luxatio hugans

awakening

mánudagur, mars 31, 2003

Júhú, eitt próf búið. Bara 3 eftir af þessu dauðans ári. Prófið gekk mjög fínt, gleði, gleði, gleði, gleði alla tíð. Annað sem ég er mjög ánægð með, það er hin brilliant útgáfa MAinga af vísum Vatnsenda-Rósa. Gamla MA hjartað tók kipp. Sonur gamla píanókennarans míns var á fiðlunni. (OK useless information!!) En það er gaman að þessu, lífið er svo smart.

föstudagur, mars 28, 2003

Kúl. Kristín vinkona mín er nákvæmlega jafn gay og ég. Sem er mjög nærtækt, skyldi ég söðla um:) Skyldu lebbu kandidatar laðast að hvor öðrum?

Nú er ég búin að setja inn link á Kristinn Loga, aka Flame boy, Birgittu Haukdal eftirhermu með meiru.
Smá fróðleikur um Kristin til gamans; hann fræðir unga fólk landsins um það að ellilífeirisþegar landsins eigi rétt á ókeypis fóstureyðingum.

Það kom lítill snepill inn um lúguna hjá mér í morgun sem kallast Birta (hversu glatað er það nafn á tímariti?). Í því er lítil könnun "hversu gay ert þú?". Ég svaraði henni mjög heiðarlega og þetta er útkoman: 62-68 stig; þú ert 66-75% gay. Ef þú ert ekki viss um kynhneigð þína ættir þú að vita það nú. Þú ert nútímakona sem hrífst frekar af kynsystrum þinum en gagnstæðu kyni. Þú útilokar þó ekki að reyna þig áfram með báðum kynjum. Þú ert líklega tilkippileg og hefur átt marga elskhuga í gegnum tíðina, AF BÁÐUM KYNJUM! I recent that! Jæja og hvað var það svo, sem gerði það að verkum að ég skoraði svona hátt gay. Jú t.d að ég vil frekar vera læknir en hjúkka, ég nota ekki reglulega smokka (mjög gay, veit fólk almennt ekki af pillunni?) mér finnst betra að vera ljótur og klár en fallegur og heimskur (er það ekki kommon sens?) ég hef kýlt í boxpúða og lent í slagsmálum, já ekki má gleyma að ég kýs frekar að fá fullnægingu en að veita hana!!!!!!
Þetta er greinilega tifandi tímasprengja hvenær Ingvar eignast tvær mömmur og einn afar niðurlægðan, bitran föður.

Mjög gott kommbakk hjá Michael Jackson í gærkvöld. Þessi Bashir er obvíöslí eitthvað geðveikur og ekki mjög góð manneskja. Ég trúi engu illu upp á MJ og ég verð að segja að fyrrverandi konan hans, hjúkkan hún Debbie, kom sterk inn í vörnina. Aumingja kallinn. Það var svo krúttlegt þegar hann sagðist vilja fara út í matvörubúð eins og venjulegt fólk, en hann hafi reynt það og það orsakaði UPPÞOT! Einmitt ég í Bónus, alltaf einhver paparazzi á eftir mér, skoðandi ofan í körfuna hjá mér, og skrifar um það hvað Doddi fær að borða. Aumingja maðurinn hefur ekki einangrað sig, heldur hefur hann einangrast og það er tvennt ólíkt.

