Ég er búin að vera að lesa skjölin hans Garðars Guðmundsson fyrir heila og tauga. Garðar Guðmunds er heila og taugaskurðlæknir, og algjör snillingur. Það var aldrei leiðinlegt að vera þar sem hann var, og klíníkurnar hans voru með þeim skemmtilegri. En það er sérstaklega ein lítil lesning í heftinu hans sem er skemmtilegri en önnur, og hér kemur hún:
1. Dofi: Dreifingarsvæði dofans gefur oft nokkuð góða mynd
af því hvaða taug er í klemmu.
Dofi framan á læri niður yfir hnéskel er L4 sdr. Dofi
utanvert/framanvert á kálfa sem sveigir niður á rist jafnvel
fram í stóru tá eða tá við hliðina er L5 sdr. og dofi aftan á
kálfa og fram í jarka/litlu tær er SI sdr.
Sumir sjúklingar tala um “pirring” og nota alls konar óljós
hugtök og þá er mikilvægt að spyrja: ertu að tala um dofa,
líkan því sem maður finnur fyrir eftir að tannlæknir hefur
deyft mann eða er þetta verkur? Ekki sætta sig við annað en að
þetta sé á hreinu.
Margir tala um “doða”, en doði er bráða
kalsíum skortur hjá eldri kúm eftir burð og þeim hættulegt,
en er óþekkt hjá mönnum.Maður vill ekki fara að tala um "doða" í munnlegu prófi hjá Garðari. Neibb.