luxatio hugans

awakening

föstudagur, júní 27, 2003

Okei, svo við fórum á "hvernig á að glata gaur á 10 dögum" í gærkvöldi. Anna María búin að fá Sjóvar heim og ég með mína stórgóðu mágkonu í heimsókn svo nú skyldi haldið út á lífið........ Jæja. Þegar við komum inn í salinn var EINN karlmaður í salnum, og hann var einn, sem sagt ekki undir hælnum á neinum, heldur hefur hann bara tekið þessa ákvörðun heima í einbúaíbúðinni sinni, að hann vilda sjá þessa mynd. Gott og vel. Nema, svo koma inn í salinn, kona og maður, hún virtist nú vera eitthvað eldri en hann og hann virtist vera undir hælnum á henni. Þau eru eitthvað að leita sér að sætum, þegar hann segir; "mamma, eigum við ekki bara að sitja hér?!" Sem var aðeins of mikið fyrir Önnu Maríu.........
En þá skal vikið að myndinni. Hræðilega fyndin mynd. Ég mæli ekki með henni fyrir meðvirka einstaklinga, þar sem skömmustutilfinningin nagar mann að innan alla myndina. En hún er svoooooo fyndin. Og svo klökknaði maður pínu á hárréttum stöðum.

miðvikudagur, júní 25, 2003

Ég gleymdi að óska mér og Þóroddi til hamingju. 5 ár síðan við urðum foreldrar. Það er ekki lítið. Og skrítið. Ingvar sagði í morgun þegar hann vaknaði; "Mamma, nú getur þú aldrei séð mig 4 ára aftur!! Og þegar ég verð fullorðinn þá geturu aldrei séð mig sem barn aftur!" Þetta er ekkert smá satt. Ég varð bara klökk.

Jæja undrabarnið á afmæli í dag. Einkasonurinn, Ingvar Þóroddsson, ekki vaktlæknir.
Við erum í góðu glensi, settum saman pleimóvíkingaskip, mikið fjör, svo kom Auja og Atli og Sirrý og Þórhildur eru á leiðinni að norðan og kannski kemur Palli!!! Sem sagt hér er heilmikið líf og fjör. Það sem gladdi mig mest af öllu er að Auja kom með Írafár diskinn sinn. Ég er búin að hlusta á stórir hringir (og hjartalaga) 18 sinnum. Þetta er besta lag, allra tíma, samið á íslensku. Fingur koma líka sterkt inn. Nú veit ég að nokkrir lesendur þessarar síðu munu fá fyrir brjóstið við að lesa þetta, og ég get bara ráðlagt eitt; Sobril. Til hamingju með daginn Ingvar. (eina barn Íslands sem á ekki síðu á Barnaland.is)

þriðjudagur, júní 24, 2003

Ég útnefni sjálfa mig "versta bloggara veraldar"
Ég er bara löt að blogga samt, því ég er alltaf að brasa allskyns.
Ég er m.a.s. dugleg að hreyfa mig og mér skilst að þegar Auja ein ágæt, kemur heim úr sumarbústað, þá séum við að fara að lyfta. Sem er bara kúl og aðhald dauðans að ætla sér að fara að æfa með henni. En ekki má gleyma henni Önnu Maríu sem strollar með mér á Ægissíðunni, það er nú aldeilis gagn í því líka. Við Mæja erum að bíða eftir að maðurinn hennar komi af sjó. Nú finnst fólki etv að nóg sé að Mæja bíði spennt, en það er nú ekki svo, því þegar hann Sævar kemur heim þá ætlum við að fara á stelpumynd í bíó. Síðast þegar við fórum á stelpumynd í bíó þá undruðum við okkur mjög á fjölda karlkyns í salnum. Sjálfsagt væru einhverjir undir hælnum á gellunni og hefðu ekki átt neinna kosta völ... en hvað var málið með þá sem voru fjórir saman í hóp og enginn hæll???!!! Þegar myndin byrjaði þá vorum við í vitlausum sal. Á HANNIBAL!! Við stukkum út því við ætluðum ekki að láta snuða okkur um stelpumynd og náðum upphafsatriðinu á "Devine secrets of the ya ya sisterhood" mér til mikillar gleði. Ætli við förum ekki á "hvernig á að glata dreng á 10 dögum" Það leggst afar vel í mig:)

fimmtudagur, júní 19, 2003

Hadda er búin að eignast 14 marka strák!! Hamingjuóskir til allra sem málið varðar. Sjálf er ég mjög glöð. Líf og fjör.