fimmtudagur, mars 27, 2003

Um mig eru viðhöfð þau níð í bloggheiminum að ég sé forvitnust allra. uhu!! Sagan segir að ég geti ekki beðið eftir að fá að vita urlið hjá manni sem eflaust á ekki eftir að blogga um neitt nema eigið útlit. Hvernig hafi gengið að blása hárið um morguninn og hvort niðurfallið hafi enn verið stíflað í sturtunni hans. Jafnvel gætu slæðst inn sögur af því hvort hann hafi látið sér nægja að tannbursta sig fyrir tíma eða hvort hann hafi gripið í tannþráðinn í leiðinni. Mjög lógískt er þess vegna að áætla að ég sé hreinlega að kafna úr forvitni. En að mér. Ég kláraði peysuna í gærkvöldi og skilaði henni af mér í dag. Engum sögum fer af hrifningu viðtakandans. En það hlýtur að vera gaman að eiga peysu sem var saumuð bara á mann sjálfan. Jafnvel þó svo að það sé ekki hægt að vera í henni. Eða er ég í bullandi sjálfsréttlætingu hér? Ég á reyndar von á því að fá pantanir á flíkum Ally design í hrönnum núna. En sorrý það er að koma próftíð. Og talandi um próftíð. Ég fæ mig ekki til að lesa um samskipti læknis og sjúklings, hvað þá úrvinnslu gagna. AARRRRGH!

miðvikudagur, mars 26, 2003

í dag eiga tveir vinir mínir afmæli. Hverjar eru líkurnar á því? Það eru þau Sólveig snillingur og Jón Fannar (sem titlar sjálfan sig krútt bangsi) Nú sit ég sveitt og hamast við að klára gjöfina hennar Sólveigar. Vona að henni líki þetta, ef ekki þá verður hún bara að taka viljann fyrir verkið. Svo kláraði ég loksins umræðufundinn í lífeðlisfræðinni áðan. Ég og Hulda vorum að til 3 í nótt að klára að setja upp Power Point, og þegar klukkan er að verða 3 þá fara ýmsir fítusar í Power Pointinu að verða viðbjóðslega fyndnir. Ég kýs að tjá mig ekki um þá, enda var ég þreytt en ekki geðveik. Til hamingju með daginn allir þeir sem eiga afmæli:) Þeir lengi lifi HÚRRA HÚRRA HÚRRA

þriðjudagur, mars 25, 2003

Ég er bæði sniðug og skemmtileg eins og hefur margsannast og nú síðast í dag. Við Erik sátum hlið við hlið í tíma og hann var með gemsann sinn. Svo ég fór í sms hjá honum og skrifaði ÉG ELSKA ALLÝ og sendi til Dodda. Með þessu vonaðist ég til að skapa glundroða og átök þar sem ég væri miðpunktur alls. Svar kom frá Dodda um hæl og það ískraði í okkur þegar við opnuðum það. Í því stóð HALLÓ ALLÝ. Það hvarflaði ekki að Þóroddi í eina sekúndu að það væri maður út í bæ sem elskaði konuna hans. En mér fannst þetta svo fyndið að ég hló frekar hátt, einmitt þegar kennarinn var að fjalla um gigtarsjúkdóma sem draga fólk á endanum til dauða. Svo þegar allt er tekið saman þá kom ég frekar illa út.

mánudagur, mars 24, 2003

Ég fór að láta taka úr mér endajaxlana (efri) hjá 6. árs tannlæknanema í dag. Mér var svona ekki alveg sama, skimaði um eftir prófessorunum sem ég hef heyrt að fylgist með þeim og svona. Leist ekki á blikuna þegar ég sá aðgerðaherbergið því þetta er þvílíkur fjöldi af stólum og það var svo mikill "æfingastöðfílingur" á þessu að ég svitnaði. Nú svo er mér hent í stólinn og manneskjan býr sig undir að hefjast handa og enginn var prófessorinn. Ég þurfti að bíta í tunguna til að spyrja ekki hvort kennarinn ætti ekki að vera þarna og hvort hún vissi hvað hún væri að gera. En hún byrjaði og þetta gekk fínt, kennarinn leit við og samþykkti allt sem hún var að gera, þetta var reyndar pabbi Hannesar, svo ég vonaði bara að Hannes væri meira líkur mömmu sinni, og ákvað að treysta því sem maðurinn sagði. En þetta gekk svona líka ljómandi hjá stúlkunni, ég fann ekkert til og jaxlarnir komu í heilu lagi, ansi fínir. Ég fékk að eiga þá fyrir ykkur sem viljið koma og kíkja. Þetta var auk þess skítódýrt. Allir til tannlæknis á Læknagarði. Veit ekki hvort ég myndi láta Jóa koma nær kjaftinum á mér en sem nemur meter, en þið hin; endilega bara.

