luxatio hugans

awakening

mánudagur, september 29, 2003

Ég hélt að ég mynda æla og míga á mig af hlátri, ég vil vita á hvaða efnum þessir menn eru......... nei annars, ég er hætt.

Ég er að hugsa um að taka einhverja afdrifaríkustu ákvörðun lífs míns. Ég ætla að hætta að halda með Liverpool. Þetta samband er búið að vera haturs/ástar samband, núna í einhvern tíma og svo smám saman hefur hatrið náð yfirhöndinni og svo gerði það útslagið í leiknum gegn Charlton um helgina. Ég hata Liverpool fyrir 10 ára örvæntingu og smán. Ég segi þessu sambandi formlega slitið!!!

Nú er ég að hugsa um að halda bara með Eið Smára og því liði sem hann er í hverju sinni. Og kannski Jóa Kalla því hann er sætur, eða Heiðari því hann er Dalvíkingur. Ég er samt eiginlega mest hrifin að Eið, svo ég hugsa að hann hafi vinninginn. Ég er samt ekkert sátt. þetta er ömurlegt. Nú verð ég líka að finna nýjan bakgrunn á síðuna hans Ingvars. Men, fjandans Liverpool að rústa öllu hjá mér......................

sunnudagur, september 28, 2003

Við vorum að koma heim af Dýrunum í Hálsaskógi. Ómægod, þetta var rosalega skemmtilegt. Það er greinilegt að maður vex ekki uppúr því að hafa gaman af þessu. Svo klökknar maður aðeins.........en bara lá hárréttum stöðum svo það er allt í lagi.

laugardagur, september 27, 2003

Þið verðið að fara á síðuna hans Ingvars og kíkja á gullkornin. Ef ykkur finnst móðirin hafa munninn fyrir neðan nefið, þá ættuð þið bara að kíkja á afkvæmið.

Þá er Doddi farinn á fyrstu næturvaktina sína. Ég á alltaf hryllilega erfitt með að sofna þegar hann er ekki heima, sem er basically ástæðan fyrir því að ég er að blogga á þessum tíma sólarhrings eins og hvert annað fífl.

Hér var idolparty í kvöld, mætt voru Robbi og Ingibjörg, Sverrir og Kristín, Raggi og svo náttúrulega gestgjafarnir, við Þóroddur. Örvar á víst aðra vini en okkur, þó ég eigi erfitt með að trúa því. Jói var að vinna, í skeinerí og skeiðarstílum. Anyways, þátturinn var brilliant, EN setning þáttarins hlýtur þó að vera: "Bubbi Morthens sagði að ég væri eins og fíll og ég vildi fá nánari útskýringu á því og þá sagði Þorvaldur að það væri tilfinningin sko, þannig að þetta er mjög jákvætt" sagði stúlkan og var eitt spurningamerki í framan. HAHAHAHAHAHAHA
Fyrir ykkur sem horfðuð ekki, þá var Bubbi að tala um að hún minnti sig á fíl (feel) frá 1938-1942:) Þetta var náttúrulega bara brilliant.

föstudagur, september 26, 2003

Ég og vonbrigði gærdagsins fórum með fyrirlestur um kynlíf í MH í morgun. Þar tókst honum ekki að valda mér vonbrigðum, svo að sennilega liggur þetta allt uppávið héðan. Ansi fannst mér ég nú vera orðin stirð í þessu, en ég fer í þrjá í næstu viku, þá hlýt ég að liðkast.

Annars er nú skemmtilegt þetta strippfár allt saman. Umræðan er á suðupunkti allsstaðar, m.a. í matsalnum á Lansanum þar sem mönnum þótti gott að neyðarlínan hefði hreinlega ekki fengið upphringingu. Allir aðrir virðast hafa fengið upphringingu um málið. Það er hálf vandræðalegt þegar fólk hefur svona sterka sannfæringu á einhverju málefni.

Annars er það bara Idol í kvöld. Ég kemst ekki yfir vonbrigði mín að hafa ekki farið í áheyrn, þið vitið, lúkkið, röddin, framkoman, útgeislunin, ómægod, dansinn ekki má nú gleyma dansinum. Allt þetta, hulið landanum. Það er bara einhver vöntun fattiði???

fimmtudagur, september 25, 2003

Rosalega er ég fegin að ég setti inn shout out fyrir fólk sem orgaði eins og særðir grísir yfir því að ég væri ekki með neitt til að kommenta!!!!! Þetta var kaldhæðni, fyrir þau ykkar sem eruð treg.
Rosalega ætla ég að tryggja mér eintak af nýju Iron Maiden plötunni. EINMITT!