mánudagur, júní 16, 2003

Í helgarblaði DV fær Loðna bringan verðuga umfjöllun. Nú hef ég lengi sagt, ekki við miklar undirtektir, að loðin bringa er viðbjóðsleg, hár á baki karlmanna sömuleiðis, og ég tala nú ekki um axlahárin. Nú hefur það verið vísindalega VÍSINDALEGA sannað að loðin bringa er ekki sexý. Það er ekki hægt að deila um eitthvað sem hefur verið vísindalega sannað. Þannig að ég hafði rétt fyrir mér. ÉG. Jæja strákar. Nú þurfa allir að draga fram vaxið og það sem fyrst, áður en alvöru sólbaðstíð hefst.

föstudagur, júní 13, 2003

Fyrsti kærastinn minn að gera góða hluti. Ég var mjög lengi hrifin af honum, enda greinilegt að hér er mikill hæfileikamaður á ferð. Ég man mjög vel eftir þessu öllu. Við vorum í 7. bekk og hann spurði hvort ég vilda byrja með honum og ég sendi vinkonu mína til að segja já. Þetta var þrungið merkingu. Ég þori að veðja aleigu minni að hann man ekkert eftir þessu. Seinna fór hann í annan skóla, en bróðir hans var með mér í bekk. Ég hélt bekkjapartý og Bjössi ætlaði að taka Svein með sér. Ég svaf ekki og borðaði í viku af spenningi. Svo kom hann....MEÐ AÐRA STELPU MEÐ SÉR!!! Ég var miður mín allt kvöldið. Þetta var eins og þegar Rachel ætlaði að segja Ross að hún hefði alltaf elskað hann og hann mætti með Julie. Þetta er mjög sambærilegur atburður. Nú kann einhverjum að finnast Sveinn ljótur. Hann hefur sitthvað til síns máls, en það er innri fegurð og húmor sem gildir. Hann er ekki jafn ljótur og Hrafn Margeirs bróðir hans sem er í marki hjá ÍRingum. Það er þó eitthvað..

fimmtudagur, júní 12, 2003

Hulda vinkona mín er bráðfyndin, hún heldur að við séum að fara á tónleika með Metallica!!!! Ég er engin pönkrotta. FATTIÐI. Ég sagði að ég skyldi koma með henni á Justin Timberlake tónleika og þegar hún var búin að æla þá komumst við að þeirri niðurstöðu að finna eitthvað þar á milli.

Jess. Það á að fara að sýna Grease. AFTUR. Hvað er langt síðan Þelma Björns og apafés kallinn hennar, voru í þessu? 4 ár, kannski? Þannig að það er tími til kominn. Þjóðin er búin að vera í Grease fráhvörfum og loksins, loksins gera menningavitarnir eitthvað til að lina þjáningar okkar. Þetta er magnað.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Hey hey, brjáluð tilviljun. Mósa gaukurinn, fyrir nokkrum færslum síðan, hann er bróðir hans Björgvins hennar Kristínar Lindu. Þegar við vorum í sjúkrabílnum þá langaði mig geðveikt að spyrja hann hvort hann væri nokkuð bróðir Björgvins, en mér hefur oft fundist fólk líkt og jarí jarí jarí. En viti menn..... svona er heimurinn lítill. Þetta er reyndar einn af þessum frösum sem ég þoli ekki.
Svona er heimurinn lítill.
Það er nú meiri blíðan.
Hann var gefinn fyrir sopann, blessaður. (af hverju alltaf blessaður?!)
Já Hemmi minn. (ég gæti ælt) eða það sem verra er; Alltaf í boltanum??
Úpps, þarna er ég að missa mig í gremju sem var hreint ekki meiningin.