Ég fór í kringluna um helgina. Ég er ekki alltaf í kringlunni samt. Nema hvað að það voru einhverjir listamenn að mála börn í framan þarna fyrir pening. Þeir voru með sýnishorn af myndunum upp á vegg og ég stóð þarna og var að skoða þetta og þetta voru bara listaverk, rosalega flott. Nema hvað að það kemur lítil dama með gellunni henni mömmu sinni og það á að mála hana. Litla daman skoðar myndirnar og segir svo; ég ætla að vera hafmeyja. Það fannst mér gott val. Hafmeyjan var rosalega flott. En Gellumamma var ekki glöð.Nei vertu heldur fiðrildið, það er svo flott. Nei ég vil vera hafmeyjan! Nei hún er ekkert flott, fiðrildið er svo flott, vertu fiðrildið! Þarna var ég farin að halda með þessari 3ja ára. Nei, ég vil ekki vera fiðrildi, ég vil vera hafmeyja! Þarftu að vera svona óþekk þegar ég ætla að gera eitthvað fyrir þig? Annað hvort verðuru fiðrildið eða ekki neitt! Ef hugmyndin var sú að gleðja barnið, var þá ekki búið að taka botninn úr gleðinni? Af hverju fékk gellumamma sér ekki bara sjálf fiðrildamálningu?

sunnudagur, mars 23, 2003

Er Baldur lítil, ljót tæfa?
Voru tilfinningar mínar að hlaupa með mig í gönur í Risk?
Hvernig á manni að líða þegar maður er þurrkaður út í heilli heimsálfu?
Er réttlætanlegt að spila Risk þegar heimurinn mótmælir stríði og berst fyrir heimsfriði?

Akkuru, akkuru, akkuru spilar maður Risk við vini sína og fólk sem manni þykir vænt um? Næst þegar ég spila Risk, þá verður það við einhvern sem ég hata nú þegar. Ég hata mótspilara mína í Risk, þegar einhver segir æ,æ, grey þú, þegar hann vinnur mann í kasti (Bóbó biatch). Nei án gríns, þetta er ekkert smá persónulegt. Pör eru með hótanir um kynlífsbindindi og alls kyns öðruvísi andlegt ofbeldi. Ég tilkynnti, hátíðlega með grátstafinn í kverkunum og eldrauð í framan af reiði, að ef ég myndi þurrkast út í næstu umferð, þá færi ég heim OG TÆKI SPILIÐ MEÐ MÉR!!! Nokkrum umferðum seinna var ég farin að skammast mín og sagði; vá hvað það var fyndið þegar ég hótaði að fara með spilið heim, he he. Það er bilað hvað maður getur orðið tapsár.

fimmtudagur, mars 20, 2003

Er Erik ekki fallegt nafn?

Ég var að skoða atvinnuauglýsingar á job.is Það var auglýst eftir nuddara á erótíska nuddstofu og það varð ég að skoða nánar. Æskilegt er að viðkomandi sé vel vaxin, ekki skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi nuddkunnáttu, ekki skilyrði! Góð laun í boði. Það er ekkert sem mælir gegn því að ég fái þessa vinnu. Verst er að ég held að kúnnarnir séu svona týpur sem eru ekkert alltaf að þrífa sig, bólugrafnir á bakinu, með ost undir forhúðinni. En hvað gerir maður ekki fyrir peninga, sér í lagi þegar maður þráir nýtt baðherbergi:)

