luxatio hugans

awakening

sunnudagur, janúar 27, 2008

Boðað til blóts

Jæja kæru vinir.
Þá er boðað til hins árlega þorrablóts sem að þessu sinni verður haldið í glænýju og gullfallegu eldhúsi mínu.
Dagsetning óljós.
Og hvað segiði um að halda sig bara við hangiket og harðfisk?
Verður Lundúnabúinn eitthvað á klakanum á Þorranum, eða er það bara NY í ár?

X-ið

útvarpsstöðin, auglýsir sjálfa sig undir slagorðinu: "X-ið, þéttara en nunnurassgat!"
Ingvar sonur minn heyrir þetta alltaf sem: "léttara en nunnurassgat!" en honum finnst það jafnfyndið fyrir því. Hann veltist um af hlátri ef þetta kemur þegar við erum einhversstaðar á rúntinum. Það er ágætt.

föstudagur, janúar 25, 2008

Holy Diver

you´ve been down to long in the midnight sea.............. Yeah!
Fór á söngkeppni Samfés á Dalvík í kvöld. Litla systir mín var að keppa. Eins og Bubbi hefði sagt, þá valdi hún ekki rétt lag;) Eða hundleiðinlegt lag öllu heldur sem gerði ekkert fyrir hana. En það var mjög flott atriði sem vann svo það er aukaatriði.
En þá að máli málanna. Afar hressir áttundubekkingar tóku Holy Diver með Dio. Jesús hvað það var hressandi. Ég var næstum komin á ball í Tjarnarborg með Þorra Svein slammandi með hvíta hárið skipt svo snyrtilega í miðju að það haggaðist ekki.
Stundum getur nostalgía verið eitthvað svo skemmtileg. Kannski er auðveldara en ella að komast í hana þegar maður er að leysa af í bænum þar sem maður tók út gelgjuna svo heiftarlega að maður vonar bara að sjúklingarnir muni það ekki;)
Jamm.............

Lukka

Ég var að fá e-meil frá sjálfum forsvarsmanni BMW verksmiðjanna. Haldið að ég hafi ekki unnið BMW? Lánið á manni alltaf hreint. Og ég sem veit ekki einu sinni til þess að ég hafi tekið þátt í neinum leik. Ég og Hildur reyndum að vinna gulan Hummer á hótelinu okkar í Las Vegas, en það hlýtur að vera óskylt þessu. Djö....... verður kella flott á nýja BMW-inum.
Líf og fjör

föstudagur, janúar 18, 2008

Rokkuppgjör kvöldsins

Ummæli kvöldsins í Rokkinu átti Hekla tvímælalaust með: "Stelpur, stelpur, vitiði hvað?! Belgíska sjónvarpið hafði samband við mig........"
Leiktilburði kvöldsins átti ég tvímælalaust með sýnishornið af því hvernig við kæmum fram þegar Hekla væri búin að koma Rokkklúbbnum að í belgíska tvífaraþættinum.
Að lokum......... þá heiti ég nafni sem er alveg ótrúlega skemmtilegt að bera fram á þýsku með alveg sérlegum fraulein áherslum. Prófið bara.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Illa fúnkerandi feik

Eitt af sölutrixunum sem ég er orðin ónæm fyrir eru yfirlýstu, gleiðhornamyndirnar inni á fasteignavef mbl. Ég hef x2 lent í því að hlaupa apríl og fara að skoða íbúð sem er mynduð á þennan hátt og virkar björt og rúmgóð fyrir vikið. Inn í meiri hreysi hef ég varla stigið fæti en þær tvær íbúðir. Þannig að þegar ég byrja að skoða myndir og sé að þær eru teknar á þennan hátt þá er ég fljót að loka aftur. Hvað er verið að reyna að fela?
Hér er dæmi um slíka mynd. Sjáið hvað ruslafatan í horni myndarinnar er teygð og aflöguð. Nú myndi ég draga þá ályktun að þetta sé mjótt og þröngt eldhús.
Og nei............. ég er ekkert á leiðinni að kaupa mér fasteign. Þetta er bara árátta;)

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Ræktin, klipping og grænn kostur.

Við AMV gerðumst nokkuð góðar í gær og byrjuðum í ræktinni. Djöfull var tekið svakalega á því. Anna María hafði verið harðari á því en ég að mæta í gær og lofaði mér að við færum bara í hálftíma á brettið. Eftir 30 mín sléttar stóð ég upp við brettið hjá Mæju og sagði: "Þú lofaðir að við færum heim eftir hálftíma!" Þá var Mæja í svaka axsjón og rétt að byrja að hitna........... en hún hafði lofað krakkanum, svo hún fór með krakkann heim.
Hitt sem ég afrekaði í gær var að fara með Ester Helgu í klippingu og ég klippti 10 cm neðan af hárinu hennar allan hringinn, þannig að toppurinn og hárið er jafnsítt og nemur við kjálka (fyrir þá sem vilja gera sér þetta í hugarlund). Þetta var afrek, segi ég og skrifa, því ég þjáðist við þetta. Ég engdist við hvert hvisshljóð í skærunum. En það var núna eða aldrei. Það hefði alltaf verið erfiðara og erfiðara að jafna hárið eftir því sem það síkkaði meira. En hún er samt voða krútt og varð fullorðnisleg við þetta.
Í hádeginu fór ég svo með B. á grænan kost. B. vinnur með eiginmanni mínum og finnst hann besti læknir í heiminum. Þess vegna er svo erfitt að tala illa um eiginmanninn við B. eftir að hann hefur borað 8 göt í sólarhringsgamla borðstofuborðið mitt. Hún heyrir það hreinlega ekki! Göt, föt! Hljómar eins fyrir henni þegar viðkemur Dodda. Eftir borunarmálið ógurlega bað ég eiginmann minn vinsamlega um að einbeita sér bara að því að svæfa fólk og gefa því Dobutrex. Látum bara iðnaðarmennina um að bora. Eða ég bað hann reyndar ekki vinsamlega en það lítur betur út á bloggsíðu að segjast hafa gert það vinsamlega.
Þegar við B. kvöddumst hafnaði hún kostaboði á sönnun fyrir ákveðinni lífeðlisfræði líkama míns. Skiljanlega. Ég verð að hætta að ofbjóða B.