Svo eru það vonbrigði dagsins........ Gunnar Thorarenssen, bekkjabróðir minn, er ekki erfingi í Thorarensen lyf. Hverju sæta þessi vonbrigði, gæti fólk spurt sig. Og þau helgast af því að ég kaupi daglinsur á 4800 á mánuði og Thorarensen lyf eru með umboðið og ég sá fyrir mér að gaurinn myndi plögga þetta fyrir mig. Þá er þetta bara ættingi hans og ekki það skyldur honum að hann eigi tilkall til fyrirtækisins. EILÍF VONBRIGÐI!!!!!

Ég hringdi í Auju mína í gær og söng fyrir hana; "did I ever tell you you're my hero?", sem er sígild lína úr laginu Wind beneath my wings. Ég var reyndar ósofin og mikill galsi í mér. En viðbrögð Auju voru bara; "Shit maður, gellan er dottin í það"
Þessi viðbrögð sanna fyrir mér að fólk syngur almennt ekki nóg fyrir hvert annað. Gerum meira af því!!

miðvikudagur, september 24, 2003

Þvílíkir Aular!!!

sunnudagur, september 21, 2003

Þetta finnst mér gríðarlega mikilvægt.

laugardagur, september 20, 2003

Ég lifði af einhverja mestu þrekraun lífs míns áðan. Ég var sannfærð um að ég myndi detta niður dauð, en þetta gekk bara vel. Mér líður svo vel. Þetta er svona góð tilfinning eins og þegar maður kemur úr prófi sem maður var ekki búin að læra sérstaklega vel undir og svo gekk manni betur en maður hafði búist við, en er samt ekkert sérstaklega viss um hvað einkuninn verður góð. Verkefninu er samt lokið og það er alltaf gott. Hvað eru mörg "maður" í þessari færslu?

Okei, mikill spenningur fyrir idol í gærkvöldi. Auðvitað var hist heima hjá Sverri og Kristínu, Raggi kom með afruglarann, en við hin, Össi, Robbi og Ingibjörg, Jói og Dunda, við mættum bara. Mikið var um veitingar og ekki undan neinu að kvarta.......nema kannski þættinum. Hvað er málið með að kynna Bubba Morthens??? Hver veit ekki hver Bubbi er og hvað hann gerir?? Hálfur þátturinn fór í að kynna lið sem allir vita hverjir eru og hvað þeir gera. Og svo þetta með sætu rauðhærðu stelpuna sem söng eins og engill en fékk ekki að halda áfram vegna aldurs. Af hverju er aldurstakmarkið þá svona lágt? Ef aldurstakmarkið er 16 ár, þá á 16 ára unglingur ekki að vera felldur úr vegna aldurs. ÞETTA ER BARA RUGL! En nei, nei. Þetta var heilt yfir ágætis skemmtun.

föstudagur, september 19, 2003

Vei, vei. Ég er búin að setja inn tengil á myndir. Nú er gaman.

Í gær kallaði bekkjabróðir minn mig kvikindi. Vildi ég fá nánari útlistan á tilurð þess að ég væri kvikindi en fékk hana ekki.
Fylgir hér lýsing á atburðinum. Ég sat í Lífefnafræðitíma og blaðaði í möppunni minni þegar gaurinn hallar sér að mér og segir; "Þú ert nú meira kvikindið" Ég varð náttúrulega hálf hvumsa og spurði af hverju. "Bara, þú ert það" Þetta er náttúrlega svívirða, sjálfri finnst mér leitun að jafn hlýrri manneskju og mér. Bara kalt mat. Kristín og Björgvin, vinir mínir (svokallaðir), kalla mig Skaðalheiði. Sem er Hneisa. En þau vita nú reyndar ýmislegt um mig sem gefur þeim e.t.v tilefni til þessarar nafngiftar. Jæja samt.......

fimmtudagur, september 18, 2003

Ó mæ god. Birgitta Haukdal er á lausu. Í sömu viku og J.Lo verður á lausu. Hum. Athyglisvert.......
Annars þekki ég tvo ágæta drengi, sem eru þó frekar takmarkaðir. Þeir skráðu sig í hóp C í verklegri taugaanatomíu (sem var bæðevei óvinsælasti hópurinn), jú og af hverju? Ungfrú Ísland er í hóp C. Þeir eiga pottþétt ekki eftir að læra einn einasta strúktúr. Ég er samt ansi smeyk um að vera þeirra eigi ekki eftir að hafa nein áhrif á námsgetu fegurðardrottngarinnar.

miðvikudagur, september 17, 2003

Það var ótrúlega skemmtilegt í afmæli hjá Kristínu Lindu í gær. Mikið fjör og góðar veitingar.
Nú er Jóhann Vilhjálmsson sestur við hliðina á mér og rekur við, ég get ekki bloggað um ostakökur í þessari lykt.