miðvikudagur, mars 19, 2003

Ég komst að því í gær að ég er ekki góður innanhússarkitekt. Ég var eitthvað að skipuleggja baðið mitt og eitthvað virðist ég ekki hafa góða rýmdarskynjun því ég sá fyrir mér skápa og skúffur á stöðum sem Þóroddur benti mér á að væru ekki til. Dæmi: Þá höfum við skápinn hér. Nei þá er ekki hægt að opna þvottavélina. Nú þá hef ég hann hér. Þá er ekki hægt að opna þurrkarann. Nú þá set ég hann hinum megin við vaskinn. Nei þá opnast ekki hurðin fram. Þangað til að ég öskraði á hann að það væri greinilegt að hann vildi enga innréttingu!!!! Ég þoli ekki svona praktískar athugasemdir þegar ég er með draumóra. EN.... svo rann mér æðið og þá sá ég að sennilega er betra að geta opnað þvottavélina. En ég lýsi eftir innanhúsarkitekt.

Hefur einhver átt bíllausan vin, og svo allt í einu þá á maður kunningja sem er bílaeigandi. Bara í einni andrá!

Snilldar frétt í Fréttablaðinu bls.15.
Rómeó og Júlía:
SÝNING FELLUR NIÐUR VEGNA HANDLEGGSBROTS
Nína Dögg Filippusdóttir, sem leikur Júlíu í hinni vinsælu sýningu í Borgarleikhúsinu, þarf örlítið lengri tíma til að jafna sig eftir að hún féll af sviðinu á laugardaginn og tognaði illa á handlegg.....
Skyldi rétt fyrirsögn ekki vekja jafn mikla athygli?
Þurfum við yfir höfuð réttar fyrirsagnir?
Verður ekki góð saga betri eftir að það er búið að smyrja á hana?
Á ekki bara að Wessona allt?

þriðjudagur, mars 18, 2003

Berglind vinkona mín og götufélagi í Barmahlíðinni á afmæli í dag. Þrátt fyrir að við séum allar barmfagrar í Barmahlíðinni þá er það einungis hún Berglind sem hefur fengið brjóstin á sér árituð af heimsfrægri klámmyndastjörnu:)
Sólveig vinkona mín hinsvegar uppljóstraði því í mat á lansanum áðan að hún eigi verðlaunagrip fyrir kúluvarp.O.K það er tvennt sem karlmenn vilja ekki; þeir vilja ekki klárari konu(nema Doddi) og þeir vilja ekki sterkari konu(aftur nema Doddi). Þannig að ef Sólveig væri á djamminu og gítarleikarinn í ##### kæmi til hennar og þau rabba saman og fíla bæði Travis og Coldplay, þá ætti hún ekki að segja frá því að hún sé í læknisfræði og stundi kúluvarp.

Ég gleymdi að segja frá því hvað ég átti góða stund að maula súkkulaði með henni Huldu í ergometriunni. Ég hef sjaldan upplifað betri stund.
Ég fór í Kringluna í gær. Hver kannast ekki við að sjá gamlan skólafélaga úr menntó sem maður þekkir ekki neitt lengur og veit ekki hvort maður á að heilsa eða ekki. Svo heilsar maður og þá er það alltaf sama kjaftæðið. Hæ hvað segiru? Hvað fórst þú að gera? En gaman jarí jarí jarí. Gaman að sjá þig, heyrumst. Svo labbar maður inn í 17 og viti menn þarna er viðkomandi líka. Maður brosir kurteisislega og kinkar kolli, eða kemur með lummu "hva, ertu alls staðar?". Svo undir lokin þá fer maður í Hagkaup að grípa eitthvað í matinn og það bregst ekki að viðkomandi er í grænmetinu. En þá sleppir maður að kaupa papriku, læst sem maður sjái ekki viðkomandi og fer eins hratt og maður getur á kassann og kaupir paprikuna í 10-11 á leiðinni heim. Hugleiðing: Borgar það sig að heilsa gömlum menntaskólafélaga?

mánudagur, mars 17, 2003

Held að mér hafi ekki gengið rosa vel í smásjárprófinu:(
En eftir prófið drógum við um stöðurnar í vor og ég fékk síðustu stöðuna á chirugiu á Ak. Ég, Sólveig og Erik verðum í ham. Þarf maður að rifja upp plexus brachialis? Þarf maður að geta teiknað hann með bláum og grænum? Þarf maður að muna ant. og post.? Á maður að hætta við þetta allt saman? Er það bókasafnsfræðin eins og ég hef sagt svo oft áður?

