Myndband með innkastinu í leik gegn Finnlandi.
Argasta snilld!
awakening
verðum við í Frakklandi. Ég segi þetta því ég geri ráð fyrir íslenskum sigri gegn Grikkjum á fimmtudaginn. Þá verður hreinn úrslitaleikur við Frakkana um að komast beint á EM. Og við verðum á vellinum, blámáluð og snargeðveik. Kannski notum við tækifærið og förum í sleik í Eiffel turninum eða hvað það er sem elskendur gera í París, ég veit það ekki.
En ég lenti einmitt með honum, tvífaranum altso, á fyrstu helgarvaktatörninni minni. 3 næturvaktir í röð þar sem hárið á "Frank" varð úfnara og úfnara með hverri nóttunni sem leið. Mjög fyndið. En ég var dauðstressuð fyrir þessari helgi og lófaprófið sannaði það svo um munaði. Því er það nú svo að þegar upp er staðið var ég mjög þakklát fyrir tvífarann. Hann var mjög viðmótsgóður og kennsluglaður við kandidatinn en það sem mestu skiptir er að hann er með húmorinn í lagi. Maður kemst nefnilega í gegnum flest með húmorinn að vopni. Það er nú bara þannig. Reyndar verður allt alveg sjúklega fyndið milli 5 og 6 á morgnana en það er sama. Þrátt fyrir króníska vanlíðan náði ég að hafa mjög gaman að þessu og það hefði ekki verið hægt með hverjum sem er. Þannig að takk fyrir það!
"Ef þér finnst annað liðið vera með miklu fleiri menn inni á vellinum, þá eru þeir betra liðið!"
að baki. Undirskriftin, útskriftin, 10 ára stúdentsafmæli, tvöfalt afmæli, norðurferð og aftur heim. Lofa fullt af myndum - á morgun.
Ég og Ingvar horfðum á EM í kvöld. Við ákváðum úti á Spáni að við ætluðum að halda með Portúgal af því að England er ekki með, ég hef alltaf haldið automatiskt með Englandi en nú þurftum við að velja nýtt lið. Við erum ánægð með okkar menn eftir leik dagsins.
Ég trúi því ekki að ég hafi verið sett á næturvaktatörn, helgina sem kvennahlaupið var. Eða jú annars - því svona vinnur Guð!
Þessi saga er skrifuð til manns sem kennir sig við antipsychotica af typiskum toga.
Mér finnst hryllingur að horfa á myndbandið á mbl þegar ísbjörninn er skotinn. Fyrst er hann bara eitthvað lifandi og hress en samt ráðvilltur greyjið og svo er hann bara plammaður niður. Hvað er í gangi? Hvaða móðursýki greip um sig þarna? Mátti virkilega ekki bíða aðeins og sjá til? Nei hann var svo mikil ógn skyndilega en vitni segja allt aðra sögu. Hann reyndi bara að forða sér greyjið ef einhver nálgaðist. Það er skömm að þessu!