Ú, ég fór í klippingu í gær. Það sem er unaðslegt við klippingu er hárþvotturinn, þar sem maður er klóraður unaðslega og nuddaður uns maður fer að slefa. Ég elska það.
Eitt sinn man ég þó, þegar tengdapabbi minn, virðulegur læknir að norðan, fór í klippingu á Suðurlandsbrautinni. Hann kom heim og var allur hinn undarlegasti í háttum. Þegar við gengum á hann kom í ljós að rakarinn, fullorðinn maður, hafði nuddað hann um höfuð og herðar. Þessu hafði hann ekki lent í áður og þótti það of undarlegt til þess að það væri notalegt. Hann hefur þá sennilegast ekki slefað af unaði.

mánudagur, september 15, 2003

Þá er bústaðaferð helgarinnar afstaðin. Það var heilmikið fjör, mikið hlegið. Baldur var í banastuði, ég er ekki frá því að ég hafi séð nýjar hliðar á Bóbó í þessari ferð. Farið var í ratleik, þar sem ein þrautin var að semja leikrit og flytja það á kvöldvökunni. Áberandi var að Baldur fór margar ferðir eftir nýjum bjór, áður en röðin kom að hans hóp á sviðinu. Sviðsskrekkur......læknast með ethanóli. Jæja leikritið var þrusugott, eins og öll leikritin. Mikið gaman.
Jæja á sunnudeginum æfði Ingvar sig MJÖG mikið á flautuna. Hann kann eitt lag, Hamarinn. Svo tilkynnti hann okkur að hann ætlaði í heimsókn til Baldurs, með flautuna og nóturnar. Þótti okkur Þóroddi það prýðishugmynd, því eflaust vantaði ekkert upp á timburmenn Baldurs nema Hamarinn í blokkflautuflutningi Ingvars.

fimmtudagur, september 11, 2003

Hey, það er 11. september.
Ég man mjög vel hvar ég var 11. september 2001. Ég hafði fengið mjög slæman hnykk á hálsinn og var alveg pikkföst í mjög annarlegri líkamsstöðu. Hnykkinn hafði ég ekki fengið við eitthvað töff eins og bílslys eða snjóbrettaslys, heldur var ég að hrista brauð úr brauðvélaformi, sem gekk mjög illa, sem fór í skapið á mér og ég djöflaðist eins og vitlaus manneskja og fékk hnykk á hálsinn. Þetta er ekki mjög töff.
Ég hringdi akút í sjúkraþjálfarann minn og fékk að koma strax, öll skökk. Hún er svo að fást eitthvað við mig, fer fram að ná í eitthvað og kemur hrópandi til baka; "Það er allt að verða vitlaust, þeir eru að fljúga flugvélum á byggingar!!!" Þessu gleymi ég sennilegast aldrei.
Ekki frekar en hvar maður var þegar Díana prinsessa dó, þetta man maður.

Andskotans villimenn eru þetta!!!!

Í gær fór ég í gallabuxnaleiðangur, sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað að verð á gallabuxum er HNEISA. Ég finn nú samt einhverjar gallabuxur, tel mér trú um að ég geti ekki lifað án þeirra, og renni kortinu. Fer heim alsæl með buxurnar og hnút í maganum. Þennan hnút sem kemur alltaf þegar ég þarf að segja Dodda mínum hvað nýju buxurnar (og bolurinn sem þarf alltaf að fylgja með) kostuðu. OG hvers vegna ég gat ekki lifað án þeirra. Doddi minn var mjög hress í þetta skiptið og því ætlaði ég galvösk í buxurnar. Nema hvað að helvítis þjófavarnamerkið er í buxunum. Ég dreg fram testosteronkassann (verkfærakassann) og ætlaði að reyna að ná þessu af sjálf, en ákvað samt að hringja í búðina til öryggis til að skemma ekki buxurnar. Nei, nei. Ekki séns, verð að koma með buxurnar. Þarf því að fara aftur upp í Kringlu, sem ég HATA, allt til að komast í buxurnar mínar. Skemmtilegir snúningar það. En ég er svakaleg pæja í buxunum, þetta er ekki hlutdrægni, bara kalt mat.

Í gær átti Kristín vinkona mín 3. ára afmæli. Sem gerir mig grama á vissan hátt, hún veit afhverju. Þessi færsla hefði átt betur heima í gær, en þá gat ég ekki póstað færslurnar mínar.

þriðjudagur, september 09, 2003

Ég fíla soul tónlist. Þetta vissi ég ekki.