Ég fór í húsdýragarðinn með Ingvar í dag og Hildi vinkonu hans. Þar fundu þau einhvern bóndabæ og þar voru hjólbörur og alls kyns verkfæri og þau fóru að rækta korn og vökva það. Ekki var ég þó skilin útundan í þessum leik heldur fékk ég einnig hlutverk; "Mamma, þú ert fuglahræðan í leiknum".
Ekki löngu seinna var verið að mjólka kýrnar og það þurftum við að sjá. Fullt af börnum og foreldrar þeirra stóðu þarna í einum hnapp að fylgjast með. Þá segir Ingvar hátt og snjallt; "Ég vildi óska að ég væri kýr" Vinnukonan í húsdýragarðinum spurði hann hvort hann meinti ekki naut. "Nei ég vildi óska að ég væri kýr, og væri með fullt af mjólk inni í mér og bóndinn myndi koma og mjólka mig" Allir foreldrarnir skimuðu um eftir foreldri klikkaða barnsins, og ég hugsaði bara; "shit, nú verður hann tekinn af mér!"
Áður hafði ég verið með Ingvar í umferðarfræðslunni. Þar var löggan að brýna fyrir að foreldrarnir mættu ALDREI aka af stað og spenna sig svo. Ég þurfti að stíga á Ingvar og margtaka fyrir munninn á honum því honum lá mikið á að segja löggunni að mamma sín, keyrði alltaf af stað og spennti sig svo. Ég var ekki að láta það fara að gerast. Enda er ég súpermamma.
Þó að þessi færsla hafi verið tileinkuð Ingvari þá verð ég að láta smá fróðleik um mig fylgja með. Þegar ég var að keyra heim, stoppaði ég á rauðu ljósi, ég var í góðu skapi og all night long með Lionel Richie hljómaði á Létt. Ég hækkaði, söng með, barði í stýrið og sveiflaði höfðinu OG maðurinn í bílnum við hliðina á mér var að horfa á mig. OG það ætlaði aldrei að koma grænt. Þannig að ég varð að sitja þarna eins og fífl og halda haus á meðan ég beið eftir að það kæmi fjandans grænt. Já vinir mínir, líf og fjör.

mánudagur, júní 09, 2003

Þegar ég opnaði póstinn minn í morgun varð ég heldur betur hissa. Þar var komið e-meil frá Þóroddi. Ahh, tækni!! Já nú fær maður bara e-meil í gegnum gervihnött. Raggi kom í föstudaginn og tengdi fyrir mig stöð 2 og fékk að launum chicken satay. En það leið ekki á löngu þar til karlmannsleysið sagði til sín á ný. Rafmagnið fór af íbúðinni og ÉG þurfti að brasa í að laga öryggi. Andsk...... Annars er Þóroddur ekki sá eini sem er á sjó því á sjóinn sigldi líka Sverrir Jónsson. Þangað lá ekki beinn og breiður vegur fyrir hann, því hann var á Akureyri þegar hann fékk boð um að fara á sjóinn. Nú svo hann keyrði í einum spreng á Hondunni suður, tók Hopp norður á Akureyri til að setjast upp í rútu sem keyrði áhöfnina suður. EKKI SPYRJA MIG!!

föstudagur, júní 06, 2003

Mig verkjar bókstaflega, líkamlega, þegar ég sé myndbandið með Ber. Dásamleg leikkona, Íris. Angistin er svo raunveruleg að maður finnur hana beinlínis, þegar hún hleypur kiðfætt um í fjörunni og faðmar sjálfa sig. EINMITT!!