Djöfulsins snilld var Hlemmur í gærkvöldi. Vona að allir hafi séð myndina. En að öðru. Mitt mat, sem er kalt mat, er að Berglind eiga að fara á slysó og fá áverkamat á handarbakinu á sér. Handarbakið er vibbi en Berglind er að öðru leiti gullfalleg stúlka. Þegar fjallað er um skaða og svoleiðis þá veit ég ekki betur en að Berglind hafi atvinnu af hljóðfæraleik og með stórskaðað handabak þá myndi það teljast með. Svo er það allt annað mál hvort Bjarni ætti yfir höfuð að verða læknir. Hver er ykkar skoðun á því? Á Bjarni að verða læknir? Hvað eigum við að fórna mörgum handarbökum svo að Bjarni geti æft sig? Er mannveran ekki meira virði en það?

sunnudagur, mars 16, 2003

Fór á fyndnustu mynd sem ég hef séð lengi í gærkvöldi. Punch drunk love, þar sem Adam Sandler stígur sín fyrstu skref í dramahlutverki. Myndin var svo fyndin, að á tímabili fyrir hlé, hélt ég að ég fengi móðursýkiskast. Ég gat ekki hætt að hlæja. Ég mæli með henni. Umsögnin um myndina er svolítið misvísandi þar sem það er sagt að þetta sé rómantísk gamanmynd. Hún er það alveg líka en hún er umfram allt súr. A.S er í allt öðru vísi hlutverki en hann er vanur að vera í og hann er brilliant. *****

laugardagur, mars 15, 2003

Einmitt! (með Geiraáherslu) Sverrir er hetja. Hann hringi í mig í skólanum og bauð mér að setja upp nál hjá sér, vitandi það að nálin var heima hjá mér. En þegar ég sagði honum að koma upp og ég gæti tekið blóð úr honum í staðinn, þá var hann kominn með far heim og var mikið að flýta sér. Einmitt!

Er hægt að heyra "it ain´t easy growing up in a farm" út úr "it ain´t easy growing up in world war three"?

Gegt ammili hjá Sólveigu í gær. Takk fyrir veitingarnar. Sjálf fór ég á kostum í ljóðagerð og að koma með skemmtilegar tilvitnanir í gestabókina. Undarlegt að fólk var almennt ekki sammála því?! Allavega svo er ammili hjá Svölu í kvöld. Ég hef engan tíma fyrir þetta smásjárpróf því dagskráin er svo stíf. Svo er sonur minn á Akureyri með Bóbó frænda sínum og fjölskyldu hans, seeem fóru á fjölskylduvagninum norður. Þegar Bóbó litli ákvað að hætta að búa hjá Brósa sínum og Allý sinni og verða fjölskyldufaðir þá var ekkert farið með neinu hálfkáki í það verkefni eins og þeir vita sem fylgst hafa með. Og fjölskylduvagninn er bara það nýjasta í mömmóleiknum. Þar sem Baldur er pabbinn, Silja er mamman, Hildur er litla barnið og Rauðhetta og Kalli eru gullfiskarnir... Þetta er svo smart.
Talandi um smart.. það er svo smart að vera ég. Það hefur ALDREI verið svona smart að vera ég áður. Ég er hreinlega að kafna úr gleði og það sér ekki fyrir endalokin á þessari gleði. Hvar endar þetta?
Talandi um ósmart. Bandarískir karlmenn eru farnir að setja silikon í geirvörturnar á sér, til að þær séu sístinnar og sjáist í gegn um bolina. Argh! Djöfulsins viðbjóður. Ég myndi forða mér svo hratt ef ég sæi einn af þessum fávitum. Hvað er að gerast?