Lítil hetja lætur í minni pokann fyrir veikindum sínum.

föstudagur, september 05, 2003

Jæja ég er búin að setja upp síðu fyrir Ingvar. Maður verður kolvitlaus og missir sjónar á princippum við það að eignast stafræna myndavél. Jæja það er gaman að þessu.
Að öðru. Hale, Baldur flytur út á eftir, lúja!!
Fær afhenta piparsveinasvítuna í dag, spennandi, ég hlakka mjög til að sjá hvernig þetta kemur út. Þetta hefur líka áhrif á sjálfsvirðingu mína, þar sem ég lagði blessun mína yfir þessa íbúð og Baldur keypti hana án þess að hafa séð hana. Sem er ákveðinn háskaleikur en þeir sem þekkja Baldur vita að hann spilar alltaf á ystu nöf. Mikill glæframaður það.

fimmtudagur, september 04, 2003

Kellingin fór í æðruleysisbingó og fékk þrisvar bingó. Mér var hætt að lítast á blikuna og ætlaði ekki að þora upp í síðasta skiptið sem ég fékk bingó. Hrein meðvirkni það.
Annars áttu foreldrar mínir og systkini ansi viðburðarríkan dag. Báðir bílarnir á heimilinu urðu gjörónýtir í sama slysinu á Hörgárbrúnni, allir sluppu þó lifandi sem er mesta mildi og það sem mestu máli skiptir. Seinna um daginn, þegar allir voru að jafna sig, þá keyrði bíll inn í hús foreldra minna!!! Krakki nágrannans sennilega eitthvað að fikta og bíllinn endaði á neðri hæðinni. Þetta er náttúrulega sprenghlægilegt án þess þó að vera það. Já líf og fjör.

Vei, vei. Baggalútur er kominn úr sumarfríi.

Djöfulsins veður!!!!!
Nei, nei maður lætur ekki veðrið aftra sér í lífsgleðinni. Ég er búin að panta miða á Dýrin í Hálsaskógi, fékk miða á fremsta bekk og fer þangað galsvösk 21. september. Ég, Barbara og Bubbi erum að fara með krakkana okkar. Sem er frekar súrrelaískt en skemmtilegt. Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem ég þekkti hvorki haus né sporð á fyrir 9 mánuðum sem eru orðin mikilvægur hluti af mínu lífi. Þessu hefði maður ekki trúað....og þetta verður bara meira og meira gaman.
Nú er aðaláhyggjuefnið, hvernig á einhver annar en Bessi Bjarna að geta verið Mikki refur??? Eða einhver annar en Árni Tryggva Lilli klifurmús? Ég verð að halda væntingunum niðri til að verða ekki fyrir vonbrigðum. Engin smá pressa á leikurunum. Fullur salur af foreldrum sem ólst upp við spóluna með DÍH, og kann hverja stunu og urr í Mikka ref. Ekki öfundsvert hlutskipti. Ég fór í fyrra á Karíus og Baktus með Ingvar, og kom út, gráti nær. Þvílík afskræming. Þvílík Nostalgía.

miðvikudagur, september 03, 2003

Þessar nýju Cheerios auglýsingar eru viðbjóður. Fullorðið fólk með súrmjólk á vörunum og í munnvikunum og kjaftinn fullan af "Cheeriosi". Oj bara. Þessar auglýsingar hafa þveröfug áhrif á mig. Mig langar hreint ekki í Cheerios. Kannski aldrei framar.....
Auglýsingin fyrir Just Right, nýtt morgunkorn frá Kelloggs, hún höfðar til mín. Kallinn í auglýsingunni er svo ógeðslega nískur að hann tímir ekki að gefa krakkanum sínum með sér. Svona er ég. Ógeðslega nísk og tími ekki að gefa með mér og þess vegna hlæ ég. Ég þekki þetta.

þriðjudagur, september 02, 2003

Hey hey I'm your daddy, I'm the one without any breasts....
Nýja tölvan og ADSL komið í gagnið. Nú verður bloggað látlaust.
Verst að ég hef ekkert að segja. Skólinn er byrjaður, jarí jarí, ég hef ekki enn séð mér fært að mæta þó. Já alltaf er staðið við stóru orðin og fögru fyrirheitin. "Á næstu önn, þá SKAL ég vera á áætlun frá upphafi." Það besta er að ég trúi þessu alltaf. Og ég hef hitt fólk með sömu/svipaðar yfirlýsingar og það trúir þeim líka. Þetta er greinilega landlæg afneitun . Hugsanlegt 3. árs verkefni "Landlæg afneitun skólafólks á eigin óstaðfestu"