sunnudagur, janúar 13, 2008

Lofar góðu

Mér er farið að lítast þannig á það að nýja afkvæmið mitt sé að verða jafn fyndin og gamla afkvæmið mitt. Það er ekki svo mikið bara það sem hún segir heldur hvernig hún gerir það. Stuttaraleg og snögg í tilsvörum og svo lýgur hún blákalt upp í opið geðið á mér án þess að blikna. Það verður kannski ekki alltaf jafn sniðugt ef hún heldur uppteknum hætti en á meðan það er um sakleysislega hluti þá finnst mér það stundum eitthvað fyndið.
Í gær vildi ég fara að komast uppúr sundi og spurði hana hvort henni væri ekki orðið kalt. "Nei. Ég er svo feit og mjúk!" var þá svarað á innsoginu.
Áðan var ég svo að díla við hana að fara í úlpu sem hún vildi ekki gera. Þá kom ég með þennan klassíska frasa hvort hún ætlaði þá að láta sér verða kalt? "Já, og lasin."
Já einmitt! Bara að spara mömmunni það sem næst kæmi í tuðinu!

sunnudagur, janúar 06, 2008

Daginn eftir afmælið

Í gær fagnaði ég nebblilega einu árinu enn ómenguðu af hugbreytandi efnum og telja þau þá samtals 5. Spurning um að breyta nafni þessa bloggs, því þessi hugur er hreint ekkert luxeraður lengur................ eða jú jú, það kemur reyndar alveg fyrir. Eins og þegar ég tapa í Trivial klukkan 06.00 á morgnana.
Doddi litli klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og gaf mér ófáanlega skó og minnti þar nokkuð á Lýð Oddsson milljónamæring.
Annars fór dagurinn að mestu leiti í framkvæmdir (kemur á óvart) en svo um kvöldið fór ég á Flórída með mínum uppáhalds K.Þ, B og A. K.Þ átti líka afmæli og við fengum sinn, skínandi látúnsskildingin hvor. Svo fórum við í enn annað afmælið (naumast að fólk er að skandalisera um áramót) og gáfum afmælisbarninu karlmann vafinn inn í slaufu. Að sá ágæti karlmaður hafi fengist til verksins er mér enn ráðgáta.
Brilliant dagur.

föstudagur, janúar 04, 2008

Ummæli ársins 2007

féllu í frægri útskriftarveislu sem ég mætti í, ásamt sólarhringsúrgangi nýrna minna, í haust. Þá sagði maður einn, hátt og snjallt, með ömmu útskriftarstúdínunar á næsta borði: "Ég man þá tíð í AA að enginn þótti edrú nema hann væri í rúnkbindindi!"

S.O.S

Eru til stuðningshópar fyrir konur, giftar mönnum sem eru 30+? Nú þegar janúarmánuður er runninn upp og tuttugasti og áttundi dagur mánaðarins nálgast á ógnvænlegum hraða, þá aukast hjá mér einkenni kvíða og streitu. Ósjálfráð grátköst, óöryggi við að vera ein, minnkuð matarlyst, árvaka og skapstyggð einkenna mig þessa dagana. Ég sé bara ekki fram á að höndla það að eiga þrítugan eiginmann. Samt er hinn kosturinn í stöðunni, sem er að sækja um skilnað og eiga alltaf nýjan og nýjan mann sem er undir þrítugu, ekki alveg nógu aðlaðandi heldur. Best væri því að komast í tengsl við gott fólk sem getur aðlagað mig að atburðinum og komið mér yfir versta áfallið eftir að atburðurinn hefur átt sér stað. Ég lýsi hér með eftir því góða fólki!

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Ég er illa sofin

og þá er besti tíminn fyrir ólundarblogg.
Ég þoli ekki Opruh! Yfirborðskenndur, smeðjulegur og veruleikafirrtur hræsnari sem er með óþolandi sjónvarpsþátt.
Og.................. Örlagadagurinn hennar Sirrýar er versti sjónvarpsþáttur Íslands á eftir Allt í Drasli sem er svo slæmur að ég vel að kalla hann ekki sjónvarpsþátt.

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Af Skaupinu

Mér fannst það fyndið. Og þá var það fyndið. Það var bara fullt af litlum, lúmskum smáatriðum í því sem voru drepfyndin.
Hins vegar leikur mér forvitni á að heyra hvað JGB fannst um skaupið í ár??