Stundum er yndislegt að vera sjómannsfrú, án þess að þetta sé áfellisdómur yfir Þóroddi. Það er bara svo yndislegt að hafa alla hluti eftir sínu höfði, hvað er í matinn og hvenær, hvað er gert, hvar allir hlutir eiga að vera o.s.frv. En þegar maður kaupir sér áskrift að stöð tvö, (til að sjá american idol) og getur alls ekki stillt það inn, og er búinn að hringja þrisvar á þjónustuverið án þess að fá úrlausn sinna mála, þá er ekki svo gaman að vera sjómannsfrú:( En Raggi unaður ætlar að koma eftir vinnu og bjarga þessu:)
Sniglabandið er með morgunþátt á Rás 2 á föstudögum. Þvílík snilld! Bæði eru þeir ótrúlega fyndnir og svo eru útsetningar þeirra á óskalögunum óborganlegar. Júróvisjón lagið var brilliant í þeirra útsetningu. Ég mæli með þeim.
Ingvar er búinn að horfa milljón sinnum á Júróvisjón keppnina, hann er með skoðun á öllum lögunum og keppendunum. Honum finnst rússnesku stelpurnar öskra og honum finnst tyrkneska gellan svolítið reið!! Sjálfur ætlar hann að keppa í Júróvisjón þegar hann er orðinn stór. Gay eða?!
Hrósið fær tvímælalaust Bankaræningi Íslands. Hann er ekki sérlega klókur að komast upp með glæpi sína, en tvö bankarán á tveimur vikum, geri aðrir betur. Mér finnst gaurinn óendanlega svalur. Hann er líka bara að þessu til að borga neysluskuldir. Þá er þetta allt í lagi. Líf og fjör.

fimmtudagur, júní 05, 2003

Stundum þegar Baldur bjó hjá mér, þá gekk ég inn á hann þar sem hann sat, einn og BROSTI. Dísess. Í stofunni, eldhúsinu eða í bílnum, þá kannski sat hann og brosti.... Ég brjálaðist náttúrulega. Hvað í helvítinu er að þér!! Af hverju brosiru svona eins og fífl??!! Ertu eitthvað klikkaður?! Nema hvað að í gærkvöldi var ég að horfa á sjónvarpið og þá finn ég, mér til mikillar skelfingar, að ég er brosandi. Ekki út af því sem var í Kastljósinu, heldur var þetta svona bóbóbros!! Oj bara.
Annars er gleðilegt að segja frá því að ég á enn eitt afmælið í dag. 5 mánuðir. Þetta gerist ekkert smá hratt. Ég og Erik vinur minn fórum í tilefni af því á Kaffi París og fengum okkur kaffi og köku. Kom þá askvaðandi Dr. Íris, en hún á Kaffi París og sjoppuna London. Erik var með alla vasa fulla af smokkum, en það var mér alls óviðkomandi. Já, Líf og fjör.

þriðjudagur, júní 03, 2003

Jæja þá er Doddi minn að fara á sjóinn.
Strákar það er opið hús í Eskihlíð 16b í sumar!
Sjáumst.
Djók. Annars er ég að hugsa um að fara til Beggu í Köben á meðan ég er kona einsömul. Ég verð eiginlega að taka Ingvar með mér og leyfa honum að fara í tívolí og dýragarð og svoleiðis. Er það ekki? Líf og fjör.

Á bls. 18 í mogganum í dag er þessi fína umfjöllun um sjúkraflugið mitt til Kulusuk. Helvíti flott mynd með og allt. Nema hvað að í greininni er sagt frá því að tveir læknar og sjúkraflutningamaður hafi farið í ferðina. Ég veit vel að ég er aumur læknanemi, en ég fór nú samt með í helvítis ferðina. Dauði og djöfull að vera aumur nemi og nobody. En þessi ferð lifir í minningunni. Ég gleymdi líka að segja frá því að það var rosa hasar þegar við vorum að fara til baka því það var þoka að læða sér niður á flugbrautina. Ef þokan hefði náð niður á flugbrautina þá hefðum við ekki farið í loftið. Þetta var mínútu spursmál, sjúklingurinn var fluttur í snarhasti yfir í vélina úr þyrlunni og svo var skellt á eftir og í loftið. Mér var líka sagt að þegar þokan kemur þá er hún í þrjár vikur. Sko. Það var alveg gaman að koma til Kulusuk og fara í fríhöfnina og svona EN að vera þar í þrjár vikur.............. nei.