiptir er að hann er með húmorinn í lagi. Maður kemst nefnilega í gegnum flest með húmorinn að vopni. Það er nú bara þannig. Reyndar verður allt alveg sjúklega fyndið milli 5 og 6 á morgnana en það er sama. Þrátt fyrir króníska vanlíðan náði ég að hafa mjög gaman að þessu og það hefði ekki verið hægt með hverjum sem er. Þannig að takk fyrir það!

p.s hversu fyndin er þessi mynd af Frank Lampard?!!

þriðjudagur, júní 17, 2008

Fótboltaspeki í boði Svönsu frænku:

"Ef þér finnst annað liðið vera með miklu fleiri menn inni á vellinum, þá eru þeir betra liðið!"

Svo mörg voru þau orð.

Brjáluð keyrsla

að baki. Undirskriftin, útskriftin, 10 ára stúdentsafmæli, tvöfalt afmæli, norðurferð og aftur heim. Lofa fullt af myndum - á morgun.

Lítil saga af börnum mínum sem eru eins og svart og hvítt. Ingvar sjúklega stabill, Ester Helga skapstór og frek. Þegar við vorum búin að keyra að norðan í fjóran og hálfan tíma og Ester búin að vera góð allan tímann var tankurinn greinilega tómur hjá henni og hún þurfti að snapa fight (eitthvað sem ég tengi reyndar sjúklega vel við). Hún byrjar að söngla: Gyða er vinkona mín, ekki vinkona ykkar! Nananabúbú. Og af því að ég varð ekkert þroskaðri við það að útskrifast sem læknir þá fór ég að söngla: Gyða er systir mín, ekki þín! Allavega! Allir sem hafa umgengist smákrakka sjá fyrir sér hvernig málin þróuðust, nema ég hafði málstaðinn augljóslega mín megin. Gyða er jú systir mín hvað sem Ester tautaði og raulaði. Ingvar sagði að lokum þreyttum rómi: Ester! Þú breytir ekkert staðreyndum! Gyða er systir hennar mömmu!
Sem betur fer vorum við þá komin á planið heima svo rifrildið verður að bíða betri tíma. Gott rifrildi samt.

laugardagur, júní 07, 2008

Af EM

Ég og Ingvar horfðum á EM í kvöld. Við ákváðum úti á Spáni að við ætluðum að halda með Portúgal af því að England er ekki með, ég hef alltaf haldið automatiskt með Englandi en nú þurftum við að velja nýtt lið. Við erum ánægð með okkar menn eftir leik dagsins.
Lýsingin á leiknum var hörmuleg. Nú virðast fjölmiðlamenn yfirmáta duglegir að gúggla sjálfa sig en mér er alveg sama. Snorri Sturluson var með verstu íþróttalýsingu sem ég hef heyrt.
Fyndið hvað maður tekur suma hluti sem sjálfsagða. Ég hef aldrei pælt í því hvort fótboltalýsingar eða formúlulýsingar hérna heima séu góðar eða lélegar, þær bara eru þær einu í boði.
Úti horfðum við á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni með breskum þulum, ómægod hvað lýsingin var góð, þá og þá fyrst fattaði ég hvað hún er léleg heima. Sama með formúluna, breskir gaurar og náttúrulega einhver fyrrverandi formúlugaur sem lýsti Mónakóformúlunni, algjör snilld. Þeir útskýrðu hvað var að gerast og voru mættir á planið að taka viðtal við sigurveigarann um leið. Aðgangur sem rúv virðist ekki vera með. Humm.

Af verkum guðs

Ég trúi því ekki að ég hafi verið sett á næturvaktatörn, helgina sem kvennahlaupið var. Eða jú annars - því svona vinnur Guð!
Talandi um þrautsegju sem vísað var til í síðustu færslu. Það eru ábyggilega ekki margir sem sýna það consistency að vera að trasha kvennahlaupið 4. eða 5. árið í röð. Talandi um úthald

Sagan af Megasi

Þessi saga er skrifuð til manns sem kennir sig við antipsychotica af typiskum toga.
Sagan er af langafa mínum sem hataði ketti og hataði tónlistarmanninn Megas en hann fílaði fólk sem stóð fyrir sínu og sýndi af sér baráttuþrek.
Svo gerðist það einn dag að lóga átti kettlingahóp heima á Völlum þar sem ég fæddist. Einn gulbröndóttur kettlingur flúði aðgerðirnar og slapp við drekkingu. Þá hló afi Árni dátt að seigjunni í kattaandskotanum og sagðist myndu taka hann og eiga hann. Að sjálfsögðu fékk kötturinn nafnið Megas og lifði lengi. Það var alveg sama hvað afi sveiaði á blessaðan köttinn, engan fílaði Megas betur en afa. Jamms.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Af moggafloppi

Rólegir með að setja plastfugla á forsíðuna sem eitthvað undur náttúrunnar.

Af bangsadrama

Mér finnst hryllingur að horfa á myndbandið á mbl þegar ísbjörninn er skotinn. Fyrst er hann bara eitthvað lifandi og hress en samt ráðvilltur greyjið og svo er hann bara plammaður niður. Hvað er í gangi? Hvaða móðursýki greip um sig þarna? Mátti virkilega ekki bíða aðeins og sjá til? Nei hann var svo mikil ógn skyndilega en vitni segja allt aðra sögu. Hann reyndi bara að forða sér greyjið ef einhver nálgaðist. Það er skömm að þessu!

mánudagur, júní 02, 2008

Fyrsti dagurinn

Það er langt síðan ég hef fengið jafn sterka löngun til að leggjast í gólfið og orga eins og smákrakki. Draumadjobbið?? Gaman aðessu..........