Bloggfærsla sem Stínafína skrifaði um daginn um dreifbýlislækninn rómantíska og hógværu hjúkrunarkonuna hans fékk mig til að huga um svolítið.
Ég var ótrúlega snemma í minni æsku búin að lesa Línu Langsokk og komin í Rauðu Ástarseríurnar. Þaðan fékk ég mína kynfræðslu að miklu leiti.
Hún er einhvern vegin þannig að konur þurfa að vera fullkomlega skapaðar til að fá manninn sem þær elska. Konur eiga ekki frumkvæði að samböndum við menn, þess í stað streitast þær á móti í margar vikur þar til þrautseigja mannsins sem þær elska í laumi ber þær ofurliði. Því hranalegri og dónalegri sem menn eru, því særðari eru þeir úr síðasta sambandi. Konur eiga ekki frumkvæði að kynlífi. Augntillit og létt stroka með fingurgóm frá draumaprinsinum er nægjanleg til að kona tryllist úr losta. Kynlíf er algjörlega fullkomin atburður þar sem allt gengur smurt fyrir sig, tveir hugir verka sem einn og engin búkhljóð heyrast.
Ungir karlmenn hins vegar fá kynfræðslu úr klámmyndum þar sem allar konur eru trylltar úr greddu og fá eki nóg af kynlífi. Konur eiga oftast frumkvæðið með því að tæla grunlausa menn í rúmið, sem komu kannski bara til að gera við pípulagnirnar. Konur fá fullnægingu af því að gefa karlmanni munnmök, svo unaðslegt er það fyrir þær.
Er eitthvað skrítið þó ungt fólk lendi í vandræðum þegar það er að stíga sín fyrstu skref í kynlífi??