föstudagur, mars 14, 2003

Við vorum inn á slysó í morgun. Þetta eru fínar gulrætur hjá læknadeildinni. Þegar maður er að kafna úr leiðindum í preklinisku greinunum og er skapi næst að hætta þessu rugli, þá ota þeir að manni pínu gulrót og maður eflist allur. Ég get ekki sagt að ég hafi sýnt hetjutakta í að setja upp nál áðan EN ég var rosa fín hjúkka. Bæði var ég á plástrunum fyrir Berglindi og svo var ég human support þegar Bjarni var að þjösnast á henni. Já ég segi og stend við þjösnast, enda ber Berglind greyið þess merki. Handabakið var stökkbólgið eftir djöfulganginn í honum. En hann lét sér ekki eitt fórnarlamb nægja heldur var hann nærri búinn að ganga af Adda dauðum. Fyrst notaði hann til þess stasa og svo nál. Ég hef aldrei áður heyrt Adda kveinka sér... Svo þegar ég var orðin ansi kokhraust og bæði Addi og Bjarni voru búnir að bjóða fram handabak, þá var tíminn búinn og ég sit uppi með það að vera helvítis gunga. Ég er ekki viss um að Mogens eldri þyki mikið til mín koma. Hvað eru Mogens Sr. og Jr. annars líkir? Fyrir utan útlitið og fasið þá nota þeir sömu frasana. Þetta er náttúrulega basic!

Ég fór í það verkefni fyrir nokkrum dögum að koma mat ofan í minnsta anorexiusjúkling landsins sem er karlmaður í þokkabót. Hvað er að gerast með þá? Allavega hann er fjagra mánaða og nennir ekki að éta. Nú nema hvað ég ætlaði að redda málunum, bæði sem læknanemi (ég hefði átt að vera búin að mennta mig meira) og sem reyndari móðir. Nú það fór þannig að ég var eins og Jacksoninn, hristandi barnið með pelann upp í sér og það vantaði ekkert nema slæðuna yfir hausinn á krakkanum. En það fór ekkert oní krakkann. Og þá voru mínar ráðleggingar til örmagna móður að hýða bara krakkann í hvert skipti sem hann vill ekki éta. En sem betur fer fyrir Valdimar Daða, þá eru hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðinni sem kunna þetta betur og þær vildu ekki hýða barnið heldur kenna móður hans að gefa honum að borða. Nú svo það var ein þrautreynd og til í slaginn send á vettvang til að bjarga barninu frá móður þess. Jæja jæja æ æ æ. Hún með alla sína menntun og kunnáttu gat ekki gefið honum að borða og fór með hengdan haus. En við mamma hans við hlógum mikið. Ekki vegna þess hvernig ástandið er, sem er hreint ekki fyndið, heldur vegna þess að nú geta þessar fínu konur tekið niður yfirlætissvipinn og hrokann þegar barnið kemur næst í vigtun. OG ÞAÐ ER FYNDIÐ!

fimmtudagur, mars 13, 2003

Er ekki glöð með Sæmund Oddsson (Lalla) Var að þolmæla hann er verklegri lífeðlisfræði áðan og maðurinn er í geðveiku formi. Púlsinn hans við hámarksáreynslu er 169! Hvað er það?! Ég er með 169 á léttu rölti í öskjuhlíðinni. Og svo er mörðurinn heftari mánaðarins, titill sem að ég mun ALDREI hljóta. En ég fékk að taka blóðþrýstinginn á þriggja mínútna fresti og fylgjast með hjartslættinum og þá leið mér eins og ég væri læknir.... og þaö var gaman. Ég var svo flott með stethoscopið!!! Er að fara að tala um hlandið sem ég meig, eftir að vera búin að drekka saltvatn... Líf mitt er unaður

mánudagur, mars 10, 2003

Halló bara að prófa